Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAÞRENGSLI læknisfræðilegri myndgreiningu og þræðingarnið- urstöðum sem átta hjartalæknar mátu. Við þennan samanburð var notast við líffræðilega skiptingu kransæðatrésins í 14 æðahluta (mynd 4) (9). Sam- tals var möguleiki á að bera saman þrengsli í 616 kransæðahlutum, en 23 æðahlutum var sleppt í lokaúrlestri þar sem myndgæði TS-rannsóknar- innar töldust óviðunandi. Þannig byrgðu miklar kalkanir sýn í 17 æðahlutum, þar af tilheyrðu 14 sama einstaklingi og var öll rannsókn hans dæmd ófullkomin. í tveimur æðahlutum voru stoðnet sem ollu myndskemmdum og hreyfióskerpa eyði- lagði aðra fjóra. Þeir 593 æðahlutar sem að lokum voru bornir saman eftir úrlestur beggja rannsókna voru stigaðir á eftirfarandi hátt: Eðlilegur hluti = 1 stig minni en 30 % þrengsli = 2 stig 30-49% þrengsli = 3 stig 50-70% þrengsli = 4 stig meiri en 70% þrengsli = 5 stig lokaður æðahluti = 6 stig Rannsóknin var gerð með samþykki Persónu- verndar og Vísindasiðanefndar. Endurmat á úrlestri Gert var endurmat á úrlestri í þeim tilvikum þar sem misræmi var milli TS-rannsóknar og hjarta- þræðingar á því hvort marktæk kransæðaþver- málsþrengsli (s 50%) væru til staðar. Endurmat rannsóknanna var gert sameiginlega af sérfræðingi í hjartasjúkdómum og sérfræðingi í læknisfræði- legri myndgreiningu. Misræmi kom fram í 26 æða- hlulum (4,4%) hjá 14 einstaklingum, fjórir voru konur (meðalaldur 64 ár; aldursbil 56 til 68 ár), og tíu karlar (meðalaldur 70 ár; aldursbil 57 til 78 ár). Meðalaldur þeirra sem endurmat var gert hjá reyndist hærri en hjá öðrum í rannsóknarhópnum (68 á móti 60 ár). Einnig voru endurmetnar mynd- ir þeirra einstaklinga sem greindust með slagæða- fitu á TS-rannsókn. Niðurstöður Kalkbreytingar í kransœðum: Helstu niðurstöður eftir úrlestur TS-mynda fyrir þá 150 einstaklinga sem voru í heildarþýðinu eru sýndar á mynd 2. Þar kemur fram að nokkuð áberandi munur er á sjúk- dómsgreiningu eftir kransæðum. Algengasta sjúk- lega breytingin er kalkanir í æðaveggjum, oftast í vinstri framveggskvísl, sem fer vaxandi með aldri og er einnig háð kyni (mynd 3). I aldurshópnum 55 ára og yngri sást kalk í kransæðunr hjá 56% af körlun- um en aðeins hjá 4% af konunum (p<0,001). I hópi 60 ára og eldri var algengi kalks hins vegar hækkað í 96% hjá körlum og 71% hjá konum (p=0,025). Marktœk kransæðaþrengsli: Við afturvirkan % Aldur * Karlar ■Konur —Log. (konur)— Log. (karlar) Mynd 3. Tengsl aldursliópa og hlutfalls (%) karla og kvenna í viðkomandi hópi er greindust meö kalk í kransœðum með tölvusneiðmynda rannsókn. Mynd 4. Númeraðir œðahlutar kransœða sem voru skoðaðir. A: hœgri kransœð. B: vinstri kransœð. Niðurstöður œðahluta 4 og 15 voru sameinaðar þar sem aðeins fjórir einstaklingar höfðu ríkjandi vinstri kransæð. samanburð sáust við hjartaþræðingu yfir 50% æða- þrengsli í 29 svæðishlutum. Þar af voru 17 svæðis- hlutar yfir 2,0 mm í þvermál og af þeim greindust yfir 50% þrengsli í 14 á TS-rannsókn (83%). Við TS-rannsókn greindust til viðbótar fjögur þrengsli sem voru yfir 50% í svæðishlutum með þvermál yfir 2,0 mm sem ekki sáust á kransæðamynd við hjartaþræðingu. Heildarniðurstaða fyrir samanburð á TS-rann- sóknum og hjartaþræðingum eftir fyrsta úrlestur og samlagningu stigafjölda sérhvers æðahluta kemur skýrar fram á mynd 5. Ákveðinn mismunur kemur fram við mat á einstaka meginkvíslum og æðahlutum og á það sér mismunandi skýringar. Hœgri kransœð: Ófullkominn úrlestur var algengastur fyrir hægri kransæð og almennt van- mat TS-rannsóknin ástand hægri kransæðar í samanburði við niðurstöðu hjartaþræðingar. Eins og fram kom í úrlestri upphaflega þýðis þeirra 150 sem fyrstir fóru í TS-rannsókn voru mynd- skemmdir algengastar í hægri kransæð. Ófull- Læknablaðid 2006/92 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.