Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 51

Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 51
Vóstar-S saukanne - Skjót verkjastilling Vóstar-S Didofenac kalium, 50 mg Virk innihaldsefni og styrkleikar: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur Diclofenacum INN, kalíumsalt, 50 mg. Ábendingar: Bráð bólgutilvik. Bráð meðferð við migreni, með eða án fyrirboða. Skammtar og lyfjagjöf: Töflunum skal kyngja heilum með vökva, gjarnan fyrir máltið. Skammtar fyrir fullorðna íbráðum bólgutilfellum: 50-150 mg á dag í 2-3 skömmtum. Skammtar fyrir fulloröna gegn mígreni: 50 mg við fyrstu merki um mígreni- kast.Taka má 50 mg til viðbótar ef verkirnir hafa ekki minnkað innan 2 klst. Skammtar mega ekki fara yfir 200 mg á dag. Skammtar fyrir börn: Lyfið er ekki ætlað börnum. Frábendingar: Sár í skeifugörn eða maga. Astmi, ofsakláði eða bráð nefslímubólga af völdum salisýlsýru. Alvarleg blóðflagna- fæð. Alvarleg hjartabilun. Alvarleg lifrarbilun. Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Síðasti þriðjungur meðgöngu. Varnaðarorð og varúðarreglur: Gæta skal varúðar þegar lyfið er gefið öldruðum, astmasjúklingum og sjúklingum með skerta lifrar-, hjarta- eða nýrnastarfsemi, sjúklingum með meltingarfærasjúkdóma eða porfýríu og sjúklingum á segavarnar- eða þvagræsilyfjameðferð. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Engin þekkt áhrif. Meðganga: Hömlun á myndun prostaglandína getur haft neikvæð áhrif á meögöngu og/eða þroska fósturvísis/fósturs. Faralds- fræðilegar rannsóknir benda til aukinnar hættu á fósturláti ásamt hættu á vansköpun í hjarta- og æðakerfi eftir notkun lyfja snemma á meðgöngunni sem hamla myndun prostaglandína. Hættan á vansköpun í hjarta- og æða- kerfi jókst frá því að vera minni en 1 % upp í 1,5%. Taliö er að hættan aukist samfara stærri skömmtum og lengri meðferð. Vitað er til þess að hjá dýrum hefur gjöf hemla á prostaglandínmyndun í för með sér fjölgun fósturláta og fósturvísisláta fyrir og eftir hreiðrun. Þar að auki hefur verið tilkynnt um fjölgun annarra vansköpunartilfella, þ.á m. í hjarta- og æðakerfi, hjá dýrum sem útsett voru fyrir hemlum á prostaglandínmyndun á líffæramyndunar- skeiði. Á fyrsta og öðrum þriðjungi meðgöngu má aðeins gefa Vóstar-S ef það er talið bráðnauðsynlegt. Ef kona sem æskir þess að verða þunguð tekur Vóstar-S eða ef það er tekið á fyrsta og öðrum þriðjungi meðgöngu, á að nota minnsta mögulegan skammt og í sem stystan tíma. Á síðasta þriðjungi meðgöngu geta allir hemlar á prostaglandínmyndun aukið hættu fyrir fóstrið á eiturverkunum á hjarta og lungu (ótímabærri lokun slagæða- rásar og lungnaháþrýstingi). Einnig geta þeir aukiö hættu fyrir fóstrið á truflunum á nýrnastarfsemi sem geta leitt til nýrnabilunar og þar með minnkunar legvatns. Séu hemlar á prostaglandínmyndun teknir í lok meðgöngunnar geta þeir aukið hættu fyrir móðurina og fóstrið á lengdum blæðingartíma og minnkuðum samdráttum í legi sem geta leitt til seinkunar/lengingar á fæðingu. Af ofangreindum ástæðum er síðasti þriðjungur meðgöngu frábending fyrir notkun Vóstar-S. Brjóstagjöf: Eftir 50 mg skammt á 8 klst. fresti fer virka efnið yfir í brjóstamjólk en í svo litlum mæli að ekki er búist við að barnið verði fyrir óæskilegum áhrifum af þeim sökum. Aukaverkanir: Óþægindi frá meitingarvegi, höfuðverkur, svimi, útbrot, kláði, hækkun á lifrarensímum. Sjaldgæfar: Blæðingar eða sáramyndun í meltingarvegi, truflun á nýrnastarfsemi, lifrarbólga, bjúgur, ofnæmisviðbrögð. Milliverkanir: Hemur verkun þvagræsilyfja. Samtímis meðferð með kalíumsparandi þvagræsilyfjum getur hækkað þéttni kalíums og því er mælt með að fylgst sé með kalíumþéttni í sermi. Hugsanlegt er að úthreinsun litíums og dígoxíns minnki. Gæta skal varúðar við samtímis með- ferð með einu eða fleiri eftirfarandi lyfja: Metótrexati, cíklósporíni, segavarnar- lyfjum, sykursýkislyfjum til inntöku og kínólónum. Pakkningar og hámarks- verð í smásölu (01.04.2005): Töflur 50 mg (þynnupakkað): 30 stk. 1.220 kr„ 100 stk. 3.036 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: 0. Markaðsleyfis- hafi: Actavis hf. September 2004. hagur í heilsu

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.