Læknablaðið - 15.09.2005, Síða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÓTTAKA KANDÍDATA
... að iðja hans verðí til góðs
Ávarp formanns LÍ flutt við móttöku kandídata í Hlíðasmára 24. júní 2005
Sigurbjörn
Sveinsson
Góðir félagar, kandídatar í læknisfræði, forseti
læknadeildar, formaður siðfræðiráðs Læknafélags
íslands og aðrir góðir gestir.
í Hannesar Arnasonar fyrirlestrum sínum um
einlyndi og marglyndi segir Sigurður Nordal: „Mín
skoðun er sú, að meðan þjóðfélag er til, hlýtur
líka siðferði að vera til. Mér finnst þjóðfélags-
fræðin hafa sannað það greinilega, að siðferðið er
lifandi partur félagslífsins og ekki háð siðfræði eða
prédikunum eins mikið og menn hafa haldið. En
þetta er aðeins hversdagssiðferði, siðferðið sem
nauðsynjavara, lægri tegund siðferðis. Allur hærri
siðferðisþroski heimtar einhverja trú, einhverja
skoðun á tilverunni í baksýn, stoð í einhverri há-
speki. Jafnvel nytsemiskenningin sjálf, þessi flat-
lendasta siðferðiskenning, sem uppi hefur verið,
leitaði að lokum hælis í háspekilegum kenningum,
gat ekki án þeirra verið.“
Hér er Nietsche greinilega á ferð. Það skýrist í
eftirfarandi orðum Sigurðar sem hann lætur falla
skömmu áður. „Tökum spurningu eins og siðferð-
islega ábyrgð. Margar vísindagreinar leggjast á eitt
að skýra hana og svara henni, sálarfræði, siðfræði,
guðfræði, háspeki, læknisfræði, rökin eru mörg og
merkileg, með og móti, og ég verð að játa, að mér
finnst sem stendur rökin á móti vera sterkari, að
vér berum ekki ábyrgð á gerðum vorum og ekk-
ert æðra réttlæti gæti dæmt oss fyrir þær. En hér
get ég ekki beygt mig fyrir rökum, jafnvel þó að
mér fyndust þau vera sannanir. Virðing mín fyrir
sjálfum mér, siðferðistilfinning mín, heimta þessa
ábyrgð, og sú krafa er sterkari en öll rök. Ef að
þessi ábyrgð er ekki til fyrir utan sjálfan mig, ef
ekkert eilíft réttlæti er til, þá get ég a.m.k. gert mitt
litla til að skapa það með því að lifa eins og það
væri til.“
Ég geri ráð fyrir að öll getum við fallist á það
að frelsi vísindanna sé ekki fólgið í rannsóknum án
takmarkana siðalögmála. Þótt sagt sé að akarnið
geti aldrei orðið eik eigi rætur þess að rúmast í
litlum jurtapotti, þá mun eikin aldrei standa lengi
ein á berangri án skjóls og stuðnings af öðrum
jarðargróða.
Allt sem maðurinn tekur sér fyrir hendur lýtur
einhverjum siðalögmálum. Þetta getur verið alveg
óháð tímabundnu mati okkar hvort eitthvað sé
gott eða slæmt, rétt eða rangt. Ég geri þó ráð fyrir
að málskilningur okkar flestra sé á þann veg að
siðareglur lúti að því að bæta samskipti manna og
að auka tillit það sem taka á til samborgaranna. Öll
vísindi hljóta að lúta siðferðishugmyndum þeirra
vísindamanna, sem þau stunda. Vísindamenn eru
í engu ólíkir öðrum að því leyti að störf þeirra eru
„mannaverk“ og lúta því þeim lögmálum sem allir
hafa gengist undir í því samfélagi sem þeir lifa.
Þannig verður að gera þær kröfur til rannsókna
í læknisfræði að þær séu siðlegar og taki tillit til
viðurkenndra hugmynda í þeim efnum. Siðareglur
samfélagsins, skráðar og óskráðar, hljóta að taka
til bæði rannsókna og rannsóknaraðferða, rann-
sókna í læknisfræði sem annarra.
Þekkingaröflun er að sínu leyti til góðs, en snúa
má henni til ills. Vísindamaðurinn leitar sann-
leikans án þess að hugsa beint um hagrænar eða
siðrænar afleiðingar. Siðrænt atferli er honum
eðlislægt eins og síðar verður vikið að. Leiðarljósið
er að iðja hans verði til góðs. Þekkingin sem hann
skapar er hins vegar eins og verkfæri sem getur
orðið beggja handa járn.
Það má með nokkurri sanngirni halda því fram
að nyt læknisfræðinnar hafi stundum farið fram úr
umræðunni um hin siðrænu sjónarhorn til þeirra
úrræða sem beitt er. Einfalt dæmi er að þjóðfélagið
heimilar okkur að nýta þekkingu til að finna van-
skapnað og erfðagalla hjá fóstrum og eyða þeim
undir vissum kringumstæðum, en tekur ekki af-
stöðu til æxlunar fullveðja fólks með sömu ágalla.
Ég tel að umræðan að þessu leyti hefi verið ófull-
690 Læknablaðið 2005/91