Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Side 27

Fréttatíminn - 11.07.2014, Side 27
Gott. Betra. Bosch. Hjá Bosch er hvert smáatriði gaumgæft. Þess vegna prófar Bosch allar vörur sínar vel og vandlega. Og svo prófa þeir þær aftur. Síðan prófa aðrir þær, til dæmis Råd & Rön og hliðstæðar prófunarstofnanir í löndum víða í Evrópu. Árangurinn? Sigursælt vörumerki! Gæðin endurspeglast af hverju smáatriði. Hæsta einkunn fyrir hraða og viðurkenning fyrir gæði og góða frammistöðu hjá sænska prófunar- og rannsóknarsetrinu Testfakta, september 2013. Uppþvottavél SMU 53M72SK Kæli- og frystiskápur KGN 36AW32 Hrærivél MUM 52120 Hraðsuðukanna TWK 8611 Ryksuga BSGL 52237 Þvottavél WAY 32890SN Spanhelluborð PIE 645F17E Ryksuga BGL 35MOV11 HÆSTA EINKUNN Ap ríl 2 01 3 HÆSTA EINKUNN nó v. 2 01 2 HÆSTA EINKUNN m ar s 20 13 GÓÐ KAUP ap ríl 2 01 3 HÆSTA EINKUNN M aí 2 01 3 HÆSTA EINKUNN se pt . 2 01 3 HÆSTA EINKUNN de s. 2 01 2 HÆSTA EINKUNN m ar s 20 13 fyrir. Svo þurfti ég að panta krana- bíl sem hífði herlegheitin upp á svalir því þetta var á þriðju hæð. Það þurfti að loka götunni í smá- stund því ég var að flytja plötur.“ Þannig að pabbi þinn var alveg jafn heltekinn af þessu eins og þú? „Hann var töluvert verri, því hann hirti allt. Ef einhver var að losa sig við plötur fyrir austan þá var hringt í Viðar Júlí,“ segir Andri sem á ekki langt að sækja söfnun- aráráttuna. „Það var samt mjög mikið af drasli í þessu safni. Einhverjar harmonikkuplötur og þýskar út- gáfur af þekktum popplögum og slíkt. Það fékk alltaf að fjúka.“ Plötusöfnun krefst mikillar þol- inmæði. Oft þarf að leita mjög lengi til þess að finna eitthvað almenni- legt. Sérstaklega þegar maður er með stórt safn. „Oft fer maður á bömmer þegar maður er að leita, en á endanum finnur maður alltaf eitthvað gott. Þá gleymist fljótt tíminn sem fór í það að leita, því að hann getur oft verið langur.“ Hvað með uppröðun á safninu, er stafrófsröðin klassísk eða eru menn að prófa eitthvað annað? „Einu sinni prófaði ég að raða upp eftir stílum, en það er leiðin- legt og flókið. Hvar á ég að setja Black Sabbath? Í 70´s rokk eða bara Þungarokk? Þetta er allt á gráu svæði. Það sem er skemmtilegt við stafrófsröðina er að þá finnur mað- ur Squarepusher við hlið Steppen Wolf. Eykur nýbreytnina.“ Þegar kemur að plötukaupum eru nokkrar plötubúðir á Íslandi. Lucky Records er þar fremst í flokki. Svo eru verslanir eins og Hljómsýn, Smekkleysa og Geisla- diskabúð Valda sem eiga vínyl, ekki má svo gleyma 12 Tónum og Skífunni sem oft eiga góða rekka. En hvar í heiminum hefur Andra fundist best að versla? Hver er besta búðin í heiminum? „Amiba,“ segir Andri strax, næstum með smá lotningu. „Það er plötubúð sem er í San Fransisco og líka í Los Angeles, það er held ég besta plötubúð í heimi. Ég fór í hana í San Fransisco og það var mjög erfitt. Í rauninni alveg hrikalegt. Ég ætlaði bara aðeins að kíkja inn og það var bara sturlun, hausinn á mér fór bara í hringi. Úrvalið er svakalegt, þeir eiga allt. Alveg ótrúlegt, rosalega stór búð, stór salur. Maður labbar ganga fulla af plötum. Súpermark- aður með plötur. Ég varð að setja mér einhverjar hömlur, einhver mörk. Ég gat ekki verið að eyða öllum peningunum mínum né þurfa að flytja fleiri kíló af plötum heim. Gat ekki leyft mér það. Svo ég leyfði mér bara að versla í 7” rekkanum, annars hefði þetta farið út í vitleysu. Það var erfitt að rölta þarna í gegn.“ Sástu þarna eitthvað sem þú hafðir ekki séð áður? „Þetta var áður en Lucky Re- cords opnuðu hér, svo vínyllinn var í smá lægð hérna heima. Þannig að það var nýtt fyrir manni að sjá alla þessa nýju titla sem voru að koma út. Það segir mikið um úrvalið að ég hef aldrei séð annarsstaðar sér DVD Black Metal rekka, en hann er þarna.“ Það eru mikil verðmæti í göml- um vínyl. Hver er verðmætasta platan í safni Andra? „Ég veit það ekki, kannski Icec- ross og Svanfríður, fyrsta platan með Björk sem kom út þegar hún var barn, maður má samt ekki pæla of mikið í því. Þessar þrjár eru svona þær helstu. Annars er þetta alltaf að hækka með hverju árinu. Það er hægt að fá allt fyrir rétt verð.“ Andri á von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni og hann er strax farinn að undirbúa fæð- inguna. „Ég er búinn að kaupa slatta af barna vínyl. Það verður að kenna þeim að bera virðingu sem fyrst fyrir þessu. Ég á 3ja ára stjúpson sem er að ná þessu. Hann veit fátt betra en að sitja upp í sófa og hlusta á Póstinn Pál á vínyl. Velur það fram yfir sjónvarpið, sem er ánægjulegt. Ég er mjög hepp- inn með konu, hún sýnir þessu mikinn skilning og er alltaf voða glöð þegar ég kem heim með nýjar plötur.“ Segir Andri og setur nýja plötu á fóninn. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is viðtal 27 Helgin 11.-13. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.