Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Page 16

Fréttatíminn - 11.07.2014, Page 16
Laugavegi 63 • S: 551 4422 SUMARÚTSALAN HAFIN KLASSÍSK GÆÐAVARA SUMARYFIRH AFNIR - SPAR IKJÓLAR - GA LLAFATNAÐ UR - BOLIR - PILS - PEYSUR OG MARGT FLE IRA 40%-60% afsláttur Stórbrunar í Reykjavík Júlí 2014 1. Skeifan Gríðarlegt tjón í stórbruna hjá Griffli, Fönn, Rekstrarlandi og fleiri fyrirtækjum í Skeifunni 6. júlí. Mat á tjóni liggur ekki fyrir en ljóst að það nemur hundruðum milljóna króna. Júlí 2011 og nóvember 2004 2. Hringrás Endurvinnslufyrirtækið Hringrás við Sundahöfn, tveir stórbrunar 2011 og nóvember 2004. Mikill eldur og reykur þann 12. júlí 2011. Hagstæð vindátt varn- aði því að reykur af brennandi gúmmíi bærist yfir nærliggjandi hverfi. Nóvember 2004 Gríðarleg reykmengun. Reyk sót og eiturgufur lagði yfir nær- liggjandi byggð í bruna 22. nóvember 2004. Um 600 manns við Kleppsveg var gert að rýma heimili sín. Apríl 2007 3. Lækjargata og Austurstræti Rúmlega 200 ára gamalt hús, Austur- stræti 22, gjöreyðilagðist í stórbruna í miðborg Reykjavíkur og Lækjargata 2 sem var reist fyrir meira en 150 árum stórskemmdist. Saman mynduðu þessi hús eina elstu varðveittu götumynd í Reykjavík. Ágúst 2002 4. Fákafen Mikill eldur í verslunar- og lagerhúsnæði við Fákafen 9 þann 7. ágúst. Þar kviknaði í lager verslunarinnar Teppalands. Á annan tug fyrirtækja ráku verslanir eða voru með vörulagera í húsinu, auk þess sem Reykjavíkurborg geymdi þar verk í eigu Listasafns Reykjavíkur. Tjón nam mörg hundruð milljónum króna. Október 2002 5. Laugavegur Eldsvoði við Laugaveg 19. október 2002. Fimm íbúðir í tveimur samliggjandi húsum við Laugaveg eyðilögðust í mesta eldsvoða sem orðið hafði í íbúðabyggð í Reykjavík í áratugi. Mikil sambrunahætta ríkti sökum nálægðar timburhúsa við eldsupptökin. Júlí 1998 6. Lækjargata og Austurstræti Stórbruni varð 30. júlí 1998 þegar hús Nýja bíós á mótum Lækjargötu og Austur- strætis brann. Slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar brennandi loftstokkur féll yfir hann. Janúar 1989 7. Réttarháls Stórbruni 4. janúar er Gúmmívinnustofan eyðilagðist algjörlega auk þess sem sex önnur fyrirtæki sem höfðu starfsemi í húsnæðinu og viðbyggingu þess skemmdust mikið. Tjónið nam hundr- uðum milljóna króna. Október 1975 8. Skeifan Tugmilljóna tjón er eldur kom upp aðfararnótt 29. október í Persíu teppaverslun sem stóð við Skeifuna 11, á sama stað og stórbruninn varð um liðna helgi. Eldurinn komst í gegnum vegg og á verðmætan lager Stillingar. Litlu munaði að stórslys yrði morguninn eftir þegar hluti þaks féll yfir brunarústirnar þar sem aðalvarðstjóri Slökkviliðsins hafði staðið sekúndum áður. Mars 1967 9. Lækjargata Stórbruni varð á horni Vonarstrætis og Lækjargötu. Þar brunnu þar 3 hús til grunna. Stórhýsi Iðnaðarbankans stór- skemmdist í eldinum. Ágúst 1967 10. Borgartún Eldur kom upp í vöruskemmum Eimskips 30. ágúst en þar voru þúsundir tonna af vörum í geymslu. Slökkviliðið barðist við eldinn í rúmlega sólarhring. Eignatjón varð meira en áður hafði orðið í eldsvoða hérlendis. Júlí 1963 11. Rauðarárstígur Stórbruni í gasstöðinni Ísaga 18. júlí. Hættuástand skapaðist vegna gífurlegra sprenginga á staðnum. Miklar skemmdir urðu á húsum í námunda við gasverk- smiðjuna og flúði fólk íbúðir sínar umhverfis hana, enda flugu járn- og steinflykki langar leiðir. Svo mikill var loftþrýstingurinn af sprengingunum að rúður brotnuðu í húsum langa vegu frá brunastað, allt að Snorrabraut og Grettisgötu. Janúar 1962 12. Reykjavíkurflugv. Gamlir herbraggar Loftleiða og Flug- málastjórnar brunnu til kaldra kola 29. janúar. Þar brann varahlutalager Loftleiða, vín- og vörulager. Bruninn varð til þess að Loftleiðir fluttu starfsemi sína til Keflavíkurflugvallar. Febrúar 1944 13. Aðalstræti Hótel Ísland, sem stóð við Aðalstræti á lóð sem síðar var þekkt sem Hallæris- planið, brann aðfararnótt 3. febrúar. Húsið brann til kaldra kola á tveimur tímum. Einn maður fórst. Apríl 1943 14. Laugarnes Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi brann til grunna 7. apríl. Hernámsliðið hafði þá yfirtekið spítalann. Þeir fáu holdsveik- sjúklingar sem enn voru á landinu höfðu nokkru áður verið fluttir á Kópavogshæli. Apríl 1915 15. Miðbær Rvk. Mesti bruni sem orðið hefur í Reykjavík var aðfaranótt 25. apríl 1915, en þá fórust tveir menn í gífurlegu eldhafi sem varð í miðbæ Reykjavíkur þar sem samtals tólf hús brunnu á skammri stundu. Júní 1901 16. Klöpp Mikill eldur og mengun þegar 150 tunnur af steinolíu brunnu 21. júní 1901 í steinolíubyrgi Reykjavíkurkaupmanna skammt frá Batteríinu svonefnda við Klöpp. Eldsmagn var mikið, reykjarsúlu lagði hátt í loft upp og sást hún víða að. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Gríðarlegt eignatjón – jafnvel manntjón Mikið eignatjón – menningar- verðmæti glatast Umtalsvert eignatjón – Rask fyrir íbúa Bruni stakra húsa – mengun 1 4 8 10 11 12 13 14 16 15 3 9 5 7 6 2 Vel mannað og tækjum búið slökkvilið er nauðsyn því reglulega þarf að berjast við bruna – og stundum stórbruna eins og í Skeifunni um síðustu helgi. Tjón getur orðið gríðarlegt í alvarlegum brunum. Hér rifjum við upp nokkra stórbruna í Reykjavík, allt frá upphafi 20. aldar. 16 úttekt Helgin 11.-13. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.