Læknablaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / MAGABOLSBÓLGA
Magabolsbólga -
Helicobacter Pylori — Gastrin
Fjölnir Elvarsson1
LÆKNIR
Nick Cariglia2
YFIRLÆKNIR
Ingi Þór
Hauksson3
LÆKNIR
Þorgeir
Þorgeirsson4
MEINAFRÆÐINGUR
'Lyflækningadeild og
2speglunardeild FSA, 3FSA,
4FSA.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Nick Cariglia, speglunardeild
FSA, nick@fsa.is
Lykilorð: magabolsbólga,
Helicobacter pylori, salt-
sýruvaki, saltsýrufrumu-
mótefnavaki.
Ágrip
Tilgangur: Magabolsbólga er algeng greining og
erlendar rannsóknir hafa sýnt að um 25% sjúk-
linga sem fara í magaspeglun fái þá greiningu.
Markmið rannsóknar var að greina áhættuþætti
fyrir magabolsbólgu hjá sjúklingum sem höfðu
fengið slíka greiningu eftir vefjasýnatöku úr maga
og tengsl þeirra á slímhúð magabols.
Efniviður og aðferðir: Um er að ræða afturvirka
rannsókn. Sjúklingar voru valdir inn í rannsókn-
ina úr tölvuskrá vefjasýna sem komu á árunum
1994-98 á meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri. Um var að ræða vefjasýni frá maga-
bol. Þurftu sýnin að uppfylla greininguna lang-
vinn bólga samkvæmt Lykilbók Snowmed P-1340
T-63500 M (M, morphology) eða númer 40000,
42100, 43000, 58000, 58010, 73320, auk vefjaskil-
merkja Sydney. Sýni frá 172 sjúklingum uppfylltu
ofangreind skilyrði. Sjúklingar skiluðu einnig sýni
í blóðrannsókn til ýmissa mælinga auk öndunar-
sýnis (urea breath test) til mælingar á Helicobacter
pylori (//. pylori) stöðu.
Niðurstöður: Samtals voru 108 sjúklingar í rann-
sókninni. Meðalaldur var 71 ár (29-99 ára), karlar
voru 57%. Algengasti áhættuþátturinn var H. pylori
eða 39%. Nokkur fylgni er á milli bráðrar (active)
bólgu og að vera H. pylori jákvæður, einkum ef
einungis er til staðar langvinn (chronic) rnaga-
bólga án visnunar (atrophy) eða vefjaummyndun
(metaplasia intestinalis). Magavisnun er marktækt
meiri ef til staðar er saltsýrufrumumótefni (parietal
cell antibody). Engin tengsl eru á milli saltsýru-
frumumótefna og skjaldkirtilsmótefna (microsomal
antibody). Einstaklingar með magavisnun eða vefja-
ummyndun hafa hærra meðaltalsgildi saltsýruvaka
(gastrin) samanborið við þá sem hafa einungis
langvinna bólgu, (p<0,05), og einnig hjá þeim sem
hafa langvinna bólgu borið saman við þá sem hafa
virka bólgu, (p<0,01). Ekki var marktækur munur á
gildum saltsýruvaka milli H. pylori jákvæðra og nei-
kvæðra. Það er marktækt hærra gildi saltsýruvaka
hjá þeim sem hafa saltsýrufrumumótefni, (p<0,001).
Enginn munur var á gildum saltsýruvaka hjá þeim
sem voru án eða með skjaldkirtilsmótefni.
ENGLISH SUMMARY
Elvarsson F, Cariglia N, Hauksson IÞ, Þorgeirsson Þ
Corpus gastritis -
Helicobacter Pylori - Gastrin
Læknablaðið 2006; 92:13-8
Objective: Corpus gastritis is a common diagnosis.
Studies have shown that about 25% of patients that
undergo gastroscopy receive this diagnosis. This study
was undertaken to investigate ethiological associations
in patients with corpus gastritis in our northern lcelandic
population.
Material and methods: Patients who had had a
histological diagnosis of chronic corpus gastritis
between the years of 1994 to1998 were retrieved from
the computer files of the department of pathology.
In all 172 patients fulfilled the Sydney pathological
criteria. Pathology review was performed by the same
pathologist. Blood samples were also taken for variable
serology and a urea breath test for Helicobacterpylori (H.
pylori) was performed.
Results: Mean age 71 year old (24-99 yearj.Males
were 57%. H. pylori infection was diagnosed in 39%.
There appears to be a relationship between active
gastritis and H. pylori positivity, especialy if there was
only chronic gastritis without atrophy or metaplasia.
Atrophy was significanty greater if anti-parietal antibody
was present. No connections were found between
anti-parietal antibody and anti-microsomal antibody.
There was significantly higher mean gastrin levels in
patients with atrophy or metaplasia compared with only
chronic gastritis ( p<0.05), present also in patients with
chronic gastritis vs active gastritis (p<0.01). There was
no difference in mean gastrin levels between H. pylori
positive and H. pylori negative patients. Significantly
higher mean gastrin levels were seen in patients with
anti-parietal antibody (p<0.001). No difference was found
in mean gastrin levels between patients with or with out
antimicrosomal antibody.
Conclusions: There is a high probability that corpus
gastritis and related complications are related to H. pylori
infection in a large proportion of our population. Serum
gastrin may well be a predictor of the histological grading
of the chronic gastritis. We did not see a relationship with
antimicrosomal activity.
Key words: atrophic corpus gastritis, Helicbacter pylori,
gastrin, parietat cell antibody.
Correspondance: Fjölnir Elvarsson, fjolnir@fsa.is, Nick Cariglia,
nick@fsa.is
Læknablaðið 2006/92 13