Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 31

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 31
FRÆÐIGREINAR / HJARTALÆKNINGAR höndluð með beta-blokka, svaraði meðferðinni ágætlega en óskaði eftir brennsluaðgerð þar sem hún vildi ekki taka lyf að staðaldri. Takttruflunin var kortlögð við raflífeðlisfræði- lega rannsókn og kom í ljós að hún hafði gátta- sleglahringsól. I þessari tegund takttruflunar er brennsla yfirleitt framkvæmd nálægt gáttaslegla- hnút og því viss áhætta að skaða hnútinn. Var því ákveðið að beita þessari nýju frystitækni. Gerð var bráðabirgðafrysting sem sýndi engin merki um breytingu á gáttasleglaleiðni sem var til marks um að óhætt væri að frysta varanlega sem var síðan gert. Eftir frystinguna tókst ekki að framkalla gáttasleglahringsól sem auðvelt hafði verið að framkvæma fyrir frystingu. Báðir sjúklingarnir útskrifuðust daginn eftir án nokkurra fylgikvilla og hafa verið einkennalausir frá hjarta. Umræða Frysting á hjartavef er nýjung í meðferð hjartslátt- artruflana sem er mjög góð viðbót við brennslu- tækni þá sem hefur náð mikilli útbreiðslu við með- ferð vissra takttruflana á undanförnum árum. Eins og rakið er að ofan er þessi tækni sérstak- lega gagnleg þar sem hætta er á að skemma óaft- urkræft gáttasleglahnútinn eða His-knippið. Undir slíkum kringumstæðum er mögulegt að sjúklingur- inn geti þurft gangráð ef illa fer. í þeim tveim til- fellum sem greint er frá í þessari grein hefði verið þörf á að brenna vef nálægt gáttasleglahnút í bæði skiptin sem gat verið talsvert áhættusamt. Þar af leiðandi var brugðið á það ráð að nota frystitækni og tókust báðar aðgerðirnar prýðilega. Möguleikinn á frystingu til bráðabirgða er sérlega mikill kostur. Ef í ljós kemur að leiðni til dæmis um gáttasleglahnút verður tregari eða jafnvel að algert leiðslurof verður ef verið er að meðhöndla gáttasleglahringsól þá er frystingu ein- faldlega hætt og leiðnin lagast aftur á skömmum tíma (6, 7). Ekki er því þörf á gangráðsísetningu í kjölfarið. Rannsóknir hafa sýnt að frystimeðferð er ekki aðeins öruggari en brennsluaðgerð heldur nálgast árangur að vera svipaður (6). Tímalengd frystiaðgerða og brennsluaðgerða er samskonar og það er viðbótarkostur að sjúklingar finna ekki fyrir frystingu en brennsla getur verið sársaukafull þó það sé breytilegt eftir hvar í hjart- anu brennt er. Sú vefjaskemmd sem myndast við frystingu er alla jafna talsvert minni en við brennslu og hætta á blóðsegamyndun er minni. Frysting veldur skemmdum á vef án mikilla vefjafræðilegra breytinga ólíkt brennslu sem veldur drepi og blæðingu sem hvorutveggja ýtir undir hættu á blóðsegamyndun á brennslustaðnum. Þetta er sér í lagi kostur þegar meðhöndlun fer fram í vinstri gátt eða vinstri slegli þar sem hætta á segamyndun er hærri en í hægri hjartahólfunum. Eins dregur frysting úr hættu á útbreiddri örvefsmyndun sem er sérstaklega mikilvægt ef brennt er í kransstokk (sinus coronarius) eða lungnabláæðum. Þetta minnkar hættu á þrengslum í þessurn æðum sem getur komið í kjölfar örvefsmyndunar. Með þetta í huga hefur það færst í vöxt að nota frystimeðferð við meðhöndlun á gáttatifi þar sem mikilvægt er að einangra lungnabláæðar raffræðilega þar sem þær koma inn í vinstri gátt (8). Það er þó ekki alltaf sem minni vefjaskemmd er kostur og á það sérstaklega við um aukaleiðslu- bönd þar sem erfitt er að koma leggnum vel fyrir á. Undir slíkum kringumstæðum getur stærri vefjaskemmd vegna brennslu orsakað nægilega skemmd á aukabraut til að hún hætti að leiða en frysting sem leiðir til minni skemmdar gæti verið ófullnægjandi. Það sama á við um takttruflanir sem eiga sér uppruna á ákveðnum punkti í gáttum eða sleglum (focal arrhythmias). Stærri vefjaskemmd gæti verið viss kostur undir slíkum kringumstæð- um. Enn sem komið er eru frystileggir talsvert dýr- ari en brennsluleggir og skiptir það auðvitað máli í heilbrigðiskerfi þar sem kostnaðarvitund spilar sífellt stærra hlutverk. Frekari rannsóknir til sam- anburðar á þessum tveimur aðferðum til lækningar á hjartsláttartruflunum eru í burðarliðnum. í stuttu máli er frystimeðferð við hjartsláttar- truflunum merkileg og gagnleg nýjung. Frysting virðist henta sérstaklega vel við aðstæður þar sem takmarkanir og áhætta brennslumeðferðar eru hvað mestar. Sem stendur er tilvist aukaleiðslu- brauta nálægt gáttasleglahnút eða gáttaslegla- hringsól, sér í lagi hjá yngra fólki, megin ábend- Mynd 3. Stjórnborö frysti- tœkis. Á myndinni sést að hitastig við enda frystileggs hefur náð -73°C. Viðþað verður óafturkræf skemmd á hjartavefnum þar sem leggurinn liggur upp að. Læknablaðið 2005/91 667

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.