Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 62

Fréttatíminn - 12.12.2014, Page 62
Meiri fita – lengri lömb É Ég komst bara eina ferð, að vísu með fjór- ar kótelettur í raspi, Ora grænar baunir, rauðkál, karlasalat (þetta með majónes- gumsinu), maísbaunir, brúnaðar kartöflur, rabarbarasultu og brúna sósu út á. Diskur- inn var kúfaður. Sumir fóru tvær ferðir og nokkrir þrjár. Það eru þrekmenn, einkum þeir sem slepptu brúnu sósunni og skelltu bræddu smjöri – eða smjörlíki – út á. Ég treysti mér ekki í þá útgáfu enda aldrei verið sterkur í smjöráti. Allt í kringum mig voru karlar, engar konur. Þeir voru að borða karlamat og bættu um betur þegar að eftirréttinum kom. Þá var boðið upp á kokteilávexti úr dós og ís. Sumir hefðu kannski kosið þeytt- an rjóma með en ísinn var látinn duga. Þetta var matur eins og við borðuð- um í gamla daga, kaloríuríkur, fitandi og svakalega góður. Karlarnir rumdu af gleði. Sennilega fá þeir sjaldan kótelettur í raspi og allt sem þeim tilheyrir. Þarna voru samankomnir sæbarðir höfðingjar úr Kótelettufélagi togarajaxla, vinir þeirra og gestir, líklega um 150 manns á efstu hæð, þeirri tuttugustu, í Turninum í Kópavogi. Félagi minn, einn gömlu togarajaxlanna, hnippti í mig þegar ég hafði klárað af disk- inum, gert bærilega að beinunum og hent þeim á beinadisk, og lagði til að við færum aðra ferð. Mér sýndist hann hafa klárað svipan skammt og ég. Óskin var fróm enda voru aðrir karlar í salnum á ferð fram og til baka til að fylla á, án þess að við værum beinlínis að telja ferðirnar. Mér leist ekki á aukaferðina, var satt best að segja saddur eftir kóteletturnar fjórar og meðlætið – og átti eftir að fara í kokteilávextina. Það vildi mér til happs að félagi minn var truflaður með samtali rétt í þann mund er við vor- um að fara af stað eftir nýjum kótelettu- skammti. Það spjall tók það langan tíma að í millitíðinni voru diskarnir teknir af borðinu okkar. Félagslegur þrýstingur hefði nefnilega valdið því að ég hefði orðið að fara aðra ferð, annað hefði vart verið talið ásættanlegt og hreinlega merki um aumingjaskap. Slíkan stimpil vill enginn fá á sig á herrakvöldi Kótelettufélags tog- arajaxla. Minn ágæti vinur sem fékk mig með sér á herrakvöldið er vanur kótelettumaður. Í fyrsta lagi var hann á síðutogaranum Haf- liða frá Siglufirði á sínum tíma – og át þar sinn skammt af kótelettum hjá skipskokkn- um. Í annan stað er hann meðal innstu koppa í búri þeirra togarajaxla sem stofn- uðu Kótelettufélag togarajaxla í Reykja- vík en þeir búa flestir á höfuðborgarsvæð- inu, þótt tengsl eigi þeir við Siglufjörð og sjálfsagt flestir Siglfirðingar að uppruna. Í þriðja lagi bauð hann mér og fleiri góðum gestum á kótelettukvöld Kótelettufélags Siglfirðinga í liðnum september, eins og fram hefur komið í pistli hér í Fréttatím- anum. Það var ógleymanleg stund, kóte- lettur svo raspaðar og feitar að unun var að, auk þess sem Siglfirðingarnir héldu okkur magnaða skemmtun með söng og dansi. Kótelettufélag togarajaxla, sem bauð upp á hina herlegu veislu í Kópavogsturn- inum í síðustu viku, var stofnað af Hafliða- guttum, fyrrverandi sjómönnum á síðutog- aranum Hafliða frá Siglufirði. Þeir þurftu kjarnmikinn mat í volkinu á sínum tíma enda kalsamt að standa í aðgerð á opnu dekki í hvaða veðri sem var. Það var því mikilvægt að komast í eitthvað gott og það besta sem kokkurinn bauð upp á voru kóte- lettur í raspi og kokteilávextir í eftirrétt. Vegna þessa þróaðist með Hafliðagutt- unum einfaldur matarsmekkur þar sem aðeins er valið það besta. Kótelettur skulu það vera, lúbarðar í raspi, ekki fituhreins- aðar. Hafliðaguttarnir hafa elst og þroskast – og vaxið á ýmsa kanta eins og gefur að skilja. Vandi þeirra er, eins og margra annarra, að kótelettur í raspi hafa mikið til horfið af matarborðum nútímans, þykja sennilega of feitur matur og óhollur enda er kótelettunum velt upp úr fitu í steik- ingu og raspurinn safnar vel í sig. Nú tíðk- ast fremur að bera fram hnetusteik með brokkólí, baunaspírum og linsubaunum, kvenvænan mat. Karlarnir sáu því sitt óvænna og stofn- uðu félag um kótelettuát. Fundir hafa verið árlegir og sífellt fleiri sækja í átið, enda voru fráleitt eins margir á Hafliða SI á sínum tíma og komu í Turninn. Hagnað af samkomunum hafa þeir nýtt til að láta smíða listafögur líkön af horfnum síðutog- urum sem á sínum tíma færðu björg í bú í hverju sjávarplássi. En ekki nóg með það. Félagið er jafnframt hugsjóna- og framfara- félag og auk þess að beita sér fyrir því að Íslendingar viðhaldi þeim sið að éta feitt kjöt, ekki síst kótelettur í raspi, berst það fyrir breyttu sauðfé. Verði kótelettukörl- unum ágengt í baráttu sinni óttast þeir nefnilega að kótelettuskortur verði í land- inu nema brugðist verði við skjótt. Því sendi Kótelettufélag togarajaxla ályktun til Búnaðarþings nú í haust þar sem því var komið á framfæri að það væri göfugt markmið Bændasamtakanna að stuðla að ræktun sauðfjár með lengri hrygg. Þannig mætti fjölga kótelettum! Svo vel vildi til að meðal gesta kótelettu- karlanna í Turninum voru bæði forsætis- ráðherra og landbúnaðarráðherra. Þetta eru þeir ráðamenn þjóðarinnar sem hvað helst berjast fyrir viðhaldi hins þjóðlega en eru um leið framfarasinnaðir þegar að landbúnaðarmálum kemur. Því má búast við því að skjótt verði við brugðist og fé ræktað í framtíðinni þannig að hryggur þess lengist. Landbúnaðarráðherrann er dýralæknir, svo ekki þarf langt að leita sér- þekkingar á sauðkindinni. Kótelettufélögum fjölgar nú á landinu. Auk félaganna í Reykjavík og á Siglufirði hafa Vestmannaeyingar stofnað sitt kóte- lettufélag. Heyrst hefur að draumur þeirra allra hörðustu sé að stofna Landssamband kótelettufélaga og halda í kjölfar þess ær- lega matarorgíu í Laugardalshöllinni. Fyrst þarf þó líklega að lengja lömbin um fjórðung, eða svo. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 01.12.14 - 07.12.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Náðarstund Hannah Kent Kamp Knox Arnaldur Indriðason Sveitin í sálinni Eggert Þór Bernharðsson DNA Yrsa Sigurðardóttir Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson Ljónatemjarinn Camilla Läckberg Skálmöld Einar Kárason Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson 62 viðhorf Helgin 12.-14. desember 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.