Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR / MAGABOLSBÓLGA Ályktun: Sterkar líkur eru á því að H. pylori eigi þátt í myndun magabolsbólgu og tengdum fylgi- kvillum í stórum hluta okkar sjúklinga. Hugsanlegt er að gildi saltsýruvaka segi til um vefjafræðilega stigun magabolsbólgu. Ekki fundust tengsl við skjaldkirtilsmótefni. Inngangur Magabólga er algengt vandamál og má búast við að um það bil 10% fullorðinna fái einkenn- agefandi magasár einhvern tíma á ævinni (1). Undirliggjandi orsök sárs er bráð eða langvinn bólga í slímhúð magans. Líkur eru á að eftir að sár greinist fylgi langur tími þar sem sjúklingur hefur einkenni frá meltingarfærum með hléum. Talið er að allt að 90% skeifugarna- og magasára hjá sjúk- lingum sem ekki eru á bólgueyðandi gigtarlyfjum komi til vegna langvinnrar magabólgu orsökuð af Helicobacter pylori (H. pylori) (1). Oftast leggst bólga og sárasjúkdómur á forhelli magans (antr- um) eða skeifugörn. Hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á orsökum og myndun magabólgu. Flestar takmarkast þó við breytingar í neðri hluta magans og skeifugörn. Nokkrar sjúkdómsmyndir tengjast bólgu í miðhluta magans en líklegt er að þær bólgur séu tengdar uppkomu bólgu í forhelli. Vel er þekkt sú gerð magabólgu sem sleppir for- helli magans og leggst einkum á magabol (corp- us) og er af völdum sjálfsnæmingar (autoimmune gastritis). Lengi vel hefur magabolsbólga með visnun (atrophic corpus gastritis) verið talinn sjálfsnæming þar sem myndast mótefni gegn salt- sýrufrumum magans. Síðast liðin ár hefur færst í vöxt að rannsaka sérstaklega bólgu í magabol með tilliti til tíðni, orsaka og greiningarprófa. Nú er vel þekkt að H. pylori eigi þátt í meingerð á lang- vinnri magabólgu og svo síðar meir visnun á slím- húð magans (2-4), hjá allt að helmingi sjúklinga ef ómeðhöndlaðir (5). Þetta hefur svo að öllum líkindum í för með sér aukna hættu á magakrabba- meini (6-8). Rannsóknir hafa sýnt að um þriðj- ungur sjúklinga með magabolsbólgu með visnun hafi H. pylori sýkingu á vefjasýni (2). 50%-80% sjúklinga með magabolsbólgu auk visnunar hafa merki sýkingar einungis í sermi (9,10) en allt að 2/3 þessara sjúklinga hafi einhver merki H. pylori sýkingu, vefjafræðilega og/ eða í sermi (9). Einnig hafa rannsóknir sýnt að sjúklingar með magabols- bólgu auk visnunar hafi hátt fastandi saltsýruvaka og saltsýrufrumumótefni í sermi (2, 9,11) og enn- freniur að breytingar á bólgu og magavisnun geti gengið til baka svo og starfræn próf ef H. pylori sýking er meðhöndluð (2,12-15). Margir sjúklingar fá greininguna magabols- bólga og hafa erlendar rannsóknir sýnt að allt að 25% sjúklinga sem fara í magaspeglun fái þessa greiningu (2,11). Margir þessara sjúklinga frá hins vegar ekki einkenni fyrr en járn og B12 skortur kemur fram með lilheyrandi blóðleysi. Talið er að ferlið geti tekið allt að 20-30 ár og greinast sjúklingar því oft seint (16). Markmið þessarar rannsóknar var að skoða sjúkling með greining- una magabolsbólga með tilliti til áhættuþátta hér á landi og tengsl þeirra við breytingar á slímhúð magabols. Efniviður og aðferðir Sjúklingar voru valdir inn í rannsóknina úr tölvu- skrá vefjasýna sem komu á árunum 1994-98 á meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri (FSA). Um var að ræða vefjasýni frá magabol. Þurftu sýnin að uppfylla greininguna langvinn bólga samkvæmt Lykilbók Snowmed P-1340 T-63500 M (M, morphology) eða númer 40000, 42100, 43000, 58000, 58010, 73320 (tafla 1) auk Tafla 1. Úr lykilbók Snowmed. P1340 Biopsy Endoscopic T63500 Stomach Corpus IVI40000 Inflammation NOS M42100 Innflammation, active, chronic M43000 Inflammation, chronic, nos M58000 Atrophy-nos M58010 Atrophic Gastritis (primary atrophy) M73320 Metaplasia Intestinal vefjaskilmerkja Sydney (29). Skilmerki fyrir maga- bolsbólgu var djúpsækin langvinn bólgufrumuíferð í slímhúð magans, með eða án visnunar eða vefja- ummyndun. Sýni frá 172 sjúklingum uppfylltu ofangreind skilyrði. Sjúklingum var boðin þátttaka í rann- sókninni á árunum 1999-2001.108 sjúklingar sam- þykktu að taka þátt, 64 sjúklingar voru ekki not- aðir í rannsóknarniðurstöður meðal annars vegna: fyrri aðgerða á maga (11), einstaklingar látnir (19), blóðsýni skiluðu sér ekki (8), vefjasýni reyndust of yfirborðslæg eða bólgan einungis grunnsækin (13), það náðist ekki í sjúklinga (6) eða sjúklingar vildu ekki taka þátt (7). í öllum þátttakendum var mælt í sermi saltsýru- vaki (viðmiðunarmörk < 80 ng/L), saltsýrufrumu- mótefni og skjaldkirtilsmótefni. Til greiningar á H. pylori sýkingu var gert Urea breath test (Iris 13 c Breath Analyzer Wagner Bremen), CLO test (Ballaed medical products, Utah, USA) og mæld mótefni gegn H. pylori í sermi (Elisa sýkladeild Landspítala). Sjúklingur var álitinn vera með H. pylori sýkingu ef eitt eða fleiri þessarra prófa voru jákvæð. Mótefnamælingarnar eru framkvæmdar 14 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.