Læknablaðið - 15.01.2006, Page 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÍFEYRISMÁL / DREIFIBRÉF LANDLÆKNIS
daginn 12. janúar kl. 20:00 í Gullteigi, Grand Hótel
Reykjavík, þar sem kynntir verða valkostir sem
sjóðfélögum bjóðast.
Sameiningin tekur tíma
Þrátt fyrir að sjóðirnir sameinist formlega um ára-
mót mun taka nokkurn tíma að gera upp eignir og
skuldbindingar þeirra um áramót. Þar sem iðgjöld í
lífeyrissjóði eru yfirleitt greidd mánuði eftir launa-
tímabil þarf að bíða fram í febrúar á meðan iðgjöld
vegna ársins 2005 verða bókuð. Tryggingafræðilegt
uppgjör sjóðanna verður síðan framkvæmt í febr-
úar og þá kemur endanlega í ljós hvernig áunnin
réttindi flytjast yfir í sameinaðan sjóð.
Greiðið iðgjöld vegna 2005 tímanlega
Læknar, sem greiða iðgjöld í Lífeyrissjóð lækna
af tekjum af sjálfstæðum rekstri, eru hvatlir til að
greiða iðgjöld vegna ársins 2005 tímanlega í janúar
2006 vegna uppgjörs sjóðsins og sameiningarinnar.
Iðgjöld sem berast síðar munu verða skráð sam-
kvæmt samþykktum sameinaðs sjóðs.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Almenna
lífeyrissjóðsins, www.almenni.is og á skrifstofu
sjóðsins á Kirkjusandi. Sjóðfélagar geta einnig
hringt í 440-4900 og fengið nánari upplýsingar hjá
lífeyrisráðgjöfum.
Dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 13/2005
Efni: Bólusetning gegn hettusótt
Eins og fram hefur komið í Farsóttafréttum
sóttvarnalæknis (www.landlaeknir.is) þá hafa 73
einstaklingar fengið staðfesta hettusótt á tíma-
bilinu maí til og með nóvember 2005. Síðastliðið
haust var faraldurinn talinn vera í rénun en nú
hefur komið í ljós að hann er vaxandi ef eitthvað
er. Einkum eru einstaklingar á aldrinum 20 til
og með 24 ára að sýkjast, en það eru þeir sem
misstu af MMR bólusetningunni sem hófst hjá 18
mánaða gömlum börnum 1989 og 9 ára börnum
1994.
Heilsugæslan cr beðin urn að hvetja alla á
sínu svæði sem fæddir eru 1981 til og með 1985
til að láta bólusetja sig með MMR (ein sprauta).
Bólusetningin er ofangreindum að kostnaðar-
lausu en greidd af hinu opinbera cins og aðrar
almcnnar ungbarnabólusetningar.
Sóttvarnalæknir
Dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 14/2005
Efni: Skortur á Diftavax
Enn á ný er kominn upp skortur á Diftavax (dift-
eria-/tetanus toxoid) bóluefninu sem gefið er 14
ára börnum í almennum barnabólusetningum hér
á landi. Ástæða þess er mikil notkun á bóluefninu
utan við almennar barnabólusetningar. Hér á
landi má búast við að árlega þurfi um 4000-4500
einstaklingar Diftavax-bólusetningu í almennum
bólusetningum en hið opinbera greiðir hins vegar
fyrir um 8000 skammta á hverju ári.
Sóttvarnalæknir vill leggja áherslu á eftirfar-
andi:
• DiTeBooster frá Statens Serum Institut
mun koma í stað Diftavax þar til næsta
sending fæst af Diftavax sem væntanlega
verður í febrúar 2006. DiTeBooster er
sambærilegt að innihaldi og Diftavax og
verkun og aukaverkanir því sambærilegar.
DiTeBooster verður á undanþágulista hjá
Lyfjastofnun frá 1. janúar 2006.
• Hið opinbera greiðir einungis fyrir bóluefni
sem notuð eru í almennum barnabólusetn-
ingum. Bóluefni sem notuð eru hjá fullorðn-
um og ferðamönnum eiga því að greiðast af
heilsugæslustöðvunum sjálfum sem síðan
eiga endurkröfurétt á hinn bólusetta.
Sóttvarnalæknir
Læknablaðið 2006/92 53