Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2005, Side 58

Læknablaðið - 15.09.2005, Side 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HUGÐAREFNI Golf er...? Sigurður Þ. Guðmundsson Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og efnaskiptasjúkdómum. Skilgreining þessa fyrirbæris er óleyst, en vafa- lítið ekkert að flækjast fyrir iðkendum sínum, beggja kynja og allra aldursflokka. Það er hreint ekki ótímabært að ungir foreldrar gefi tveggja ára afmælisbarni sínu golfsett, hannað fyrir þennan aldursflokk. Golf var tæplega sýnilegt þegar ég óx úr grasi á stríðsárunum og fram undir 1950. Þá bar svo við að í fjögurra félaga hópi okkar var einn sem átti föður og hafði sá keypt sér golfsett, sjálfsagt frá Skotlandi og væntanlega pokabuxur og stefnt að því að leika golf með jafnaldra broddborgurum á velli Golfklúbbs Reykjavíkur í austanverðri Öskjuhlíð, og langleiðina að Hvassaleiti. Þangað var farið með strætó vestan úr bæ upp í Hlíðar, labbaður drjúgur spölur yfir Hamrahlíðarurðina upp í Golfskála. Aflað var leyfis til leiks og fengin leiðsögn til 1. teigs. Handhafi golfsettsins skýrði okkur hinum frá mismunandi hlutverki þriggja trékylfa með sköft úr mahóní eða hickorý, en járnin fjögur númer 3, 5, 7 og 9 skeft með stáli. Golfsveiflan var síðan kennd á 2-3 mínútum. Þóttist hver okkar mundu valda því að hitta hvíta boltann. En þrír þeir fyrstu „götuðu“ loftið ofan og til hliðar við boltann í mismörgum tilraunum. Aðeins einum tókst að slá boltann 50-60 metra og meira að segja í rétta átt. Ég sló síðastur, enda aftastur í stafrófinu. Áætlunin var að slá lengra og beinna en nokkur hinna. Hugaði að gripinu, dá- lítil vandræði að krækja litla fingri hægri handar á réttan stað. Það tókst og hófst sveiflan með hraði. Yfirnáttúruleg heppni varð til þess að kylfuhaus- inn hitti ekki einn félagann sem stóð mér óvitandi of nærri beint í hausinn, heldur urðu það samskeyti hauss og skafts sem hittu vininn án þess að „ben“ af hlytist. Kylfuhausinn flaug nokkra metra horn- rétt á ætlaða stefnu og golfkúlan haggaðist ekki. Með mögrum móði hélt æfingin áfram. Árin 1950-’64 liðu fljótt við að ná því að verða cand.med. í júní ’57 og afla sérfræðingsviðurkenn- ingar. Golf kom hvergi við sögu, þó man ég eftir nöfnum Jack Niclaus og Arnolds Palmer á íþrótta- síðum NYT. Tómstundir voru fáar eftir heimkom- una. Um sumarið 65 fjárfestum við Ragnheiður eiginkona mín í tjaldi og tilheyrandi búnaði og fórum í fyrstu útileguna til Þingvalla og tjölduðum í Bolabás. Þar kom hún mér á óvart með því að gefa mér hálft golfsett, en það innihélt tré I og III auk járna 3, 5, 7 og 9, og vitanlega pútter. Þarna í sumarblíðunni fann ég grasblett á miðri mosaþembu og hóf að reyna tækin. Eftir nokkrar tilraunir tókst mér að hilta boltann með 7-járni og flaug sá í fallegum boga, og viti menn í stefnuna sem ég ætlaði. Hvflíkt undur! Tilfinningin sem ríslaði um mig var mér óþekkt með öllu. Hamingja mín er sú að einstaka golfhögg hafa endurvakið þessa kennd öðru hverju. Golfið hefur síðan haldið mér óleysanlegum tökum. Golfvellir hérlendis hafa það umfram öll erlend golfsvæði sem ég hef komið á að bjóða upp á nær takmarkalaust víðerni og allt það fallegasta úr flóru og fánu hvers staðar. Nær allir kyfingar bera tæki sín á bakinu eða draga þau á eftir sér í kerru svo að heilsusamleg hreyfing er góð búbót fyrir alla þá sem heilir heita og ekki síður fyrir þá sem á endurhæfingu þurfa. Ég hef verið félagi í GN á Seltjarnarnesi síðan 1966 og uni mér hvergi betur. Það var því auðsótt að taka að mér að spila hring með amerískum ferðalangi sem væri í hnattferð, en staldrið hér aðeins einn dagur miðsumars 1970. Þetta var geðs- legur náungi, verkfræðingur sextugur að aldri, en hafði hætt störfum 55 ára. Honum hraus þá hugur við að iðjuleysi myndi gera út af við sig. En hann var kylfingur frá táningsaldri og hafði haldið dag- bækur um hvar hann lék og hvernig skorið hefði verið. Samkvæmt dagbókunum hafði hann spilað í 17 ríkjum USA, en bara í Mexíkó og Englandi utan USA. Það tók hann aðeins tvö ár að spila bandarísku ríkin 33 sem eftir voru og nú væri hann á heimsreisu með Pan-Am til að koma nýjum þjóðlöndum á golfkortið sitt. Hann bauð mér að giska á hvað þjóðríkin væru mörg sem hann hefði spilað í fram að þessu. í huganum taldi ég Kanada, Mið-Ameríku-ríkin og eyríkin karabísku + 8-10 Evrópuríki og slumpaði síðan á að þau gætu verið 80-90. Hann upplýsti þá hróðugur að ríkin væru 142, og í ferðinni myndi hann hala inn obbann af þeim 40 sem eftir væru. Ég hef haft viðlíka áætlun síðan, en aðeins náð 23 þjóðlöndum. Um sl. hvítasunnu hugðist ég koma Færeyjum á golfkortið sem ekki tókst. Völlurinn var upptekinn af sauðburðinum! Þjóðaríþróttinni, ferskeyllunni, hefur verið 694 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.