Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÝÐHEILSUSTÖÐ Unga fólkið er stór markhópur Á skrifstofunni við hliðina á Önnu for- stjóra sátu tveir af þremur sviðstjórum Lýðheilsustöðvar og voru að skipuleggja veturinn framundan. Pað voru þau Bryndís Kristjánsdóttir sem stýrir sam- skiptasviði og Haukur Þór Haraldsson sem fyrir fyrir verkefnasviði. Á vegginn var búið að hengja upp pappír þar sem gat að líta verkefnin framundan. Það sem þau voru að ræða voru tvö verkefni sem hafa verið í gangi í grunn- og framhaldsskólum landsins, annars vegar gamalgróið evrópskt verkefni sem nefnist Reyklaus bekkur og nær til 8.-10. bekkja grunnskóla. Hins vegar var það Vertu ferskari sem snýr að heldur eldri nemendum og beinist að því að fá þá sem eru byrjaðir að reykja til að hætta. Þau nefndu líka verkefni sem hófsl á nýafstaðinni menningarnótt þar sem dreift var blöðrum út um borg og bý með áletruninni Takk fyrir góða loftið. Þær áttu að hvetja fólk til að hlífa samborg- urum sínum við óbeinum reykingum. Áfengis- og vímuvarnir eru sífellt á dag- skrá og þar er reynt að koma á framfæri fræðslu til ungs fólks, meðal annars um Haukur Þór Haraldsson og Bryndís Kristjáns- dóttir sviðstjórar á Lýðheilsustöð. að bjór sé alveg jafnhættulegur og annað áfengi og nrun ekki vera vanþörf á. Þetta eru nokkur þeirra fjölmörgu verkefna sem Lýðheilsustöð hefur hrint af stað eða yfirtekið frá öðrum. Þau snúast öll unr ungt fólk og blaðamaður spurði hvort það væri aðalmarkhópur- inn. „Já, unga fólkið er stór markhópur en við reynurn nú að horfa líka út fyrir hann,“ segja þau og benda í því sam- hengi á geðræktarverkefnið sem er að fara af stað. Geðorðin tíu munu birtast á strætisvögnum borgarinnar eftir miðjan september en herferðin nær hámarki á geðverndardaginn 10. október. Um líkt leyti verður einnig haldin nor- ræn lýðheilsuráðstefna hér á landi og fer hún fram í Reykjavík og á Þingvöllum. „Norðurlandabúar hafa lengri reynslu af forvörnum en við svo við höfum ýmislegt af þeim að læra. Ráðstefnan er skipulögð þannig að vinnuhópar takast á við hag- nýt og raunveruleg verkefni svo vonandi fáum við út úr henni góð tæki til að vinna með,“ segja þau. Þau minnast líka á ímyndarstarfið og Bryndís sýnir blaðamanni uppkast af bæklingi um stöðina. „Við höfum fengið góð viðbrögð, ekki síst við ýmsum verk- efnum sem eru þekktari en stöðin sjálf. Við þurfum að koma á góðu samstarfi við sem flesta aðila í samfélaginu og hvetja þá til að stunda forvarnir. Það á líka við um stjórnvöld sem þurfa að taka lýðheilsu og forvarnir með í stefnu- mótun sinni. Við getum engum skipað fyrir verkum en við reynunr að ýta á eftir því að fólk sinni forvörnum," segja þau Bryndís og Haukur Þór. verið er að hrinda úr vör. Við tökum þátt í nefndar- störfum á vegum alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og tengjumst æ fastari böndum við Lýðheilsustöð Evrópusambandsins í Lúxemborg. Við sjáum ýmsa möguleika í því samstarfi, ekki síst á því að fá styrki til að vinna frekari verkefni hér á landi og þá í samstarfi við önnur Evrópulönd. Núna í septem- ber kemur Ferdinand Sauer sem er forstöðumaður „Public Health and Risk Assessment" innan evr- ópsku lýðheilsustöðvarinnar hingað til lands og við ætlum að halda með honum opinn fund þann 23. til þess að kynna lýðheilsuáætlun Evrópusambandsins og verkefnasjóði stofnunarinnar." Og fyrst talið berst að fjármunum þá má geta þess að Forvarnasjóður er hýstur hjá Lýðheilsustöð og á aðalfundi stöðvarinnar í vor var úthlutað tæpum 45 milljónum króna til margskonar verk- efna á sviði lýðheilsu og forvarna. Styrkjum ímyndina Eins og fram kemur í framtíðarsýn Lýðheilsustöðvar vill stöðin skapa sér ímynd meðal þjóðarinnar sem byggist á trausti og trúverðugleika. „Við höfum þegar gert fyrstu könnun á því hvort fólk þekkir stofnunina og hvernig afstaða þess er. Niðurstöðurnar lofa góðu. Þær sýna að traust al- mennings á okkur er mikið en það vantar frekari vitneskju um hvað við erum að gera. Þessu ætlum við að mæta með útgáfu bæklings sem kemur út á íslensku í september og mánuði síðar á ensku þar sem við lýsum starfsemi stöðvarinnar,“ segir Anna. Hún ítrekar í lokin að meginforsenda þess að Lýðheilsustöð nái árangri sé að ná sem bestu sam- bandi við alla þá fjölmörgu sem starfa að lýðheilsu. „Þar eru heilbrigðisstéttir að sjálfsögðu ákaflega mikilvægar. Enn höfum við ekki starfandi lækni við stöðina en við eigum mikið og gott samstarf við ýmsar heilbrigðisstéttir, þar á meðal lækna. Þeir koma reyndar við sögu í sérfræðiráðunum, þar á meðal eru læknar formenn tveggja: Pétur Heimisson formaður tóbaksvarnaráðs og Brynjólfur Mogensen formaður slysavarnaráðs auk þess sem Gunnar Helgi Guðmundsson yfirlæknir er í landsnefnd með formönnum ráðanna og landlækni. Við eigum þó áreiðanlega eftir að plægja þann akur betur áður en langt um líður,“ segir Anna Elísabet Ólafsdóttir forstjóri Lýðheilsustöðvar. Læknablaðið 2005/91 679
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.