Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 36
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Breytíngar á Bjarni Þór Eyvindsson Höfundur situr í stjórn LÍ og er jafnframt formaður Félags ungra lækna. j pistlunum Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Frá sIðustu kjarasamningum hafa unglæknar bar- ist fyrir því að gerðar yrðu breytingar á gildandi kjarasamningi eða að ríkisvaldið samþykkti að unglæknar væru ekki undanþegnir ákvæðum um hvíldartíma skv. tilskipun Evrópusambandsins. I apríl 2003 voru samþykktar breytingar á lögum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum. Þar ákvað ríkið að taka út ákvæði sem sneri að undan- þágu unglækna frá almennum ákvæðum laganna. Ljóst var einnig á þeim tíma að ríkisvaldið átti að leggja fram áætlun fyrir ágústlok 2004 um inn- leiðingu unglækna að ákvæðum um hvíldartíma. Átti þar að taka inn m.a. ákvæði um hámarksvinnu- tíma. Stefna átti að því að unglæknar væru með 48 klst. vinnuviku árið 2009. í vor bólaði ekkert á vinnuplani ríkisvaldsins og ekki var vitað hvort hafin væri undirbúningsvinna. Félag ungra lækna herjaði á ríkisvaldið og Land- spítalann að viðurkenna rétt „Lækna í starfsnámi“ á hvíldartíma enda væri þetta ekki hugsað sem bætt launakjör heldur öryggisatriði fyrir unglækna og sjúklinga. Þrátt fyrir endurtekin bréfaskrif og fundahöld mjakaðist málið ekkert og fengu unglæknar að kynnast því að erfitt er að ýta við sofandi risa. Því var það á vordögum að Félag ungra lækna óskaði eftir því að Læknafélag íslands höfðaði mál á hendur Landspítalanum fyrir brot á lögum um almennan hvíldartíma. Á sama tíma var ríkisvaldinu send áminning frá Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins varðandi innleiðingu tilskip- unar um vinnutíma unglækna. Þetta tvennt varð til þess að risinn sofandi vaknaði upp við vondan draum og kom þá upp í huga mér orðatiltækið að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Áður en við vissum af var heilbrigðisráð- herra búinn að senda öllum forstjórum spítalanna bréf þar sem krafist var snöggra viðbragða og að lagt yrði fram plan á hverjum stað um innleiðingu á hvíldartíma og hámarksvinnuviku „Lækna í starfsnámi“. Var ráðherrann þar með búinn að koma ábyrgðinni á eigin sofandahætti yfir á undir- menn sína. Á Landspítalanum var skipuð nefnd undir stjórn Vilhelmínu Flaraldsdóttur og var undirrit- aður einn af nefndarmönnum. Þrátt fyrir bölsýni margra sérfræðinga spítalans komst nefndin að því að ekki þyrfti stórfenglegar skipulagsbreytingar til að aðlaga vaktakerfi unglækna að lögum um hvíld- artíma. Gekk vinna í nefndinni vel og er stefnt að innleiðslu nýs vaktakerfis á flestum deildum spítal- ans með haustinu. Sumar deildir voru þegar búnar að breyta sínum vaktakerfum til samræmis við reglur um hvíldartíma. Höfðu þessar breytingar flestar verið gerðar í óþökk yfirstjórnar spítalans en öflugir sviðsstjórar sáu að þetta voru framfara- skref og ákváðu að standa með sínu starfsfólki. Eru unglæknar þakklátir fyrir þennan stuðning. Þrátt fyrir þennan mikla vilja Landspítalans og viðurkenningu hans á réttindum unglækna hefur spítalinn þó ekki séð ástæðu til að bjóða sættir í málshöfðun LI gegn spítalanum. Hins vegar má segja það ótrúlegt hvað ein málshöfðun getur haft í för með sér og spurningin eða boðskapurinn í þessari grein hlýtur að vera eftirfarandi: Er málshöfðun sú aðferð sem læknar verða að nota í framtíðinni gegn Landspítalanum og ríkisvaldinu til að fá í gegn almenn mannrétt- indi og að á þá sé hlustað? Eitt er víst að við ung- læknar munum ekki hika við að leita til dómstóla í framtíðinni ef áhrifin verða þau sömu og síðustu mánuðir hafa sýnt okkur. 672 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.