Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 22

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 22
FRÆÐIGREINAR / BLÓÐÞYNNINGARMEÐFERÐ Table 1. Patients characteristics. 2001 2003 Number of patients 34 57 Age (years) Median 71,5 76 Range 39-88 41-89 Gender Males 22 (64,7%) 38 (66,7%) Females 12 (35,3%) 19 (33,3%) Indications for treatment Atrial fibrillation 18 (52,9%) 41(71,9%) Artificial valve 9 (26,5%) 8 (14%) DVT 2 (5,9%) 2 (3,5%) PE 3 (8,8%) 3 (5,3%) Other 2 (5,9%) * 3 (5,3%) ** INR target range 2-3 25 (73,5%) 49 (86%) 2,5-3,5 9 (26,5%) 7 (12,2%) 3-4,5 - 1 (1,8%) There was no significant difference between the groups characteristics. *Mural thrombus in an apical aneurysm and Renal artery thrombosis. **lschaemic cardiomyopathy, renal artery thrombosis and repeated transient ischaemic attacks despite treatment with aspirin. Abbreviations: DVT, deep venous thrombosis; PE, pulmonary embolism; INR, international normalized ratio. um, heimilislæknar hafa líka sinnt þessu eftirliti og nýjasta aðferðin hefur verið sú að sjúklingar mæla sjálfir INR (International Normalized Ratio) heima vikulega og skammta sér warfarín sjálfir. Flestar rannsóknir benda til þess að blóðþynn- ingargöngudeildir skili bestum árangri en hinar aðferðirnar fylgja fast á eftir (4-6). Göngudeildir eru í miklum mæli farnar að nýta sér tölvuforrit til skömmtunar sem virðast geta gefið betri ár- angur en skömmtun lækna, hjúkrunarfræðinga eða lyfjafræðinga (7). Menn hafa þó tekið eftir því að við bestu aðstæður eru sjúklingar samt ekki innan settra markgilda þynningar nema um 60-75% tím- ans (4-6, 8, 9). Á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hafa heim- ilislæknar sinnt þessu eftirliti sjálfir en ekki hefur verið kannað áður hversu gott eftirlitið er. Fram til ársins 2002 voru engar sérstakar eftirlitsverk- lagsreglur og enginn hélt utan um það. Fyrir vikið var oft erfitt að sjá hvaða skammtastærðir höfðu verið notaðar sem og hver ábendingin og áætluð meðferðarlengd og markgildi þynningarinnar voru. Þetta útheimti oft mikla leit í sjúkraskrám sjúklinganna og eftir því sem sjúklingum fjölgaði og færslur bættust við í sjúkraskrárkerfinu SÖGU varð þetta stöðugt erfiðara. Þetta olli því að um mitt ár 2002 var þessu breytt. Sett var á fót gæða- stjórnunarverkefni sem miðaði að því að kanna og bæta blóðþynningareftirlitið. Fenginn var hjúkr- unarfræðingur til að halda utan um alla sjúklinga sem voru á warfarínmeðferð og, með aðstoð eins læknis, ákveða skammtastærðir, tíma í endurmæl- ingu og fylgjast með því að sjúklingar dagi örugg- lega ekki uppi á meðferðinni. Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur. Ann- ars vegar að athuga hversu vel gengi að stýra blóðþynningarmeðferð með warfaríni frá Heil- brigðisstofnun Þingeyinga og hvernig árangurinn stæðist samanburð við aðrar rannsóknir. Hins vegar að athuga hvort breytingar þær sem gerðar voru árið 2002 væru til bóta og hvort frekari úrbóta væri þörf. Efniviður og aðferðir Rannsóknin fór fram að fengnu samþykki Vís- indasiðanefndar (tilvísun: VSNb2005060013/03-l) og Persónuverndar og allar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskýrslum Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Allir sjúklingar sem voru á warfarín blóðþynn- ingarmeðferð sem stýrt var frá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á árunum 2001 og 2003 voru hafðir með í rannsókninni. Þar sem ekki var haldið sér- staklega utan um meðferðina á fyrra tímabilinu þurfti að finna þá sjúklinga með því að leita í sjúkraskýrslum og niðurstöðum rannsóknarstofu heilbrigðisstofnunarinnar. Upplýsingum var safn- að um fjölda sjúklinga á warfarínmeðferð, aldur, kyn, ástæðu blóðþynningar, markgildi þynningar, INR-gildi, fjölda INR-mælinga og meðaltíma á milli þeirra, warfarín skammtastærðir og fjölda skammtabreytinga. Árangur meðferðarstjórnunar var metinn út frá tveimur þáttum, annars vegar hvort sjúklingur var undir fullnægjandi eftirliti eða ekki, og hins vegar hlutfall tíma INR-gildis innan markgildis. Eftirlitið var talið ófullnægjandi ef færri en þrjár INR-mælingar voru framkvæmdar á ári og þar var til hliðsjónar að sýnt hefur verið fram á að hjá sjúklingum í stöðugu blóðþynningarástandi er óhætt að láta líða þrjá mánuði á milli INR-mæl- inga (10). Við mat á prósentuhlutfalli tíma innan markgildis var notast við aðferð Rosendaals (11) en sú aðferð gerir ráð fyrir því að INR breytist línulega á milli mælinga og hefur verið talin besta aðferðin til að meta árangur meðferðarstýringar (12). Sjúklingar undir ófullnægjandi eftirliti voru ekki með í útreikningi á hlutfalli tíma innan mark- gildis. Hjá þeim sjúklingum sem hófu meðferð á tímabilinu var fyrstu tveimur vikunum sleppt úr og hjá sjúklingum þar sem meðferðin var stöðvuð tímabundið, svo sem vegna aðgerða eða blæðinga, var tímabilinu frá því að warfarínmeðferð hafði verið hætt og þar til tvær vikur voru liðnar frá því hún var sett inn aftur sleppt úr. Þær INR-mælingar sem voru <1,5 eða >5,0 voru 658 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.