Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / HRINGORMAR fundið í koki daginn áður. Eftir að hafa lýst orm- ana upp í mjólkursýru og rannsakað útlit þeirra voru þeir greindir til tegundar í smásjá. Stuðst var við greiningarlykil eftir Lick (4). Yfirlitsmyndir voru teknar í gegnum víðsjá á FinePix F 601 myndavél en smásjármyndir voru teknar á Leica DC 300 stafræna myndavél. Niðurstödur Tilfelli 1 I maí 2004 vaknaði ungur karlmaður á höfuðborg- arsvæðinu að morgni við að eitthvað var að hreyfa sig í munni hans og náði hann út úr sér lifandi ormi. Smásjárskoðun leiddi í ljós að þarna var á ferðinni fjórða stigs lirfa Pseudoterranova decipiens hring- orms. Mælingar sýndu að lirfan var 34 mm löng og 1,05 mm í þvermál. Broddur sem er dæmigerður fyrir þriðja stigs lirfur var horfinn. Vel þroskaðar varir á framenda staðfestu að hamskiptum yfir á fjórða stig var lokið. Storknað blóð sást inni í fram- og afturenda ormsins (mynd 1). Eftirgrennslan leiddi í ljós að sex dögum áður hafði viðkomandi neytt snöggsteikts steinbíts sem keyptur hafði verið ferskur í fiskbúð. Hvorki varð vart við fleiri orma eða einkenni sem bentu til frekara smits. Tilfelli 2 í október 2005 fann ung kona á höfuðborgarsvæð- inu skyndilega fyrir óþægindum og ertingu í hálsi og þegar hún hóstaði barst lifandi ormur upp í kok. Smásjárskoðun leiddi í ljós að þarna var á ferðinni, eins og í fyrra tilfellinu, fjórða stigs hringormalirfa Pseudoterranova decipiens. Lirfan var 33 mm löng og 0,92 mm sver (mynd 2). Vel þroskaðar varir (mynd 3) staðfestu að lirfan hafði þegar náð að þroskast upp á 4. stig. Framendi ormsins var í upp- hafi skoðunar aðeins blóðlitaður en roðinn hvarf fljótlega í mjólkursýrubaðinu. Fimm dögum áður hafði konan verið gestgjafi í matarboði þar sem ofnréttur úr stórum, ferskum steinbít var fram borinn. Konan sem síðar hóstaði upp lirfunni smakkaði ásamt tveimur öðrum mat- argestum hálfhráan bita úr réttinum eftir hálftíma bökun í ofni. Par sem steinbíturinn var enn glær var ákveðið að baka réttinn þar til fiskurinn var orðinn hvítur og gegnheitur. Konan fann fyrir greinilegri ertingu í hálsi í 12 daga eftir að ormur- inn hafði gengið upp í kok. Umræður í báðurn tilvikum virðist nokkuð ljóst að Pseudo- terranova decipiens lirfurnar bárust úr maga upp í kok eftir vélindanu. Líklegast er að lirfurnar hafi Mynd 1. Fjórða stigs lirfa hringormsins Pseudoterranova decipiens sem fannst skriðandi í koki karls sex dögum eftir neyslu á hálfhráum steinbít. Blóð er sjáanlegt hœði á aftur- og framenda lirfunnarsem er34 mm löng. (Myndir: Karl Skírnisson.) Mynd 2. Framhluti 33 mm langrar fjórða stigs lirfu hringormsins Pseudoterranova decip- iens sem kona hóstaði upp í kok fimm dögum eftir að Itafa smakkað lítið eldað- an steinbít. Ör bendir á 0,7 mm langan framvísandi botnlanga sem er eitt grein- ingareinkenna ormsins. Mynd 3. Framendi Pseudoterranova decip- iens lirfunnar á mynd 2. Proskaðar varir á fram- enda sýna að lirfan var komin á fjórða stig. Læknablaðið 2006/92 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.