Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 11.07.2014, Qupperneq 54
T Ú R I S T I Einfaldari lEit að ódýrum hótElum í útlöndum Leitaðu og berðu saman tilboð á hótElum út um aLLan heim og skoðaðu úrvaLið af sérvöLdum gististöðum, orLofsíbúðum og gistiheimiLum fyrir næstu utanLandsferð á túristi.is. Lesendur okkar fá einnig regLuLega sérkjör á gististöðum út í heimi.  Myndlist systkini sýna í sögusetrinu Tileinka föður sínum sýninguna Systkinin Guðrún og Kalman le Sage de Fontenay opna myndlistasýn- inguna Sýn / Vision í Sögusetrinu Hvolsvelli, á laugardaginn, 12. júlí klukkan 17. Guðrún er grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, útskrifaðist þaðan 1989. Á sýning- unni sýnir Guðrún landslagsmynd- ir sem unnar eru með olíu á striga. „Náttúran er tilviljunarkennd og óút- reiknanleg, í raun skipuleg óreiða. Ég vil ekki binda mig ákveðnum formum úr náttúrunni eða ákveðn- um stöðum heldur snýst þetta um tilfinningu sem ég reyni að fanga.“ Kalman er grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, útskrifaðist þaðan 1988. Hann sótti námskeið í listum við University of Washington State Art dep. 1985-86. Stúdent af myndlista- sviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1983. Á sýningunni sýnir Kalman myndir unnar með vatnslitum sem og myndir unnar í tölvu. „Tölvan er miðill sem listamenn hafa í auknum mæli notað og er á ensku talað um „Photo manipula- tion“ sem væri hægt að útskýra með því að segja að listamaðurinn noti tölvuna sem blýant, pensil og liti. Þessi sýning er tileinkuð föður okkar, Jean Robert Edouard le Sage de Fontenay, sem lést 12. júlí 1987.“ Jean var mikill unnandi lista, ís- lenskrar náttúru, sögu og menn- ingar. Á yngri árum málaði hann myndir í abstrakt stíl bæði í olíu og vatnslit. Hann var frumkvöðull á sviði ræktunar, uppgræðslu og fóðurfram- leiðslu í Rangárþingi eystra. Jean kom að stofnun Stórólfsvallabúsins þar sem hann var farsæll bústjóri í áratugi. Guðrún og Kalman hafa bæði unn- ið sem grafískir hönnuðir um árabil. Hún á auglýsingastofunni Pipar/ TBWA og hann á RÚV. Sýningin í Sögusetrinu á Hvols- velli stendur til sunnudagsins 17. ágúst. -hf Systkinin Guðrún og Kalman le Sage de Fontenay. Strákarnir í Dúndurfréttum gerðu allt vitlaust í Hörpu í mars þegar þeir fylltu Eld- borgarsalinn í þrígang og fluttu The Wall eftir Pink Floyd. Nú hyggjast Matti Matt og félagar gefa tónleikana út á DVD og geisladiski en til þess að það geti orðið að veruleika leita þeir til aðdáenda sinna um fjármögnun. H ljómsveitin Dúndurfréttir hélt í marsmánuði þrenna hljómleika í Eldborgarsal Hörpu þar sem meðlimir hennar fluttu meistaraverkið The Wall eft- ir hljómsveitina Pink Floyd í heild sinni. Með Dúndurfréttum var 35 manna sinfóníuhljómsveit sem Bernharður Wilkinsson stýrði, 30 manna kór Hljómeyki og 20 krakk- ar úr Skólakór Kársnesskóla. Þegar mest lét voru yfir 90 manns á svið- inu. „Tónleikarnir áttu upphaflega bara að vera í þetta eina skipti en þegar miðasalan fór af stað þá sáum við strax að við þyrftum að fjölga tónleikunum,“ segir Matthías Matthíasson, einn meðlima Dúnd- urfrétta. Tónleikarnir urðu þrenn- ir á tveim dögum og voru rúmlega fjögur þúsund manns sem upplifðu eina stærstu tónleikauppsetningu sem sett hefur verið upp í Eldborg. „Við ákváðum að taka þetta upp, bæði hljóð og mynd. Fyrst og fremst bara fyrir okkur sjálfa til þess að eiga og jafnvel senda til útlanda. Gæðin voru bara svo mikil og stemningin skilaði sér svo vel á upptökurnar að núna langar okkur hreinlega til þess að gefa þetta út. Bæði á DVD og geisladiski,“ segir Matti. Það kostar sitt að gefa svona efni út og Matti og félagar hafa kosið að fjármagna útgáfuna í gegnum Karolinafund. Það virkar þannig að markmið er sett og því þarf að ná á ákveðnum tíma. Á þeim tíma legg- ur fólk verkefninu lið með að leggja mismunandi upphæðir með kredit- korti í verkefnið. Ekki er gjaldfært af kortinu fyrr en ljóst er að mark- miði fjármögnunarinnar er náð. Ef það næst hins vegar ekki verður ekki gjaldfært það sem fólk lagði til og því er engin áhætta á því að fólk borgi í verkefni sem ekki verður af. „Við eigum rúmlega þrjár vikur eftir af tímanum og viljum biðla til allra um hjálp. Hvort sem það er fólk sem var á tónleikunum, þeir sem hafa áhuga á músík eða fólk sem hefur fylgt okkur í gegnum tíðina,“ segir Matti en Dúndurfréttir fagna 20 ára afmæli á næsta ári. „Þeir sem leggja verkefninu lið fá eintök af tónleikunum, allt frá venju- legri útgáfu upp í árituð eintök og nafnið sitt á þakkarlistanum. Þetta gæti orðið mjög persónuleg eign,“ segir tónlistarmaðurinn. Þeir sem hafa áhuga á að leggja verkefninu lið finna það á www.kar- olinafund.com undir nafninu Dúnd- urfréttir.  tónlist HljóMsveitin dúndurfréttir safnar fyrir útgáfu á karolinafund Gefa goðsagnarkennda The Wall-tónleika út á DVD Strákarnir í Dúndurfréttum héldu þrenna frábæra tónleika í Eldborgarsal Hörpu þar sem þeir fluttu The Wall í heild sinni. Nú stefna þeir að því að gefa tónleikana út. 54 menning Helgin 11.–13. júlí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.