Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 38

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 38
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HÁLSHNYKKUR / AÐALFUNDUR L( G. Magnússon lögfræðing, lektor við Viðskipta- háskólann á Bifröst. Skólinn sýndi áhuga á að standa að þinginu enda er kenndur skaðabótarétt- ur við lagadeild skólans. Tilgangurinn er að fá sem flesta sem um þessi mál fjalla - lækna, lögfræðinga, starfsmenn tryggingafyrirtækja og embættismenn - til þess að ræða málin og miðla af þekkingu sinni. „Við höfum fengið frummælendur víða að og þeir hafa allir mikla reynslu og góða þekk- ingu á hálshnykk og örorkumati. Parna verða þrír erlendir fyrirlesarar, Mohammed Ranavaya er þekktur fyrirlesari, einn af höfundum bókar bandarísku læknasamtakanna um örorkumat og hefur kennt þúsundum lækna að gera slíkt mat. Frá Danmörku kemur Bent Mathisen yfirlæknir Arbejdsskadestyrelsen, stofnunar sem sér um örorkumat vegna bflslysa og vinnuslysa og frá Noregi kemur lögfræðingurinn Terje Marthinsen sem vinnur hjá norsku tryggingafyrirtæki. íslensku frummælendurnir eru einnig reyndir á þessu sviði,“ segja þeir Guðmundur og Ragnar. í framhaldi af þessu gætu svo hugsanlega orðið til klínískar leiðbeiningar til þeirra sem að þessu vinna en þeir segja að skortur sé á samræmdum reglum þar sem gerðar séu kröfur til þeirra sem gera örorkumat. Erlendis þurfi menn að sækja námskeið og fara í próf til þess að hafa rétt til að gera örorku- mat en ekkert slíkt þekkist hér á landi. Dagskrá málþingsins má sjá á bls. 704 hér í blaðinu. Siðamál lækna og læknisfræði á íslensku Málþing til heiðurs Erni Bjarnasyni Haldið laugardaginn 1. október 2005 í Hlíðasmára 8, Kópavogi Fundarstjóri: Jón Snædal 09:00-09:10 Setning - Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags íslands 09:10-09:30 Örn Bjarnason -Tómas Zoéga 09:30-10:00 Orðræða um læknisfræði á íslensku. Framlag Arnar Bjarnasonar - Guðmundur Þorgeirsson 10:00-10:30 Trúnaðarlækningar - Kristinn Tómasson 10:30-11:00 Kaffi 11:00-12:00 Dual responsibility - John R. Williams, Director of Ethics, World Medical Association 674 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.