Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÍFEYRISMÁL / DREIFIBRÉF LANDLÆKNIS daginn 12. janúar kl. 20:00 í Gullteigi, Grand Hótel Reykjavík, þar sem kynntir verða valkostir sem sjóðfélögum bjóðast. Sameiningin tekur tíma Þrátt fyrir að sjóðirnir sameinist formlega um ára- mót mun taka nokkurn tíma að gera upp eignir og skuldbindingar þeirra um áramót. Þar sem iðgjöld í lífeyrissjóði eru yfirleitt greidd mánuði eftir launa- tímabil þarf að bíða fram í febrúar á meðan iðgjöld vegna ársins 2005 verða bókuð. Tryggingafræðilegt uppgjör sjóðanna verður síðan framkvæmt í febr- úar og þá kemur endanlega í ljós hvernig áunnin réttindi flytjast yfir í sameinaðan sjóð. Greiðið iðgjöld vegna 2005 tímanlega Læknar, sem greiða iðgjöld í Lífeyrissjóð lækna af tekjum af sjálfstæðum rekstri, eru hvatlir til að greiða iðgjöld vegna ársins 2005 tímanlega í janúar 2006 vegna uppgjörs sjóðsins og sameiningarinnar. Iðgjöld sem berast síðar munu verða skráð sam- kvæmt samþykktum sameinaðs sjóðs. Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Almenna lífeyrissjóðsins, www.almenni.is og á skrifstofu sjóðsins á Kirkjusandi. Sjóðfélagar geta einnig hringt í 440-4900 og fengið nánari upplýsingar hjá lífeyrisráðgjöfum. Dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 13/2005 Efni: Bólusetning gegn hettusótt Eins og fram hefur komið í Farsóttafréttum sóttvarnalæknis (www.landlaeknir.is) þá hafa 73 einstaklingar fengið staðfesta hettusótt á tíma- bilinu maí til og með nóvember 2005. Síðastliðið haust var faraldurinn talinn vera í rénun en nú hefur komið í ljós að hann er vaxandi ef eitthvað er. Einkum eru einstaklingar á aldrinum 20 til og með 24 ára að sýkjast, en það eru þeir sem misstu af MMR bólusetningunni sem hófst hjá 18 mánaða gömlum börnum 1989 og 9 ára börnum 1994. Heilsugæslan cr beðin urn að hvetja alla á sínu svæði sem fæddir eru 1981 til og með 1985 til að láta bólusetja sig með MMR (ein sprauta). Bólusetningin er ofangreindum að kostnaðar- lausu en greidd af hinu opinbera cins og aðrar almcnnar ungbarnabólusetningar. Sóttvarnalæknir Dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 14/2005 Efni: Skortur á Diftavax Enn á ný er kominn upp skortur á Diftavax (dift- eria-/tetanus toxoid) bóluefninu sem gefið er 14 ára börnum í almennum barnabólusetningum hér á landi. Ástæða þess er mikil notkun á bóluefninu utan við almennar barnabólusetningar. Hér á landi má búast við að árlega þurfi um 4000-4500 einstaklingar Diftavax-bólusetningu í almennum bólusetningum en hið opinbera greiðir hins vegar fyrir um 8000 skammta á hverju ári. Sóttvarnalæknir vill leggja áherslu á eftirfar- andi: • DiTeBooster frá Statens Serum Institut mun koma í stað Diftavax þar til næsta sending fæst af Diftavax sem væntanlega verður í febrúar 2006. DiTeBooster er sambærilegt að innihaldi og Diftavax og verkun og aukaverkanir því sambærilegar. DiTeBooster verður á undanþágulista hjá Lyfjastofnun frá 1. janúar 2006. • Hið opinbera greiðir einungis fyrir bóluefni sem notuð eru í almennum barnabólusetn- ingum. Bóluefni sem notuð eru hjá fullorðn- um og ferðamönnum eiga því að greiðast af heilsugæslustöðvunum sjálfum sem síðan eiga endurkröfurétt á hinn bólusetta. Sóttvarnalæknir Læknablaðið 2006/92 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.