Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÖLVUMÁL / Ný heimasíða Læknafélags Islands Heimasíða Læknafélagsins var opnuð í ársbyrjun 2003 og er þrátt fyrir stuttan líftíma orðin barn síns tíma enda þróun í heimasíðutækni gríðarlega ör. Hún hefur engu að síður nýst félaginu vel en þó ekki reynst eins mikið sameiningartól fyrir íslensku læknastéttirnar eins og hafði verið vonast eftir. Fáir læknar hafa tjáð sig á spjallrásum hennar og mál- efnin eftir því. Sérgreinafélögin hafa mörg hver óskað eftir heimasíðu til eigin nota og búast má við að menn séu virkari þátttakendur í vefsíðu sé vettvangurinn aðeins bundinn við kollega sem þeir umgangast reglulega. Markmiö nýrrar síðu Okkur sem að heimasíðu LI stöndum var því ljóst að kominn var tími til að skipuleggja nýja síðu frá grunni. Samhliða því að vera almenn upplýs- ingaveita og samskiptavettvangur fyrir íslenska lækna mun sérgreinafélögum gert kleift að halda afmarkað utan um sitt efni og læsa því sem er við- kvæmt. Nú er óskað eftir fulltrúa úr hverri sérgrein til að sinna starfi sérgreinaritstjóra sem halda mun utan um félagsmenn, upplýsingaflæði og samskipti síns hóps. Þegar efni er vistað innan hópsins er jafnframt ákveðið hvort það skuli vera læst eða opið öllum félagsmönnum LÍ. Sé það opið birt- ist það jafnframt á almennum vettvangi síðunnar. Skrifstofa LÍ vistar einnig þar það efni sem varðar félagið allt. Með þessu er vonast til að sérgreina- félögin taki þátt í efnislegri uppbyggingu síðunnar og að félagsmenn geti auðveldlega fylgst með hvað er á seyði meðal kollega sinna. Möguleikarnir eru margir og spennandi. Til dæmis býður þetta form upp á að læknir geti ráðfært sig óformlega við sér- greinina þar sem allir geta fylgst með svarinu og lært af. jafnvel lokað notanda tímabundið frá umræðurás. Með þessu er vonast til að umræður verði opnar en jafnframt málefnalegar. Nýtt tól er atburðadagatal þar sem safnað verður saman upplýsingum um væntanlegar upp- ákomur. Þar sem sérgreinaritstjórar, auk almenns ritstjóra LÍ, vista efni inn á þetta dagatal er vonasl til að það gefi góðar upplýsingar um það sem er á döfinni fyrir læknastéttina. Félagatalið verður mun ítarlegara og gefur betri upplýsingar um sérhæfingu hvers læknis og auð- velt verður að fletta upp læknum eftir sérgrein eða læknanúmeri. Læknar hafa þá greiðan aðgang að upplýsingum um kollega, svo sem þegar lilvísanir eru gerðar. Hvert sérgreinahorn mun hafa til umráða skráar- safn til að vista hvers konar skjöl. Geta menn þá geymt á síðunni efni eins og kiímskar vinnuleiðbein- ingar, myndskeið eða jafnvel hljóðskrár. Ymislegt fleira mun verða til staðar, svo sem ítarleg tölfræði heimsókna, orlofssíða, greiðslutól, kannanir og rafrænar umsóknir. Öll tól sem voru til staðar á gömlu síðunni verða þar áfram, til dæmis póstlistar og einkaskilaboð. Davíð Björn Þórisson Öryggi Nýjasta forritunartækni frá Microsoft (Asp.net) er byltingarkennd og gefur vefhönnuðum marg- falt fleiri og öflugri möguleika við gerð vefsíðna. Leyniorð notenda eru nú vistuð í svokölluðu „kód- uðu“ formi þannig að enginn getur lesið þau þegar þau hafa verið vistuð. Ef notandi gleymir leyniorði sínu þarf því að útbúa nýtt því engin leið er að endurheimta hið fyrra. Pá er allt efni nú geymt í öflugum SQL gagnagrunni og nánast ógjörlegt að brjótast inn á hann. Gömul tól, ný tól Fréttir, tilkynningar og umræður verða til staðar á heimasíðunni eins og áður en í endurbættu formi. Hægt verður að nota textasnið og myndskreyting- ar til að gera innihald efnisríkara. Umræður verða eins og áður segir ýmist afmarkaðar við hóp eða á almennum vettvangi. Notendur munu geta skrifað nafnlaust ef þess er óskað en ritstjóri mun þó geta rakið nafn höfundar til að fyrirbyggja misnotkun. Notendur geta gerst áskrifendur að umræðu og fengið tölvupóst þegar umræða er virk. Ritstjóri getur lokað innleggi sem þykir ómálefnalegt og Útfærsla og tímaáætlun Ný heimasíða verður áfram á sömu slóð, www.lis.is og verður tilbúin til notkunar í janúar. Eftir opnun verður safnað saman athugasemdum og ábending- um notenda hennar og hún fullmótuð eftir þeim. Að lokum skal tekið fram að LÍ greiðir allan kostnað við heimasíðuna og not sérgreinafélaga af henni verða gjaldfrjáls. Ljóst er að hér er stórt og spennandi verkefni á ferðinni sem gæti, ef vel teksl til, brotið blað í sögu samskipta og upplýsingaflæði íslenskra lækna. Höfundur er læknakandídat. Læknablaðið 2006/92 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.