Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 11.07.2014, Qupperneq 8
 200o 300o 400o 1000 m 500 m 2000 m 1500 m 500o Heitasti staðurinn í sumar! Kvika Verið velkomin í heimsókn í sumar! Krafla: Jarðvarmasýning er opin 10-17 alla daga. Búrfell: Gagnvirk orkusýning er opin 10-17 alla daga. Vindmyllur á Hafinu: Starfsfólk tekur á móti gestum alla laugardaga í júlí, frá 13 til 17. Kárahnjúkastífla: Leiðsögn um svæðið miðvikudaga og laugardaga, frá 14 til 17. www.landsvirkjun.is/heimsoknir Á ferð um Norðurland er upplagt að heimsækja háhitasvæðið við Kröflu og kynnast brautryðjenda– verkefni í vinnslu jarðvarma. Gestastofan er opin alla daga og það er alltaf heitt á könnunni. B eint frá býli er félag heimavinnsluaðila sem var stofnað árið 2008 og innan þess starfa hátt í 100 bændur sem vinna og selja vörur sínar beint frá býli. Tilgangur félagsins er að hvetja til heimavinnslu afurða og vinna að hagsmunum bænda sem hyggjast stunda framleiðslu og sölu á heima- unnum afurðum. „Þetta eru regnhlífarsamtök fyrir bændur sem vilja vinna sínar vörur sjálfir og selja þær beint. Í grunninn getum við sagt að heimavinnslan sé til að hafa ein- hverjar tekjur af afurðum okkar,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtsseli og formaður Beint frá býli samtakanna. „Ef bóndinn leggur lamb inn í sláturhús, tekur það svo aftur út sjálfur og selur það án milliliða, þá fær hann tvöfölt hærri laun fyrir lambið.“ Naut skiptir oft um kyn í stóru sláturhúsunum Guðmundur segir vörur Beint frá býli auk þess tryggja gæði til neytenda þar sem öryggi og rekjan- leiki sé í fyrirrúmi. „Svona heimasala byggist að sjálfsögðu á því að þú gerir þína vöru sem besta svo viðskiptavinurinn komi aftur. Hakkið sem þú kaupir beint frá bónda er til að mynda alveg laust við vatn og kartöflumjöl. Það sem ég sel yfir borðið mitt er kjöt af gripunum mínum sem ég vil sjálfur borða. En þegar kjötið fer í gegnum stórt sláturhús fer allt í hakkið og varan getur breytt um kyn í millitíðinni þrátt fyrir að allt sé stimplað naut. Menn eru auðvitað alltaf að reyna að keyra niður verðið. Fyrir lambakjötið eru til að mynda um 20 eða 30 verðflokkar fyrir kjöt sem fer inn í húsið en ég hef nú aldrei séð nema einn flokk í búðunum.“ Nýtt sláturhús á Seglbúðum Á Íslandi er heimaslátrun ekki leyfð nema afurðirnar séu til eigin nota og ekki til sölu. Kjöt af búpeningi verður að vera af gripum sem hefur verið slátrað í viðurkenndu sláturhúsi og heilbrigðisskoðað. Þróun síð- ustu ára hefur verið sú að sláturhúsum fækkar og þau stækka. Sífellt erfiðara er því fyrir bændur að fylgja vöru sinni eftir. „Það er til að mynda ekkert sláturhús á Vestfjörðum sem þýðir að gripirnir þurfa að ferðast mörg hundruð kílómetra í slátrun. Sú meðferð á skepnum þykir mér taka út yfir allan þjófabálk.“ Guðmundur segir þróunina vera að snúast við vegna aukinnar meðvitundar neytenda. „Fyrsta litla sláturhúsið er að komast á legg núna í haust. Það er á Seglbúðum við Kirkjubæjarklaustur, bænum hans Jóns Helgasonar, fyrrverandi landbúnað- arráðherra, og þeir hafa fengið leyfi fyrir slátrun á um 50 kindum og munu vonandi slátra í haust.“ Aðeins 6 aðilar á landinu kunna að gera skyr Beint frá býli vill einnig hvetja til varðveislu hefð- bundinna framleiðsluaðferða og hefðum í matargerð. „Eins og til dæmis skyrið okkar,“ segir Guðmundur. „Það eru ekki nema sex aðilar á Íslandi í dag sem gera skyr á hefð- bundinn hátt. Sú hefð deyr út ef henni er ekki haldið við. Svo veit ég til þess að þau í Reykkofanum í Mývatns- sveit eru að vinna eftir upp- skrift frá ömmu þeirra. Það er verið að reyna að halda í þetta gamla og koma því inn í þann veruleika sem við sjáum erlendis, þar sem menn eru víða með búðir heima hjá sér. Við erum að koma okkur inn í þetta hægt og rólega.“ Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að nálgast vörur Beint frá býli í sérverslunum eins og Frú Laugu, Melabúðinni og Lifandi markaði en þar að auki er mjög auðvelt að panta heimsendingu á heimasíðu samtakanna: www.beintfrabyli.is Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Engin aukaefni í hakki beint frá býli Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtsseli og formaður Beint frá býli samtakanna, segist aðeins selja það kjöt sem hann myndi sjálfur borða, án allra aukaefna. Auk þess að tryggja gæði vörunnar sé Beint frá býli stimpillinn ávísun á atvinnusköpun, hærri laun til bænda og varðveislu hefða sem séu að deyja út. „Það er til að mynda ekkert sláturhús á Vestfjörðum sem þýðir að gripirnir þurfa að ferðast mörg hundruð kílómetra í slátrun. Sú meðferð á skepnum þykir mér taka út yfir allan þjófabálk.“ Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtsseli og formaður Beint frá býli. Verðdæmi 1 kg. hakk - Beint frá HoltS- Seli: 1400 kr. til SAmAnBurðAr - frá kJötHöllinni: 2298 kr. 1 kg. lund - Beint frá HoltS- Seli: 5200 kr. til SAmAnBurðAr - frá kJötHöllinni: 6878 kr. 1 kg. framfillé - Beint frá HoltS- Seli: 3000 kr. til SAmAnBurðAr - frá kJötHöllinni: 5990 kr. Vanilluís 1 l. - HeimAGerður á HoltSSeli: 1400 til SAmAnBurðAr - frá kJöríS: 668 kr. BeiNt frá Býli merkið tryggir: - Gæði - rekjanleika - milliliðalausa verslun - Heimavinnslu og verndun hefða - kynningu á svæðisbundnum hráefnum 8 fréttaskýring Helgin 11.-13. júlí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.