Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 21

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 21
FRÆÐIGREINAR / BLÓÐÞYNNINGARMEÐFERÐ Eftirlit með blóðþynningarmeðferð á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga - gæðastjórnunarverkefni Valur Helgi Kristinsson f SÉRNÁMI í HEIMILISLÆKNINGUM Fyrri birtingar: Erindi á Heimilislækna- þinginu 2004, Akureyri. Hagsmunatengsl við styrkveitendur: Engin. Rannsóknin unnin á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Valur Helgi Kristinsson, Erik Rosenbergsvág 7, 70220 Örebro, Svíþjóð. valurhelgi@gmaiL com Lykilorð: warfarín, INR, heilsugœsla. Ágrip Tilgangur: Að athuga hversu vel gengi að stýra blóðþynningarmeðferð með warfaríni frá Heil- brigðisstofnun Þingeyinga (HÞ) samanborið við aðrar rannsóknir og hvort breytingar sem urðu á framkvæmd eftirlitsins árið 2002 hefðu orðið til bóta. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem voru á blóðþynningarmeðferð með warfaríni sem stýrt var frá HÞ á árunum 2001 og 2003 voru hafðir með í rannsókninni. Upplýsingum var safnað úr sjúkra- skýrslum um aldur, kyn, ástæðu blóðþynningar, markgildi þynningar, INR niðurstöður (INR-inter- national normalized ratio) og fjölda mælinga. Arangur eftirlitsins var annars vegar metinn út frá hlutfalli tíma INR innan markgildis og hins vegar hlutfalli sjúklinga með færri en þrjár mælingar á ári (ófullnægjandi eftirlit). Áhættugildi (INR>5 og <1,5) voru skráð sérstaklega sem og fylgikvillar meðferðar. Niðurstöður: Árið 2001 voru 34 sjúklingar á blóð- þynningarmeðferð sem stýrt var frá HÞ en 57 árið 2003. Miðgildi aldurs var 71,5 og 76 ár, karlar voru 22 (65%) og 38 (67%). Ábending meðferðar var gáttatif í 53% og 73% tilvika og markgildi INR var 2-3 í 74% og 86% tilvika. Árið 2001 voru 13 af 34 sjúklingum (38,2%) undir ófullnægjandi eftirliti en árið 2003 voru þeir 6 af 57 (10,5%). Munurinn var því 27,7% (p=0,0017). Sjúklingarnir voru 61,2% og 63,1% tímans innan markgildis og meðal mæl- ingafjöldi var sex árið 2001 en 12 árið 2003. Eitt tilvik blóðtappa í heila var árið 2001 og eitt tilvik blæðingar sem krafðist innlagnar árið 2003. Ályktanir: Stjórnun blóðþynningarmeðferðar á HÞ er sambærileg því sem gerist erlendis og betur gengur að halda sjúklingum á meðferð í fullnægj- andi eftirliti eftir að breytt var um fyrirkomulag. Inngangur Warfarín hefur verið notað í lækningaskyni í um 50 ár og notkun þess fer enn vaxandi (1). Það hefur verið besta lyfið á markaðinum til að meðhöndla og fyrirbyggja bláæðasega í ganglimum og víðar og til að fyrirbyggja blóðsegarek hjá sjúklingum með gáttatif. Notkun þess hefur þó alla tíð verið háð nokkrum annmörkum. Áhrif lyfsins á storkuhæfni blóðsins koma ekki fram fyrr en þremur til fimm ENGLISH SUMMARY Kristinsson VH Managing warfarin treatment in a small lcelandic rural practice in Húsavík Læknablaðið 2005; 91: 657-60 Objective: To investigate the efficiency of warfarin management in Húsavík Health Care Center. Material and methods: All patients receiving warfarin treatment managed in Húsavík in the years 2001 and 2003 were included in the study. Main outcome measures were the percentage time within INR target range (Rosendaal) and whether the management was deemed satisfactory or unsatisfactory (defined as <3 measurements per year). Results: In 2001 there were 34 patients receiving warfarin treatment in Húsavík but 57 in 2003. Median age was 71.5 and 76 years, 65% and 67% were males, indication for treatment was atrial fibrillation in 53% and 73% and INR target range was 2.0-3.0 in 74% and 86% respectively. The management was deemed unsatisfactory in 38.2% in 2001 but 10.5% in 2003 (27.7% absolute reduction, p=0.0017). Percentage time spent within target range was 61.2% and 63.1 % respectively. Conclusion: These findings suggest that the quality of anticoagulant control in Húsavík is adequate and fully comparable with that shown in previous studies from our neighbouring countries. Key words: warfarin, drug monitoring, international normalized ratio, primary health care. Correspondence: Valur Helgi Kristinsson, valurhelgi@gmail. com dögum eftir að meðferð er hafin og meðferðarbil blóðþynningarinnar er nokkuð þröngt og því er þörf á endurteknum blóðprufum og síbreytilegum skömmtum allan þann tíma sem meðferðin stend- ur. Enn er þó ekkert betra lyf á markaðnum og því fer þeim sjúklingum sem eru á warfarínmeðicio stöðugt fjölgandi, á íslandi næsturn þrefaldaðist fjöldi skilgreindra dagsskammta lyfsins á árunum 1994-2003 (1). Notkun blóðþynningarlyfja hjá sjúklingum með gáttatif er þó ennþá verulega ábótavant hér á íslandi líkt og víðar (2). Þrjár leiðir hafa aðallega verið farnar við blóð- þynningareftirlit (3). Víða erlendis eru stórar göngudeildir sem sinna eingöngu þessum sjúkling- Læknablaðið 2005/91 657

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.