Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDSPÍTALINN
Spítali í spennutreyju stjórnunarvanda
Tómas Helgason
Höfundur er prófessor,
fyrrum sviðsstjóri geðsviðs
Landspítalans.
í júníhefti Læknablaðsins fjallaði Þröstur Har-
aldsson um ágreininginn á Landspítalanum þar
sem takast á sjónarmið lækninga annars vegar og
rekstrar og stjórnsýslu hins vegar í tilefni bréfs 12
yfirlækna til heilbrigðisráðherra (1). Greinin er
byggð á bréfaskiptum um málið og viðtölum við
lækna sem fæstir „voru fúsir til að tala opinskátt
um málið - sem segir sína sögu“. Þrátt fyrir að
læknaráð eigi að vera spítalastjórn til ráðuneytis
um fagleg málefni (öll málefni spítala snerta lækn-
ingar og eru því fagleg) hundsaði framkvæmda-
stjórn spítalans tillögur ráðsins um endurskoðun
stjórnskipulags hans því að „þær fara aftur á móti
í veigamiklum atriðum þvert á skoðanir fram-
kvæmdastjórnar um stjórnskipulag spítala". Eimir
hér enn eftir af viðhorfi einveldiskonunga, vér
einir vitum. Illt er til þess að vita að enn skuli ríkja
svo forneskjulegir stjórnarhættir á eina sjúkrahús-
inu í Reykjavík.
Enn hrósað sigri!
Um miðjan júní birtist greinaflokkur í Morgun-
blaðinu með fyrirsögninni „Spítali í spennutreyju"
(2), aðallega byggður á drottningarviðtölum við
forstjóra og framkvæmdastjóra Landspítalans sem
börðu sér á brjóst og lýstu yfir sigri við misheppn-
aða sameiningu spítalanna, þrátt fyrir að afköst
spítalans hafi minnkað um rúm 11% og kostnaður
aukist um tæp 3%, og töldu nánast ekkert vera að
nema að það vantaði nýja spítalabyggingu. Það eru
ekki ný sannindi, hana hefur vantað í 30-40 ár. En
þá voru þrír spítalar í Reykjavík sem veittu ágæta
þjónustu um leið og þeir veittu hvor öðrum aðhald
með faglegri samkeppni. Samvinna og verkaskipt-
ing milli þessara spítala var eftir því sem þurfti og
þekking lækna sem þar unnu sagði til um.
Refsing lækna
í greinaflokki Morgunblaðsins var ekki minnst
á ofannefnda grein í Læknablaðinu og þess að-
eins getið í einni setningu að kannanir hefðu
sýnt töluverða óánægju starfsfólksins og að
gagnrýni hefði komið fram á stjórnskipulagið. f
lok greinaflokksins var getið rannsóknar Báru
Ketilsdóttur hjúkrunarfræðings á Landspítalanum
sem byggir á ftarlegum viðtölum við 12 heilbrigð-
ismenntaða núverandi og fyrrverandi starfsmenn
spítalans sem flestir gegndu stjórnunarstöðum.
Samkvæmt niðurstöðum þessara viðtala höfðu
starfsmenn ekki nægilegt faglegt athafnafrelsi
Tafla 1. Afköst og rekstrarkostnaöur Landspítala 1999 og 2004 (3)
1999 2004
Legudagar 335.552 261.052
Dagdeildarkomur/2* 47.257 50.900
Göngudeildarkomur/3* 65.929** 79.379
Slysa- og bráöakomur/3* 20.446 24.395
Afköst samtals 469.184 415.726
Kostnaöur á föstu verölagi (án S-lyfja) 25.414.060 26.127.057
Fjöldi stööugilda 3.882,5*** 3.824
* Við útreikning afkasta hefur hver legudagur vægið 1, dagdeildar- koma vægió V2 og göngudeildarkoma 1/3. **Komur á árinu 2000. ***Stöðugildi á árinu 2001.
og vantaði hvatningu yfirmanna til þróunar og
hugmyndavinnu. Viðmælendur voru almennt and-
vígir sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og
lýstu Landspítalanum sem gamaldags bákni. Bára
telur að hugsjónafólk sem berjist fyrir ákveðnum
málaflokkunt skorti innan heilbrigðiskerfisins og
þaggað sé niður í þeim starfsmönnum sem séu
gagnrýnir.
Niðurstöður úr ofannefndri rannsókn eru í
samræmi við niðurstöður úr viðamiklum könn-
unum landlæknis meðal starfsfólks og læknaráðs
Landspítalans og Vinnueftirlitsins meðal lækna.
Samkvæmt athugun landlæknis í maí 2002 reynd-
ust álíka fjölmennir hópar sammála og ósammála
sameiningunni, en meirihluti taldi markmið, stefnu
og framtíðarsýn sjúkrahússins óskýr. Flestir töldu
að illa hafi verið staðið að sameiningu sjúkra-
húsanna (4).
Rannsókn læknaráðs og Vinnueftirlitsins í mars
2003 sýndi að aðeins rúmur þriðjungur lækna
taldi sig geta haft áhrif á mikilvægár ákvarðanir
um starf sitt og starfsumhverfi. Rúmur helmingur
læknahópsins hafði hugleitt að hætta í starfi vegna
óánægju. Níu af hverjum tíu stunduðu einhverja
kennslu innan spítalans, en helmingi þeirra fannst
þeir hvorki fá tíma né aðstöðu til að sinna henni
og langflestir sögðu að ekki væri gert ráð fyrir tíma
til að sinna fræðilegum rannsóknum. Meirihluti
læknanna (65%) var óánægður með stjórn spít-
alans og aðeins 13% voru ánægðir eða frekar
ánægðir með hana; 54% voru sjaldan eða aldrei
ánægðir með upplýsingaflæði frá stjórninni. Rúm-
lega 80% töldu þátttöku lækna í stjórn spítalans
ónóga og að áhrif læknaráðsins á stjórnun væru
of lítil (5). Það er því ekki að undra þótt í lok
umfjöllunar Morgunblaðsins um rannsókn Báru
688 Læknablaðið 2005/91