Læknablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 76
SERLYFJATEXTAR
Spiriva, Innöndunarduft í hylkjum, R03B B04
Innihaldslýsing: Hvert hylki inniheldur 22,5 míkrógrömm af tíótrópínbrómíð einhýdrati samsvarandi 18 míkrógrömmum af tíótrópíni ásamt
hjálparefninu Mjólkursykur einhýdrat. Ábendingar: Tíótrópin er aetlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeóferó til aó lina einkenni hjá sjúklingum með
langvinna lungnateppu (COPD). Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur af tíótrópínbrómíði er innöndun á innihaldi úr einu hylki með
HandiHaler innöndunartæki einu sinni á dag, alltaf á sama tíma dagsins. Ekki má nota stærri skammta en ráðlagðir eru. Tíótrópínbrómíð hylki
má ekki gleypa. Skammtastæróir handa börnum: Lyfið er ekki ráðlagt börnum yngri en 18 ára. Sérstakir sjúklingahópar: Aldraðir sjúklingar
mega nota tíótrópínbrómíð í ráðlögðum skömmtum. Sjúklingar meó skerta nýrnastarfsemi mega nota tíótrópínbrómíð í ráðlögðum skömmtum.
Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi mega nota tíótrópínbrómíð í ráðlögðum skömmtum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir tíótrópínbrómiöi, atrópíni
eða afleiðum þess, t.d. ípratrópíni eða oxitrópini eða hjálparefninu mjólkursykur einhýdrati. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur vió notkun:
Tíótrópinbrómíð, sem er berkjuvíkkandi lyf gefið sem viöhaldsmeðferð einu sinni á dag, á ekki að nota sem upphafsmeðferð við bráðum
berkjukrampa, þ.e. bráöameóferó. Skyndilegt ofnæmi getur komiö fram eftir gjöf tíótrópínbrómíðs innöndunardufts. Eins og á við um önnur
andkólinvirk lyf á að nota tíótrópinbrómíð með varúð hjá sjúklingum með þrönghornsgláku, blöðruhálskirtilsstækkun eða þrengsli í þlöðruhálsi.
Innöndunarlyf geta valdió innöndunartengdum berkjukrampa. Þar sem plasmaþéttni hækkar við skerta nýrnastarfsemi hjá sjúklingum með
miðlungs til alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatininúthreinsun 50 ml/min.) á aðeins að nota tíótrópínbrómíó ef ávinningur er umfram hugsanlega
áhættu. Engin reynsla er af langtimanotkun hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Sjúklingar skulu áminntir um að varast að duftið
berist í augu. Þeim skal sagt aö það geti valdió útfellingum eða versnun þrönghornsgláku, verk i auga eða óþægindum, timabundinni þokusýn,
áru í auga (visual halos) eða lituóum blettum (coloured images) í tengslum við roóa í augum vegna vökvasöfnunar í táru eða glæru. Sjúklingar
eiga að hætta notkun tíótrópinbrómíðs og hafa strax samband við lækni ef einkenni eða merki um þrönghornsgláku koma fram. Munnþurrkur,
sem hefur komið fram vió notkun andkólvirkra lyfja, getur tengst tannskemmdum sé hann langvarandi. Tíótrópínbrómíð á ekki að nota oftar en
einu sinni á dag. Milliverkanir við önnur lyf og aórar milliverkanir: Engar formlegar milliverkanarannsóknir hafa verið gerðar en tíótrópinbrómíö
innöndunarduft hefur verið notað samtímis öðrum lyfjum án þess að aukaverkanir hafi komið fram. Meðal þessara lyfja eru berkjuvikkandi lyf með
adrenhermandi verkun, metýlxantín, sterar til inntöku og innöndunar, sem almennt eru notuó í meóferó vió langvinnri lungnateppu. Samtimis
notkun tíótrópínbrómíðs og annarra andkólinvirkra lyfja hefur ekki verið könnuð og er því ekki ráðlögó. Meóganga og brjóstagjöf: Engar klinískar
upplýsingar eru fyrirliggjandi um útsetningu fyrir tíóprópínbrómíði á meðgöngu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaöleg áhrif á æxlun sem
tengjast eituráhrifum á móðurina. Engar klinískar upplýsingar eru fyrirliggjandi um útsetningu kvenna með barn á brjósti fyrir tiótrópinbrómíði.
Byggt á nlðurstööum úr rannsóknum á mjólkandi nagdýrum berst tíótrópinbrómið i litlu magni í brjóstamjólk. Því skal hvorki nota tíótrópínbrómíð
handa þunguðum konum né konum með barn á brjósti nema væntanlegur ávinningur sé meiri en hugsanleg áhætta fyrir fóstrið eða barnið.
Aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin sem kom fram í klínískum rannsóknum hjá 906 sjúklingum sem fengu tíótrópínbrómíð i eitt ár var
munnþurrkur. Munnþurrkur kom fram hjá um 14% sjúklinga. Munnþurrkur var venjulega vægur og hvarf oft við áframhaldandi meðferð. Aðrar
aukaverkanir sem fram komu hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með tíótrópínbrómíði í klinískum rannsóknum i eitt ár (samkvæmt
líffæraflokkunarkerfi WHO) voru: Algengar (>1/100,<1/10): Meltingarfæri: Hægóatregða. Varnarkerfi: Sveppasýking (moniliasis). Öndunarfæri:
Skútabólga, kokbólga. Sjaldgæfar (>1/1000, <1/100): Almennar: Ofnæmi. Hjartsláttur og taktur: Hraótaktur. Þvagfæri: Erfiðleikar vió þvaglát,
þvagteppa. Ofskömmtun: Stórir skammtar af tiótrópinbrómíði geta valdið einkennum andkólinvirkra áhrifa. Þó komu engar almennar aukaverkanir
fram vegna andkólinvirkra áhrifa hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum eftir innöndun á einum skammti allt að 340 mikrógrömmum af tíótrópínbrómíði.
Auk þess komu engar aukaverkanir fram sem skipta máli, fyrir utan munnþurrk, hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum sem fengu allt að 170 míkrógrömm
af tiótrópínbrómíói á dag í 7 daga. í rannsókn á endurteknum skömmtum hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu sem fengu mest 43
míkrógramma dagsskammt af tíótrópínbrómíði i 4 vikur hafa engar marktækar aukaverkanir komið fram. Bráð eiturverkun vegna inntöku
tíótrópínbrómiðs hylkja af vangá er ólíkleg þar sem aðgengi er lítið eftir inntöku. Lyfhrif: Tíótrópínbrómið er langvirkur, sértækur múskarínviötaka-
blokki (andkólínvirkt lyf). Með bindingu vió múskarínviötaka í sléttum vöðvum í berkjum hindrar tíótrópínbrómíó kólínvirk áhrif (berkjuþrengingu). I
öndunarvegi hamlar tíótrópinbrómíö M3-viðtaka í sléttum vöðvum, en hömlunin einkennist af samkeppni og er afturkræf og leiólr til slökunar.
Áhrifin voru skammtaháð og stóðu yfir í meira en 24 klst. Greióslufyrirkomulag: B. Pakkningar og veró: 1. febrúar 2005, 30 hylki,18 tig með
HandiHaler®: 6763 kr, 30 hylki,18/rg án HandiHaler®: 6472 kr. Handhafi markaósleyfis: Boehringer Ingelheim Danmörku A/S, Strodamvej 52,
2100 Kobenhavn 0. Markaðssett í samstarfi vió: Pfizer ApS, Danmörku, Lautrupvang 8, 2750 Ballerup. Umboð á íslandi: Vistor hf.,
Hörgatúni 2, Garöabæ. Nánari upplýsingar er að finna í Sérlyfjaskrá. Pfizer, febrúar 2005.
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Heiti lyfs. lyfjaform og pakkningastœrðir: CYMBALTA 30 mg hörð sýruþolin hylki eða CYMBALTA 60 mg hörð sýruþolin hylki CYMBALTA 30 mg læst i 28 hylkja pakkningum. CYMBALTA 60 mg fæst i 28 og 98
hylkja pakkningum. Virk innihaldseini og styrkleikar: Virka innihaldsefnið I CYMBALTA er duloxetin. Hvert hylki inniheldur 30 eða 60 mg af duloxetini sem duloxetin hýdróklóríð. ÁbendingarTil meðferðar ó alvarlegum þunglyndislotum (major
depressive episodos). Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Ráðlagður upphafsskammtur og viðhaldsskammtur er 60 mg einu sinni á dag án tillits til máltiða. Skammtar yfir 60 mg einu sinni á dag, upp að hámarksskammti 120 mg á dag gefið i
jöfnum skömmtum hafa verið metnir með tilliti til öryggis í klinískum rannsóknum. Hins vegar benda upplýsingar úr klínískum rannsóknum ekki til þess að sjúklingar sem svara ekki ráðlögum upphafsskammti hafi gagn af hærri skammti. Svörun
sést venjulega eftir 2-4 vikna meðferð. Mælt er með að meðferð sé veitt í nokkra mánuði eftir að svörun hefur fengist til að forðast bakslag. Skeri //frarsfðr/sem;CYMBALTA ætti ekki að gefa sjúklingum með lifrarsjúkdóm með skertri lifrarstarfsemi.
Skert nyinjstjrtsemiEkki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga eða miðlungs skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatinin úthreinsun 30 til 80 ml/mín). A/drað/rTakmarkaðar kliniskar upplýsingar eru til um notkun CYMBALTA hjá öldruðum
sjúklingum með alvarlegar þunglyndisraskanir (major depressive disorders), aldraðir skulu því meðhöndlaðir með varúð. Þar til frekari upplýsingar um virkni fást er ekki mælt með notkun CYMBALTA hjá mjög ðldruðum (>75 ára). Börn og unglmgar.Rannsóknir á öryggi og virkni duloxetins hjá
sjúklingum i þessum aldurshópi hafa ekki verið framkvæmdar. Þvi er ekki mælt með notkun CYMBALTA fyrir börn og unglinga . Meðlerð óærtÞegar meðferð með CYMBALTA er stöðvuð eftir meira en I viku meðferð, er að öllu jöfnu ráðlegt að draga smám ráðlagt að minnka skammtinn um helming eða
gefa lyfið annan hvern dag. Við ákvörðun um skammtaminnkun skal hins vegar taka tillit til einstaklingsbundinna atriða varðandi sjúkling, svo sem lengd meðferðar, skammtastærð þegar ákveðið er að hætta o.s.frv.Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. CYMBALTA á
ekki nota samhliða ósérhæfðum, óafturkræfum Mónóamín Oxidasa hemlum (MAO hemlum). Lifrarsjúkdómur með skenri lifrarstarfsemi. Ekki ætti að nota CYMBALTA samhliða fluvoxamini, ciprofloxacini eða enoxacini (þ.e. virkum CYP1A2 hemlum) því það veldur hækkaðri plasmaþéttni duloxetins.
Mikið skert nýrnastarfsemi (kreatinin úthreinsun <30 ml/mín). Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Geðhæð og krampar. CYMBALTA skal notað með varúð hjá sjúklingum með sögu um geðhæð eða sem hafa greinst með geðhvarfasýki og/eða krampa. Ljósopsstæring-. Ljósopsstæringu
hefur verið lýst og tengd við duloxetin, því ætti að ávisa CYMBALTA með varúð hjá sjúklingum með hækkaðan augnþrýsting eða með þekkta hættu á bráðri þrönghornsgláku. Blóðþrýstingur. Fylgjast skal með blóðþrýstingi eftir þvi sem við á hjá sjúklingum með lágþrýsting og/eða aðra hjartasjúkdóma.
Skert nýrnastarlsemi: Plasmaþéttni duloxetins hækkar hjá sjúklingum með mikið skerta nýrnastarfsemi sem krefst blóðskilunar (kreatinin úthreinsun <30 ml/mín). Notkun með þunglyndislyfjum. Gæta skal varúðar sé CYMBALTA notað samhliða þunglyndislyfjum. Sérstaklega er ekki mælt með samhliða
notkun sértækra afturkræfra MAO-homla Jóhannesarjurt: Tíðni aukaverkana getur aukist ef CYMBALTA er notað samhliða náttúrulyfjum sem innihalda Jóhannesarjurt (Hypericum perforatum). Sjálfsvig: Þunglyndi er tengt aukinni hættu á sjálfsvigshugsunum, sjálfsskaða og sjálfsvígum. Þessi áhætta
er til staðar uns marktækur bati fæst. Fylgjast skal náið með sjúklingum uns bati fæst, því ekki er víst að batamerki sjáist á fyrstu vikum meðferðar. Almenn klinisk reynsla af öllum þunglyndismeðferðum er að sjálfsvigsáhættan geti aukist á fyrstu batastigum. Dæmi eru um sjálfsvígshugmyndir og
sjálfsvígsatferli meðan á duloxetinmeðferð stendur eða skömmu eftir að meðferð var hætt. Fylgjast skal náið með sjúklingum sem eru í sérstakri áhættu. Aðvara skal sjúklinga (og aðstandendur sjúklinga) um þörf á að fylgjast með tilkomu sjálfsvígshugmynda/hegðunar eða hugsana um sjálfsskaða og
að leita læknisaðstoðar samstundis ef þessi einkenni koma fram. Engar klíniskar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á þunglyndum bðrnum. Vegna skorts á klínískri reynslu á ekki að nota duloxetin hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri til að meðhðndla alvarlegar þunglyndislotur. Ekki er hægt að
yfirfæra upplýsingar um öryggi og verkun hjá fullorðnum með alvarlegar þunglyndislotur yfir á bðrn. Dæmi eru um sjálfsvígstilburði hjá sjúklingum á SSRI/SNRI lyfjum. Súkrósr. CYMBALTA hörð sýruþolin hylki innihalda súkrósa. Sjúklingar með mjög sjaldgæft arfgengt frúktósa óþol, glúkósa-galaktósa
vanfrásog eða súkrasa-isomaltasa skort skulu ekki taka lyfið. Blæðingar. Lýst hefur verið óeðlilegum húðblæðingum eins og marblettum og purpura tengt sérhæfðum serótónín endurupptöku hemlum (SSRI). Gæta skal varúðar hjá sjúklingum sem taka blóðþynningarlyf og/eða lyf sem vitað er að hafa
áhrif á starfsemi blóðflagna og hjá sjúklingum með þekkta tilhneigingu til blæðinga. Natriumlækkurr. Mjög sjaldgæf dæmi eru um natríumlækkun, sérstaklega hjá öldruðum, þegar CYMBALTA er gefið með öðrum lyfjum i sama lyfhrifaflokki. Meðferð hætt: Sumir sjúklingar geta fundið fyrir einkennum
þegar meðferð með CYMBALTA er hætt, sérstaklega ef meðferð er stöðvuð skyndilega . Aldraðir: Aðeins eru til takmarkaðar kliniskar upplýsingar um notkun CYMBALTA hjá öldruðum sjúklingum með alvarlegar þunglyndisraskanir. Aldraðir skulu þvi meðhöndlaðir með varúð. Lyf sem innihalda
duloxetirr. Mismunandi lyf sem innihalda duloxetin eru fáanleg við mismunandi ábendingum (alvarlegt þunglyndi sem og áreynsluþvagleki). Forðast skal samhliða notkun á fleiri en einu þessara lyfja. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir. Lyf sem verka 6 miðtaugakerfið. áhættan á gjöf
duloxetins samhliða öðrum lyfjum með verkun á miðtaugakerfið hefur ekki verið metin kerfisbundið nema eins og lýst er i þessum kafla. Þar af leiðandi skal gæta varúðar þegar CYMBALTA er tekið samhliða öðrum lyfjum og efnum sem verka á miðtaugakerfið þar með talið áfengi og róandi lyf (t.d.
benrodiazepin lyf, morfínlík lyf, sefandi lyf, phenobarbital, andhistamin með róandi verkun). Monóamin Oxidasa hemlar (MAO hemlarj. vegna hættu á serótónin heilkenni skal ekki nota CYMBALTA samhliða ósérhæfðum, óafturkræfum MAO hemlum eða innan minnst 14 dögum frá þvi að meðferð með
MAO hemlum var hætt. Miðað við helmingunartíma duloxetins skulu liða minnst 5 dagar frá þvi að meðferð með CYMBALTA var hætt áður en meðferð með MAO hemlum hefst. Fyrir sérhæfða, afturkræfa MAO hemla, eins og moclobemid, er hættan á serótónin heilkenni minni. Samt sem áður er ekki
mælt með samhliða notkun á CYMBALTA og sérhæfðum, afturkræfum MAO hemlum. Serótónin heilkenm: mjög sjaldgæf dæmi eru um serótónín heilkenni hjá sjúklingum sem nota SSRI lyf (t.d. paroxetin, fluoxetin) samhliða serótónvirkum lyfjum. Gæta skal varúðar ef CYMBALTA er gefið samhliða
serótónvirkum þunglyndislyfjum eins og SSRI lyfjum, þríhringlaga þunglyndislyfjum eins og clomipramini og amitriptylini, Jóhannesarjurt (Hypericum perforatum), venlafaxini eða triptan lyfjum, tramadoli, pethidini og tryptophani. Áhrif duloxetins á önnur lyf: Lyf sem eru umbrotin af CYP1A2: i klinískri
rannsókn fundust engin marktæk áhrif á lyfjahvörf teófýllíns, sem or CYP1A2 hvarfefni, þegar það var gefið samtímis duloxetini (60 mg tvisvar á dag). Rannsóknin var framkvæmd hjá körlum og ekki er unnt að útiloka að konur sem hafa minni CYP1A2 virkni og hærri plasmaþéttni duloxetins geti fengið
milliverkanir tengdar CYP1A2 hvarfefnum. Lyf umbrotin af CYP2D6: samtimis gjöf duloxetins (40 mg tvisvar á dag) eykur jafnvægis AUC tolterodins (2 mg tvisvar á dag) um 71% en hefur ekki áhrif á lyfjahvörf virka 5-hydroxy umbrotsefnisins og ekki er mælt með skammtaaðlögun. Ef CYMBALTA er gefið
samhliða lyfjum sem eru aðallega umbrotin af CYP206 skal það gert með varúð ef þau eru með þröngan lækningalegan stuðul. Getnaðarvarnartöflur og aðrir sterar: niðurstöður in vitro rannsókna sýna að duloxetin örvar ekki ensímvirkni CYP3A. Sérstakar in vivo rannsóknir á milliverkunum lyfjanna
hafa ekki verið framkvæmdar. Ahrif annarra lyfja á duloxetin Sýrubindandi lyf og H2 blokkar: samtimis gjöf duloxetins og sýrubindandi lyfja sem innihalda ál og magnesium eða með famotidini hafi engin marktæk áhrif á frásogshraða eða magn duloxetins sem frásogaðist eftir inntöku 40 mg skammts.
Lyf sem hamla CYP1A2: þar sem CYP1A2 tekur þátt i umbroti duloxetins, er liklegt að samhliða notkun duloxetins með öflugum CYP1A2 hemlum auki þéttni duloxetins. Fluvoxamin (100 mg einu sinni á dag), sem er öflugur CYP1A2 hemill, lækkaði greinanlega plasma úthreinsun duloxetins um u.þ.b. 77%
og 6 faldaði AUCO-t. Þvi ætti ekki að gefa CYMBALTA samhliða öflugum CYP1A2 hemlum eins og fluvoxamini. Lyfsem hvetja CYP1A2. Rannsóknir á lyfjahvörfum hafa sýnt að reykingamenn hafa næstum 50% lægri duloxetin styrk I plasma samanborið við þá sem reykja ekki. Meðganga og brjóstagjöf:
Ekki eru fyrirliggjandi nein gögn um notkun duloxetins hjá þunguðum konum. Dýrarannsóknir hafa sýnt skaðleg áhrif á frjósemi við almenna útsetningu duloxetins (AUC) sem var lægra en mesta klíniska útsetningin . Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt Eins og með önnur serótónvirk lyf er
hugsanlegt að nýburinn fái fráhvarfseinkenni ef móðirin tók duloxetin skömmu fyrir fæðingu. Aðeins ætti að nota CYMBALTA á meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur réttlætir hugsanlega áhættu fyrir fóstur. Konum skal ráðlagt að láta lækninn vita ef þær verða þungaðar eða hafa í hyggju að verða
þungaðar meðan á meðferð stendur. Duloxetin og/eða umbrotsefni þess eru skilin út í mjólk hjá rottum. Hegðunaraukaverkanir sáust hjá afkvæmum I eitrunarrannsóknum á rottum sem framkvæmdar voru við og eftir burðarmál. Ekki liggja fyrir neinar rannsóknir á útskilnaði duloxetins og/eða
umbrotsefna þess í brjóstamjólk. Ekki or mælt moð notkun CYMBALTA meðan á brjóstagjöf stondur yfir. Áhrifá hæfni til aksturs og notkunar véla: Þrátt fyrir að samanburðarrannsóknir hafi ekki sýnt fram á að duloxetin skerði hreyfifærni, skilvitlega færni eða minni, getur það valdið syfju. Sjúklingar
skulu þvi varaðir við áhrifum lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar hættulegra véla. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir (510%) sem greint var frá hjá sjúklingum sem fengu CYMBALTA voru ógloði, munnþurrkur og hægðatregða. Aukaverkanir sem komu fyrir marktækt oftar hjá sjúklingum sem
fengu duloxetin en lyfleysu og með 52% tíðni eða hafa mögulega kliniskt gildi eru: minnkuð matarlyst, þyngdartap, svefnleysi, minnkuð kynhvöt, fullnægingarstol (anorgasmia), sundl, svefnhöfgi, skjálfti, óskýr sjón, hitakóf, niðurgangur, uppköst, aukin svitamyndun, ristruflun*, seinkað sáðlát*,
sáðlátsröskun* og þreyta. ‘Aðlagað að kyni Dæmi eru um fráhvarfseinkenni þegar notkun CYMBALTA er hætt. Algeng einkenni, sérstaklega þegar hætt er snögglega, eru sundl, ógleði, svefnleysi, höfuðverkur og kviði. Vitað er að duloxetin hefur áhrif á viðnám i þvagrás. Dæmi eru um
sjálfsvigshugmyndir og sjálfsvigsatferli hjá sjúklingum á duloxetin meðferð eða skömmu eftir að meðferð var hætt. Handhafi markaðsleyfis: Eli Lilly Nederland BV, Grootslag 1-5, NL-3991 RA Houten, Holland. Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis/endurnyjunar markaðsleyfis: 17. desember 2004.
Verð skv. Lyfjaverðskra 1. april 2005. Tryggingastofnun rikisins tekur þátt i greiðslu lyfsins (B-merkt). Cymbalta 30 mg hylki, 28 stk. 3.727 kr. Cymbalta 60 mg hylki, 28 stk. 5.702 kr. Cymbalta 60 mg hylki, 98 stk. 17.320 kr.
Cymbalta®
^duloxetine HCI
j
712 Læknablaðið 2005/91