Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 29

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 29
FRÆÐIGREINAR / HJARTALÆKNINGAR Frysting á aukaleiðsluböndum - nýjung í meðferð hjartsláttartruflana Ágrip Davíð O. Arnar SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG HJARTALÆKNINGUM Gizur Gottskálksson SÉRFRÆÐINGUR í LYI'LÆKNINGUM OG HJARTALÆKNINGUM Tilkoma brennsluaðgerða við vissum hjartslátt- artruflunum á undanförnum árum hefur gerbreytt meðferðarmöguleikum við þessum vandamálum. Brennsluaðgerð er nú meginmeðferð við takttrufl- unum eins og gáttasleglahringsóli og heilkenni Wolf Parkinson White. Megin ókostur brennslu- aðgerða, sér í lagi þeirra sem krefjast brennslu nálægt gáttasleglahnút, er möguleiki á leiðslurofi milli gátta og slegla. Nýverið hefur aðgerð sem felur í sér frystingu á vef í stað brennslu verið þróuð sem meðferð við hjartsláttartruflunum. Einn af helstu kostum þessarar nýju tækni er sá að hætta á rofi á gátta- sleglahnút er nánast engin. Þessi aðferð hentar því sérlega vel ef sjúklingur hefur annaðhvort aukabraut nálægt gáttasleglahnút eða gáttaslegla- hringsól. I þessari grein er nýju tækninni lýst og fyrstu aðgerðunum þar sem þessi aðferð er notuð hérlendis er lýst. Inngangur Hjartadeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Davíð O. Arnar, Hjartadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. da vidar@landspitali. is Ly ki 1 o rð: hjartsláttartruflun, brennsluaðgerð, frysting. Þróun brennsluaðgerða á aukaleiðsluböndum (radiofrequency ablation) við vissum hjartslátt- artruflunum á síðustu tveimur áratugum eða svo hefur gjörbylt meðferðarmöguleikum þeirra sem þjást af slíkum vandamálum (1). Nú er svo komið að brennsluaðgerðir eru nánast fyrsta meðferð við takttruflunum eins og gáttasleglahringsóli (AV nodal reentrant tachycardia), heilkenni Wolf Parkinson White og duldum aukaleiðslubraut- um (concealed atrioventricular bypass tracts). Árangur af þessum aðgerðum er víðast hvar góður og tíðni fylgikvilla lág (2). Á allra síðustu árum hafa til viðbótar verið að þróast aðferðir til raf- lífeðlisfræðilegrar einangrunar á lungnabláæðum sem leitt hafa til möguleika á að lækna gáttatif (3). Megin ókostur brennsluaðgerða hefur verið hætta á að valda óafturkræfum skaða á leiðslukerfi hjartans þegar meðferðin beinist að aukabrautum sem liggja nálægt gáttasleglahnút og við brennslu- meðferð á gáttasleglahringsóli. Við brennslu á síðarnefnda vandamálinu sem er algengasta teg- und ofansleglahraðtakts (supraventricular tachy- cardia) er brennslulegnum oftast nær komið fyrir mjög nálægt gáttasleglahnútnum og þar af leiðandi er viss hætta á að skaða hnútinn. Áhættan ENGLISH SUMMARY Arnar DO, Gottskálksson G Cryoablation for cardiac arrhythmias Læknablaðið 2005; 91: 665-8 The development of radiofrequency ablation has revolutionized the treatment of certain arrhythmias such as supraventricular tachycardia. Radiofrequency ablation has now become first line therapy for arrhythmias such a atrioventricular nodal reentrant tachycardia and Wolf Parkinson White syndrome. A major drawback of these procedures, especially those that necissitate ablation close to the atriocentriclar node, is the risk of inadvertent atrioventriclar block. In the last few years a new technique, cyoablation, has been developed to treat supraventricula rarrhythmias. One of the main advantages of this new energy source for ablation is the extremely low risk of atrioventricular block. This technique is therefore especially beneficial if ablation is planned in the vicinity of the atrioventricular node. This paper describes this new procedure along with the experience with the first cases of cryoablation in lceland. Key words: arrhythmia, radiofrequency ablation, cryoablation. Correspondence: Davíð 0. Arnar, davidah@landspitali.is er á bilinu 1-4% og ef hnúturinn skaðast er oftast þörf á gangráðsísetningu í kjölfarið (4, 5). Slíkt er sérlega bagalegt þar sem mikill meirihluti þeirra sem undirgangast brennsluaðgerðir vegna gátta- sleglahringsóls er ungt fólk. Aukaleiðslubrautir í hjarta geta verið stað- settar víða á þríblöðkulokuhringnum eða mítur- lokuhringnum. Stundum getur aukabrautin verið staðsett mjög nálægt hinu eiginlega leiðslukerfi hjartans, gáttasleglahnútnum eða His-knippinu (antero-septal accessory pathways, mid-septal acc- essory pathways, para-hisian pathways). Á allra síðustu árum hefur komið fram ný með- ferð við hjartsláttartruflunum sem gagnstætt því að hita eða brenna vef byggist á að kæla og frysta þau svæði í hjartanu sem gegna lykilhlutverki við að koma af stað og viðhalda takttruflunum (6). Þessi nýja frystitækni (cryo ablation) hefur þann kost umfram brennslutæknina að mögulegt er að prófa sig áfram með því að kæla svæði afturkræft og kanna þannig mögulegar skemmdir á leiðslu- kerfi áður en óafturkræf frysting og eyðilegging vefs er framkvæmd. Þessi aðferð hentar því sérlega Læknablaðið 2005/9! 665

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.