Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.07.2014, Qupperneq 57

Fréttatíminn - 11.07.2014, Qupperneq 57
H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Í Bíó Paradís við Hverfisgötu er starfræktur flóamarkaður í sumar. Starfsfólk bíósins skiptir því á milli sín að sjá um þetta skemmtilega fram- tak. „Hugmyndin kviknaði síðasta sumar þegar það var minna að gera í bíóinu, það fara færri í bíó á sumrin,“ segir Bergur, starfsmaður Bíó Paradís. „Við vorum með markað allt síðasta sumar og núna eru tveir markaðir komnir það sem af er sumri. Þetta er annan hvern laugar- dag frá klukkan 12 til 18. Það má hver sem er leigja borð hjá okkur, það kostar 3000 krónur fyrir annan daginn en 5000 krónur ef báðir dagarnir eru teknir. Fólk hefur verið að selja allt milli himins og jarðar, allt frá geisladiskum upp í húsgögn. Poppvélin er svo í gangi, kaffi á könnunni og aðrar veit- ingar, svo þetta er allt saman mjög skemmtilegt.“ Starfsfólk bíósins segir að viðtökurnar séu það góðar að það líti út fyrir að markaður- inn sé kominn til þess að vera. „Já það er búið að bóka borð fram í tímann hjá okkur, svo þetta verður bara áfram. Það er þó hægt að panta borð og það skiptir engu máli hvað fólk er að selja, allir eru velkomnir.“ Næsti flóamarkaður verður laugardaginn 19. júlí og hægt er að panta borð í gegnum tölvupóstfangið biomarkad- ur@gmail.com. -hf Samband texta og tóna Sópransöngkonan Margrét Hrafnsdóttir og píanóleikarinn Hrönn Þráinsdóttir halda tónleika í safni Sigurjóns Ólafssonar í Reykjavík þriðjudagskvöldið 15. júlí. Á efnisskránni verða söng- lög eftir m.a tónskáldin Gustav Mahler, Franz Liszt og Richard Wagner við ljóð Franz Werfel, Mathilde Wesendonk, Viktor Hugo og fleiri. Ýmislegt kemur í ljós þegar grafið er í sögu tónlistarinnar. Sé rýnt ofan í tóna og texta má ímynda sér undir hvaða áhrifum tónskáldið – og textahöfundar hafa verið er þeir sömdu sín verk. Þekkt dæmi eru um að tónskáld áttu í ástarsamböndum við ljóð- skáldin og leituðu til þeirra – kannski einmitt til að fá uppljóm- un eða hugmynd. Þessi efnisskrá býður áheyrendum að rýna nánar í samband texta og tóna. Margrét Hrafnsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir hafa unnið saman síðan 1998. Þær námu báðar við ljóðadeild Tónlistarháskólans í Stuttgart og hafa þær haldið fjölda ljóðatónleika hér heima, í Þýska- landi og á Ítalíu. Efnisskrár þeirra eru metnaðarfullar og oft eru kventónskáld höfð í fyrirrúmi og verk sem heyrast sjaldan. Aðgangseyrir er 1500 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 20. Flóamarkaður í Bíó Paradís menning 57 Helgin 11.–13. júlí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.