Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Síða 30

Fréttatíminn - 11.07.2014, Síða 30
Lóa er söngkona í hljóm- sveitinni FM Belfast og lærði mynd- skreytingar í Parsons í New York. GOLD PLATED SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM É g er ekki með neinn lager af hugmyndum. Sumar myndasögurnar mínar eru um eitthvað merkilegt og sumar eru um eitthvað fáránlega ómerki- legt,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýs- dóttir. Fréttatíminn birtir í dag fyrstu myndasögu Lóu sem hér eftir mun teikna vikulega í blaðið. Mynda- söguna er að finna á blaðsíðu 12. Fyrsta myndasaga Lóu í blaðinu mótast af máli málanna síðasta mánuðinn; HM í knattspyrnu. „Þessi saga spratt upp úr því að systir mín var að furða sig á því að ég væri að horfa á HM,“ segir Lóa. Lóa er söngkona í hljómsveit- inni FM Belfast og lærði mynd- skreytingar í Parsons í New York. Hún sendi árið 2009 frá sér bókina Alhæft um þjóðir. Lóa hefur birt myndasögur í ýmsum miðlum og teiknaði hluta teikni- myndaseríunnar Hulli, sem sýnd var á RÚV síðasta haust. „Ég er búin að teikna mánaðarlega fyrir Grapevine í sjö ár og svo hef ég dottið inn í Stúdentablaðið og fleiri miðla,“ segir Lóa sem hefur auk þess teiknað í bækur sem Hug- leikur Dagsson gefur út á Alþjóð- lega myndasögudeginum. „Mér finnst ég vera geðveikt löt en Hugleikur, systir hans og Hauk- ur hjá Grapevine hafa hvatt mig áfram í að gera myndasögur. Mig langar að safna sögum í sarpinn en ég þarf að hafa svona föst verk- efni því ég hef greinilega engan innri drifkraft,“ segir Lóa í léttum dúr. „Það er gott að einhver hafi áhuga á sögunum en fólk má samt ekki senda mér „passive aggres- sive“-tölvupósta þegar það er ekki sammála mér.“ Myndasögur Lóu má skoða á Facebook síðu hennar, Lóabora- toríum. Sjá Síðu 12 Vill ekki fá reiðipósta út af sögunum Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknar hér eftir vikulega myndasögu í Fréttatímann. Hún segist vera löt við að teikna en finnst gaman að fólk hafi áhuga á sögunum hennar. 30 teiknimyndasögur Helgin 11.-13. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.