Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HAGSÆLD OG HAMINGJA Opnunarerindi Læknadaga 2005 Heilsa, hagsæld og hamingja íslensku þjóðarinnar Snorri Ingimarsson Tilvísanir í greininni eru í myndir sem er að finna á heimasíðu Læknablaðsins. Arnór er gigtarlæknir og Snorri geðlæknir á Landspítala. arnor@landspitali. is Meginhlutverk lækna er að stuðla að og varð- veita heilsu. Með því að fyrirbyggja heilsutjón og halda niðri eða lækna sjúkdóma hafa læknar sýnt í verki ásetning sinn til að bæta heilsu fólks. En orðið heilsa getur haft víðtækari merkingu. Samkvæmt íslenskri orðsifjabók er heilsa jafngildi heilbrigðis, gæfu, sáluhjálpar og þess að vera heill. Allt eru þetta eftirsóknarverð gæði sem flestir von- ast eftir að halda eða öðlast. En í hverju felst betri heilsa? Felst hún í langlífi, lífi án þjáninga, fjár- hagslegri hagsæld, í hamingju, í því að geta unnið eða í einhverju allt öðru? Hverjar eru mælistikur góðrar heilsu? Sennilega er ekkert eitt rétt svar við þessum spurningum sem þó eru svo mikilvægar og ættu að lita alla umræðu okkar lækna og þjóð- félagsins í heild þegar ákvarðanir eru teknar um heilsubætandi stefnumótun. Hjá hinu opinbera er algengast að heilsa sé metin með heilbrigðistölfræði. Samkvæmt slíkum mælingum komum við íslendingar býsna vel út í samanburði við nágrannalöndin og aðrar þjóðir fjær og við erum oftast við toppinn eftirsókn- arverða. Endurspeglist góð heilsa í vellíðan og hamingju geta íslendingar einnig brosað breitt því í slíkum mælingum komum við einnig vel út. Það virðist því fátt benda til þess að þörf sé á að hafa áhyggjur af heilsu og velferð þjóðarinnar. Engu að síður heyrast óánægjuraddir hjá þegnum landsins og læknar finna fyrir auknu álagi í starfi sínu. f eftirfarandi pistli birtast hugleiðingar okkar um heilsu íslensku þjóðarinnar í víðum skilningi þess orðs. Heilbrigði þjóðarinnar hefur tekið slíkum stakka- skiptum síðustu öld að erfitt er að gera sér í hugarlund heilsufar fólks hér áður. Heilsutjóni og fjölmörgum banvænum sjúkdómum hefur nán- ast verið útrýmt með markvissum slysavörnum, heilsuvernd, tilkomu læknismeðferða og aukinni hagsæld þjóðarinnar. Nægir þar að nefna árang- ur í meðferð bráðra sýkinga (1), berkla (2) og fækkun dauðsfalla vegna slysa (3). Nýburadauði hefur lækkað úr um 12% um aldamótin 1900 í 0,4% nú (4). Samhliða þessum framförum hafa ævilíkur við fæðingu tvöfaldast á hundrað árum (5). Athyglisverl er að samkvæmt spá Hagstofu íslands fram til 2040 er ekki búist við að ævilíkur íslendinga aukist mikið frá núgildi (6). Auk lengri ævi hafa gæði þess lífs á margan hátt breyst. Til dæmis voru margir hér áður fyrr lagstir í kör vegna skemmdra mjaðma og hnjáliða, aðrir einangraðir vegna daprar sjónar eða heyrnarleysis og geðveikt fólk utanveltu við samfélagið. Sambærilegar fram- farir hafa orðið í gigtlækningum (7), krabbameins- lækningum (8) og í baráttunni við hjartasjúkdóma (9). í dag eru árlega framkvæmdar á sjöunda hund- rað mjaðma- og hnjáliðaskiptaðgerðir og um 40% áttræðra og eldri hafa gerviaugastein. Hágæða heyrnartæki ásamt meðhöndlun heyrnardeyfandi sjúkdóma hefur nánast útrýmt þeirri einangrun og einmanakennd sem Beethoven og forverar okkar upplifðu. Meðferð og önnur úrræði fyrir geðfatl- aða hafa gjörbreytt hlutskipti þeirra í lífinu. Þá sem skráðu Nýja testamentið fyrir nær 2000 árum hefur sennilega ekki rennt í grun að „krafta- verkin“ þar sem blindir fengju sýn og haltir gengju á ný yrði daglegt brauð hjá þegnum velmegandi þjóða 21. aldarinnar. Nútíminn hreyfist með ógnar hraða og viðhorf og væntingar fólks breytast með. Það sem áður þótti kraftaverk þykir allt að því sjálfsagður hlutur í dag. Það sem „maður á rétt á“. Gamall bóndi fór árið 1985 í gerviaugasteinsað- gerð. Hann fékk sjón á ný og efndi heit það sem hann gaf fyrir aðgerðina: Færði augnlækninum gæðing að gjöf. Fyrir bóndann var það kraftaverk að fá sýn í annað sinn. Aður vonuðust sjúklingar til að þeir lifðu lengi og héldu heilsu, í dag vænta þeir þess. Hagsæld íslensku þjóðarinnar hefur aukist feikna- mikið síðustu 100 árin (10). Áður var almenn menntun ónóg, heilbrigðisþjónusta takmörkuð, atvinnuhættir fornir, framleiðni einhæf (11), at- vinnutækifæri fá (12) og opinber stuðningur lítill. Dauðsföll splundruðu fjölskyldum og lögðu í rúst framtíðardrauma margra um menntun og störf. Síðan er eins og þjóðin fái hlutverk í ævintýri. Hún rís upp úr öskustónni, eignast á ný sjálfstæði og sjálfsvirðingu, menntar sig (13) og framleiðir verð- mæti (14) og er aftur lögst í víking víða um heim. I hvað hefur öll þessi verðmætasköpun farið? Glæstir farkostir (15), húsakynni (16), tölvuvæðing (17) og tíð ferðalög til útlanda (18) er ein hlið ríki- dæmisins. Einnig hafa framlög til heilbrigðis- og félagsmála aukist á sama tíma (19). Okkur verður 54 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.