Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Page 38

Fréttatíminn - 11.07.2014, Page 38
38 hönnun Helgin 11.-13. júlí 2014  Hönnun ÓttHar Edvardsson nýtir rEkavið og annað Efni sEm fEllur til Smíðar húsgögn úr vörubrettum Ótthar Edvards- son, fram- kvæmdastjóri Þróttar, eyðir frístundum sínum inni í bílskúr þar sem hann hannar og smíðar muni og húsgögn úr vörubrettum og rekavið. Hann segir gaman að sjá tréhrúgu verða að verki í stofunni og ekki verra ef aðrir kunni líka að meta það. Þ að er gríðarleg vakning með þetta núna úti um allt. Maður sér það þegar maður „sörfar“ á netinu,“ segir Ótthar Edvardsson. Hann hefur undan- farin ár dundað sér við að smíða húsgögn og ýmsa muni úr vöru- brettum og rekavið. Ótthar er framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Þróttar en notar frístundir í smíðar í bílskúrn- um. Vörurnar selur hann í gegnum Facebook þar sem finna má hann undir ÓE design. „Það hefur alltaf blundað fönduráhugi í mér. Pabbi er mikill safnari og grúskari og hendir engu. Það er ríkt í mér. Þegar ég flutti norður í Skagafjörðinn fyrir þremur árum byrjaði ég að fikta við þetta því þar er allt morandi í rekavið og alls kyns hlutum sem falla til. Einhvern veginn fór ég að sjá alls konar möguleika í þessu,“ segir Ótthar. Hann kveðst vera afskaplega lít- ill sölumaður og fyrst um sinn hafi smíðarnar bara verið fyrir hann sjálfan. „Síðan vatt þetta upp á sig. Ég fór að skoða á netinu og fékk alls kyns hugmyndir og með tíð og tíma eykst færnin líka. Svo fór fólk að hvetja mig til að gera eitthvað meira með þetta,“ segir Ótthar en hann var duglegur að gefa fólki í kringum sig handverk sitt. „Já, það var vinsælt að fá okkur í veislur. Fólki finnst gaman að fá hand- unnar gjafir.“ Hvað smíðarðu? „Ég byrjaði að smíða úr reka- við. Hann tekur á sig alls konar myndir og býður upp á ýmsar út- færslur. Svo fór þetta að færast yfir í brettin. Ég smíða ýmislegt; borð- stofuborð, konsúmborð, skilti og kertastjaka sem ég held mikið upp á. Að sjá tréhrúgu verða að verki í stofunni gefur manni mikið en það er líka gaman þegar öðru fólki finnst þetta flott.“ Þú hafðir nægan efnivið fyrir norðan. Hvernig gengur þér að finna efni hér í borginni? „Það er aðeins meira vesen, sko. Ég var eiginlega eins og krakki í nammibúð fyrir norðan. Ég er bú- inn að gera þegjandi samkomulag við nokkrar búðir um vörubretti en ég nýti bara bretti sem eru ekki seld. Það er fullt af hlutum sem hægt er að nýta sem er hent hvort eð er.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Ótthar Edvardsson smíðar húsgögn og muni úr vörubrettum og rekavið. Konan hans hjálpar honum við að selja munina og bræður hans, pabbi og börnin taka þátt í smíðunum. Ljósmyndir/Hari Sófaborðið hjá Ótthari er úr vörubrettum og hann hefur betrekkt einn vegg úr sama við. Glæsilegur bekkur í forstofunni hjá Ótt- hari og fjölskyldu.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.