Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 66

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 66
LAUSAR STÖÐUR Læknir Tryggingastofnun ríkisins auglýsir laust til umsóknar 25% starf tryggingalæknis. Verkefni læknisins snúa fyrst og fremst að sjúklingatryggingu samkvæmt lögum nr. 111/2000. Helstu verkefni: • Þátttaka í starfi sjúklingatryggingarteymis Trygg- ingastofnunar • Yfirferð og greining læknisfræðilegra gagna og sér- fræðiálita vegna umsókna um bætur úr sjúklinga- tryggingu • Samskipti við sérfræðinga sem fengnir eru til álits- gjafar í þessum málaflokki • Þátttaka í þróun og mótun framkvæmdar sjúklinga- tryggingar og kynningarstarfi Hæfniskröfur: • Sérfræðiréttindi og reynsla í sérgrein sem nýtist vel til þessara verka, svo sem í bæklunarskurðlækningum, skurðlækningum eða fæðinga- og kvensjúkdóma- fræði • Nákvæm vinnubrögð og vandvirkni • Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar • Frumkvæði og metnaður í starfi Nánari upplýsingar gefur Sigurður Thorlacius trygginga- yfirlæknir í síma 560 4400 sigurdurthorlacius@tr.is Umsóknarfrestur er til 26. september 2005. Umsóknir skulu sendar til starfsmannaþjónustu Tryggingastofn- unar ríkisins, Laugavegi 114, 150 Reykjavík í pósti eða rafrænt gudjonsk@tr.is í umsóknum skulu koma fram ítarlegar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðn- ingu liggur fyrir. Stefna Tryggingastofnunar ríkisins er að vera öflug og traust stofnun, ákvarða og greiða réttar tryggingabætur, veita gagnlegar upplýs- ingar og ráðgjöf til almennings og annast eftir- lit með málefnum sem Tryggingastofnun eru falin samkvæmt lögum á faglegan, öruggan og hagkvæman hátt. Tryggingastofnun ríkisins www.tr.is Sími 560 4400-Fax 560 4451 Læknir í málefnum barnafjölskyldna Tryggingastofnun ríkisins auglýsir laust til umsóknar hlutastarf tryggingalæknis. Verkefni læknisins verða læknisfræðileg ráðgjöf í afgreiðslu málefna barna og fjölskyldna þeirra. Meginverkefnið snýr að afgreiðslu umönnunargreiðslna til foreldra barna sem glíma við langvinn veikindi, fötlun eða þroska- og hegðunarrask- anir. Hæfniskröfur: • Sérfræðiréttindi og reynsla í sérgrein sem nýtist vel í þessu starfi. Sérstaklega er leitað eftir barnalækni eða lækni með hæfni og reynslu í vinnu með börnum og fjölskyldum þeirra • Mikil hæfni í samskiptum og næmni fyrir heilsufars- legum/félagslegum erfiðleikum fólks • Hæfni í þverfaglegu samstarfi og miðlun læknis- fræðilegrar þekkingar til samstarfsmanna • Vandvirkni • Frumkvæði og metnaður í starfi Nánari upplýsingar gefur Sigurður Thorlacius trygginga- yfirlæknir í síma 560 4400 sigurdurthoriacius@tr.is Umsóknarfrestur er til 26. september 2005. Umsóknir skulu sendar til starfsmannaþjónustu Tryggingastofn- unar ríkisins, Laugavegi 114, 150 Reykjavík í pósti eða rafrænt gudjonsk@tr.is í umsóknum skulu koma fram ítarlegar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðn- ingu liggur fyrir. Stefna Tryggingastofnunar ríkisins er að vera öflug og traust stofnun, ákvarða og greiða réttar tryggingabætur, veita gagnlegar upplýs- ingar og ráðgjöf til almennings og annast eftir- lit með málefnum sem Tryggingastofnun eru falin samkvæmt lögum á faglegan, öruggan og hagkvæman hátt. Tryggingastofnun ríkisins www.tr.is Sími 560 4400-Fax 560 4451 702 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.