Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÞAGNARSKYLDA OG MANNRÉTTINDI Þagnarskyldan er til að vernda mannréttindi einstaklingsins - Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri LÍ segir að tiltölulega skýrar reglur gildi um samskipti lækna og lögreglu í fíkniefnamálum Samstarf og samskipti lögreglu og heilbrigðis- þjónustu á sviði fíkniefnamála var umræðuefni ráðstefnu sem haldin var í Norræna húsinu snemma í desember. Að henni stóðu bráða- læknar, Landspítali, landlæknir, Læknafélag Is- lands, lögreglan í Reykjavík og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Par var farið yfir svið- ið og fíkniefnavandinn skoðaður með augum lækna og lögreglumanna. Meðal frummælenda á ráðstefnunni var Gunnar Armannsson hdl. og framkvæmdastjóri LÍ en hann fjallaði um þagn- arskyldu heilbrigðisstétta og hvernig hún virkar í fíkniefnamálum. Erindi Gunnars vakti töluverða athygli á ráð- stefnunni. Læknablaðið tók Gunnar því tali og bað hann að segja lesendum blaðsins frá því sem fram kom á ráðstefnunni. „Mitt hlutverk var að skoða þagnarskyldu lækn- isins, hvað hann megi segja og hvað ekki. I lækna- lögunum segir að þagnarskyldan sé mjög rík og gildi um hvaðeina sem fram kemur í samskiptum lækna og sjúklinga. Hins vegar segir þar einnig að hægt sé að víkja frá þagnarskyldunni ef lög heimili slíkt eða ef brýna nauðsyn beri til. Um þessar und- anþágur gilda matskenndar reglur og í greinargerð með lögunum segir að þær geti til dæmis gilt ef um er að ræða rannsókn á alvarlegum brotamálum eða öðrum refsimálum. Ef eingöngu er horft á lækna- lögin virðast því reglurnar við fyrstu sýn geta verið býsna matskenndar. Arið 1995 var hins vegar gerð breyting á stjórn- arskrá sem klárlega þrengir þann ramma sem læknalög draga upp. I ákvæðum 71. greinar um friðhelgi einkalífs segir að þagnarskyldu megi ekki rjúfa nema fyrir liggi sérstök lagaheimild. Þetta ákvæði gengur lengra en læknalög og þar sem stjórnarskrá er æðri almennum lögum verða læknar að fara eftir henni. Hæstiréttur hefur fjallað um þessa grein stjórnarskrárinnar og komist að þeirri niðurstöðu að tilgangur hennar sé að vernda einstaklinginn og þess vegna sé þagnarskyldan mikilvæg, bæði vegna almennra mannréttindasjón- armiða og í þeim tilgangi að samband sjúklings og læknis geti verið náið og heilsuvernd og lækningar skilað sem mestum árangri. Einstaklingurinn þarf að geta treyst á þjónustu heilbrigðiskerfisins, jafn- vel þótt hann hafi gerst brotlegur við lög.“ Þagnarskylda og vitnaskylda Gunnar vitnar einnig til laga um réttindi sjúklinga þar sem finna má undanþágur frá þagnarskyldunni ef lög kveða á um slíkt. „Þar má nefna barna- verndarlög sem kveða á um að upplýsingaskylda um hag barna sé ríkari en þagnarskyldan. Það er beinlínis kveðið á um það í lögunum svo það fer ekkert á milli mála. Einnig má nefna tilkynningar samkvæmt sóttvarnalögum þar sem kveðið er á um skyldur Iækna til að tilkynna sóttvarnalækni um sjúklinga sem greinast með tiltekna smitsjúkdóma. Þar er verið að horfa á almannahag og löggjafinn hefur í því tilviki talið að þagnarskyldan verði að víkja. Gunnar Ármannsson héraðsdómslögmaður og framkvœmdastjóri LÍ. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2006/92 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.