Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 42
MRÆÐA & FRÉTTIR / LÝÐHEILSUSTÖÐ
Geðorðin tíu
1. Hugsaðu jákvætt,
það er léttara
2. Hlúðu að því sem
þér þykir vænt um
3. Haltu áfram að
læra svo lengi
sem þú lifir
4. Læröu af
mistökum þínum
5. Hreyfðu þig
daglega, það léttir
lundina
6. Flæktu ekki líf þitt
að óþörfu
7. Reyndu að skilja
og hvetja aðra í
kringum þig
8. Gefstu ekki upp,
velgengni í iífinu
er langhlaup
9. Finndu og ræktaðu
hæfileika þína
10. Settu þér markmið
og láttu drauma
þína rætast
virkja börnin, foreldrana og skólana til að vinna
að þessu verkefni. Við höfum sett saman gátlista
fyrir þessa hópa til að auðvelda þeim sjálfsmat og
samanburð við aðra en þeir eru um leið tæki til að
fylgjast með framgangi verkefnisins.
Þetta verkefni endurspeglar þá stefnu okkar að
konta á nánu samstarfi við sem flesta aðila í sam-
félaginu sem vinna að forvörnum og heilsueflingu.
Svona stofnun gerir í sjálfu sér ekki rnikið ein og sér
heldur er það hlutverk hennar að virkja stjórnvöld,
heilbrigðiskerfið, skólakerfið, frjáls félagasamtök
og einstaklinga til þess að bæta lífshætti almenn-
ings í landinu. Við sjáum þetta fyrir okkur eins og
köngurlóarvef þar sem við spinnum vef sem tengir
alla þessa hópa og einstaklinga saman.“
Hjólreiðar og önnur hreyfing
Annað verkefni sem Lýðheilsustöð tók við nefnist
Geðrœkt en því var hrundið af stað af einstakling-
um, félagsmönnum í Geðhjálp og starfsfólki á sviði
geðverndar. Grunnur þessa verkefnis eru meðal
annars Geðorðin 10 (sjá ramma). „Þetta verkefni
snýst einnig um að virkja grasrótina og við erum
einmitt núna að leggja lokahönd á undirbúning
herferðar sem hefst í haust en þá verða geðorðin
birt á strætó og víðar auk þess sem skrifað verður
um þau öll á síðum blaða,“ segir Anna.
Lýðheilsustöð hefur liaft hönd í bagga með
ýmsum verkefnum sem snúa að því að hvetja
almenning til að breyta lífsháttum sínum. „Eitt
dæmi um það er verkefnið Hjólað í vinnuna sem
er reyndar á vegum Iþróttasambands Islands með
þátttöku Lýðheilsustöðvar. Það vakti verulega at-
hygli og varð mörgum hvatning til að draga fram
hjólið. Þá er Lýðheilsustöð samstarfsaðili ÍSÍ í ár-
legu kvennahlaupi. Annað verkefni til þess að örva
hreyfingu snýr að eldri borgurum en við ákváðum
að beina athyglinni að fólki sem er að ljúka starfs-
ævinni og setjast í helgan stein en það er verkefni
sem við munum vinna í náinni samvinnu við félag
sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu auk félags eldri
borgara sjálfra.“
Alþjóðlegt samstarf Lýðheilsustöðvar er þegar
orðið töluvert og vex ört. „Við leggjum verulega
áherslu á að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og
höfum tilkynnt áhuga okkar á að verða meðal
stofnaðila alþjóðasamtaka lýðheilsustöðva sem
Rannsóknir eru undirstaðan
Laufey Steingrímsdóttir
sviðstjóri rannsókna og
þróunar.
Laufey Steingrímsdóttir hefur starfað lengi að
forvörnum sem framkvæmdastjóri Manneldisráðs.
Nú er hún orðin sviðstjóri rannsókna og þróunar
og segir að sjónarhornið hafi vissulega víkkað.
„Nú starfa ég með öllunt verkefnisstjórunum að
rannsóknum á þeirra sviði og einnig ineð aðilum
utanhúss. Við eigum samstarf við skóla og rann-
sóknarstofnanir víða um land,“ segir hún.
Laufey segir að framtíðarsýn stöðvarinnar
hvað varðar rannsóknir sé meðal annars að koma
á reglubundnum heilsufarskönnununt þar sem
skoðaðir verða helstu þættir sem varða heilsu og
líðan, ekki síst áhrifaþættir heilbrigðis, svo sem
lífshættir, lífsskilyrði og aðstæður
fólks. „Við viljum fylgjast með
og kanna skilgreinda þætli sem
skipta máli fyrir heilsu fólks og
vinna það í samráði við landlækni
og fleiri aðila. Það er stöðugt
verið að gera afmarkaðar rann-
sóknir á þessu sviði en það vantar
heildstæða rannsókn sem nýtist til
stefnumótunar og ákvarðanatöku
og einnig til samanburðar á stöðu
okkar og annarra þjóða,“ segir hún.
Hún bætir því við að slíkar rannsóknir skipti
meginmáli fyrir alla stefnumótun í heilbrigðis- og
velferðarmálum. „Vilji menn vita hvar á að beita
sér, hvaða þjónustu á að veita og hvernig á að
haga forvörnum og heilsueflingu þarf þekkingin
að vera til staðar. Könnunin er þó enn sem komið
er aðeins á undirbúningsstigi þar sem við erum
rétt að byrja að velja helstu mælikvarðana og
meta umfang verksins.
Lýðheilsustöð fjármagnar að stórum hluta tvær
fjölþjóðlegar rannsóknir sem ná til ungs fólks.
Annars vegar er það ESPAD rannsóknin sem
gerð er á fjögurra ára fresti í 30 Evrópulöndum
og lýtur að áfengis- og vímuefnanotkun nem-
enda í 10. bekk. Hins vegar er búið að sernja við
Háskólann á Akureyri um rannsókn á heilsu og
líðan ungs fólks sem nær til um 40 landa og er
unnin í samstarfi við WHO. Rannsóknin á sér
langa sögu í Evrópu, en hér á landi fer könnunin
fram í fyrsta sinn eftir áramót.“
Laufey nefnir líka að stöðugt þurfi að fara
fram mat á árangri heilsueflingarverkefna, ekki
síst þeirra sem unnin eru á vegunt stöðvarinnar.
„Þegar við hrintum verkefninu Allt hefur áhrif
af stað gerðum við könnun meðal skólastjóra,
foreldra og barna á aðstæðum, lífsháttum og við-
horfum til næringar og hreyfingar barna. Þessar
kannanir ætlum við svo að endurtaka eftir tvö ár
til að sjá hvaða áhrif verkefnið hefur haft, hvort
viðhorfin hafa breyst og aðgengi barna að hollum
lífsháttum batnað," segir Laufey að lokum.
678 Læknablaðið 2005/91