Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÞAGNARSKYLDA OG MANNRÉTTINDI Gunnar í pallborði ásanu lœknunum Valgerði Rúnarsdóttur, Sigurbirni Sveinssyni og Kristínu Sigurðardóttur. Ég skoðaði einnig ákvæði laga um sjúkraskrár sem læknum er skylt að halda um sjúklinga sína. Þar er að finna mjög viðkvæmar persónuupplýsing- ar þar sem meginreglan er sú að enginn má sjá þær nema aðrir heilbrigðisstarfsmenn og þá eingöngu ef það er í þágu þess sjúka. Undantekningar frá þessari reglu eru mjög þröngar en þær eru að sjúk- lingum er heimilt að veita öðrum aðgang að sjúkra- skrá sinni og auk þess er það til í dæminu að lög kveði á um aðgang annarra að sjúkraskrám. Það á til dæmis við um lækna Tryggingastofnunar ríkisins í ákveðnum tilvikum. Loks getur Persónuvernd veitt skriflegt leyfi fyrir aðgangi að sjúkraskrám vegna vísindarannsókna. Aðrir mega ekki skoða sjúkraskrár og þar með ekki starfsmenn löggæsl- unnar. í lögunt um meðferð opinberra mála er kveðið á um vitnaskyldu. Þar segir í 55. grein að vitnum sé óleyfilegt að svara spurningum fyrir dómi án leyfis þess sem í hlut á ef um er að ræða atriði sem varða einkahagi manna og vitninu hefur verið trúað fyrir í starfi sínu. Þarna eru sérstaklega tilteknir læknar, prestar, lyfsalar, lögfræðingar og fleiri stéttir. Frá þessari reglu er ein undantekning og hún er sú að ef um er að ræða afbrot sem við liggur að minnsta kosti tveggja ára fangelsi þá ber vitninu að greina frá því sem það veit. Það er dómara að skera úr um það hvort ákæran í málinu varði slíkt brot og það liggur yfirleitt ekki fyrir fyrr en ákæra hefur verið gefin út. Lögregla sem rannsakar mál getur því ekki krafist þess að læknar rjúfi þagnarskyldu sína vegna þess að hún veit sjaldnast hvort ákært verður fyrir brot sem varða tveggja ára fangelsis- vist hið minnsta. Þetta er mikilvægt ákvæði og á það hefur reynt í Hæstarétti. Það varðaði prest sem talið var að byggi yfir upplýsingum um kynferðisbrot gegn barni. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að prestinum bæri að virða þagnarskylduna af því að í refsilögum var ekki kveðið á um neina lág- marksrefsingu fyrir brotið sem ákæran varðaði. Dómstólar fara því rnjög bókstaflega eftir þessu ákvæði. Það eru eingöngu gróf brot sem varða tveggja ára lágmarksrefsingu svo það var mín niðurstaða að væru læknar í vafa um hvort þeir eigi að víkja frá þagnarskyldunni, komi sú staða upp, beri þeim að túlka þann vafa skjólstæðingnum í hag og neita að upplýsa um þau tilvik sem lögreglan óskar upp- lýsinga um.“ Löggjöfin styður þagnarskylduna Gunnar nefndi dæmi af sjúkrahúslækni sem fær til sín burðardýr með fullan kvið af fíkniefnum sem því hefur orðið meint af. Hvað á hann að gera? „Hann á að veita viðkomandi þá læknisþjón- ustu sem til þarf. Þegar hann er búinn að ná fíkniefnunum úr líkama burðardýrsins á hann að gera yfirvöldum viðvart um efnin og skila þeim til lögreglunnar. Hann á hins vegar að virða þagnar- skyldu sína gagnvart sjúklingnum. Hann má með öðrum orðum ekki upplýsa lögreglu um það hver hafði þessi efni innvortis. í þessu tilviki er verið að vernda einstaklinginn og tryggja að hann geti leitað til heilbrigðiskerfisins og fengið þá þjónustu sem hann þarf án þess að eiga á hættu að lenda hjá lögreglu eða vera dreginn fyrir dóm. Um þetta má nefna dæmið af Litháanum sem fannst látinn í höfninni í Neskaupstað. í því máli gerðust þeir sem með honum voru sekir um að koma honum ekki til hjálpar, það var sjálfstætt brot þeirra. Hins vegar má vel vera að þeir liafi haft af því áhyggjur að ef þeir leituðu til heilbrigð- iskerfisins væru þeir að koma upp um sjálfa sig og burðardýrið. Það hafi síðan leitt til þess að maður- inn lét lífið. Það er tilgangur laganna að vernda þá sem lenda í þessari stöðu, þeir eiga að geta treyst því að þeir verði ekki settir bakvið lás og slá bara fyrir það eitt að leita til heilbrigðisstarfsmanna þegar þeir lenda í vanda.“ Þessar reglur virðast vera rnjög skýrar eins og þú setur þær fram. En hvað um refsiábyrgð læknis sem annað hvort rýfur þagnarskylduna eða neitar að bera vitni þótt honunt sé það skylt? „Þarna skiptir miklu máli að meginhugsun í refsilöggjöfinni er að tryggja að þeir sern bundnir eru þagnarskyldu rjúfi hana ekki. Þar sem um svo mikilsverð réttindi þess sem á njóta trúnaðar er að ræða hefur löggjafinn sett inn refsiákvæði gagnvart þeim sem bundnir eru trúnaði ef þeir rjúfa hann. Á hinn bóginn eru þar ákvæði um refsileysi í ákveðn- um tilvikum, svo sem þegar menn gera eitthvað í nauðvörn eða með skírskotun til meiri hagsmuna, neyðarréttar. Sem dæmi má nefna bráðalækni sem heyrir á tal sjúklings í annarlegu ástandi sem hann hefur haft hjá sér að hann hyggist fara út í bæ og drepa mann. Þá ber honum að gera lögreglu við- vart. I þessu tilviki eiga ákvæði urn refsileysi við gagnvart honum. Vissulega geta slík tilvik verið matsatriði en menn verða að hafa í huga að þarna eru mikilvæg 40 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.