Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 9
RITSTJÓRIUARGREII\IAR
Læknablaðið á nýju ári
Þegar þetta er ritað er um það bil eitt ár liðið
frá skipun nýrrar ritstjórnar Læknablaðsins.
Ritstjórnin hefur eytt umtalsverðum tíma í að
skilgreina og skrásetja sem flesta þætti er lúta að
starfsemi blaðsins. Afrakstur þessarar vinnu verða
nokkur skjöl sem prentuð verða í blaðinu og/eða
birt á vefsíðu þess, sum einu sinni, önnur með vissu
millibili. Skjöl þessi fjalla um verklag ritstjórn-
ar, innri vinnureglur, skilgreiningu og dreifingu
ábyrgðar o. fl. Enn fremur verður skerpt á flokkun
innsends efnis, lengd þess o.s.frv. Sömuleiðis verður
fjallað um aðferðafræði ritrýni, skyldur ritstjórnar
gagnvart ritrýnum og vinnulag ritrýna sjálfra.
Fyrsta skjalið fjallar um ritstjórn og annað starfs-
fólk Læknablaðsins, í reynd vinnureglur þessa
hóps, og birtist á bls ... í þessu tölublaði. Ekki er
ætlunin að birta þessar tilteknu vinnureglur nema
í þetta skipti enda eru þær vinna einnar ritstjórnar
og óvíst að hin næsta kjósi sér sama vinnulag.
Reglur þessar draga óhjákvæmilega nokkurn
dám af nýlegri reynslu Læknablaðsins sem jafn-
framt gefur tilefni til þess að upplýsa eigendur þess
og lesendur um það hvernig þessi ritstjórn vinnur.
Glöggir lesendur þessara nýju reglna munu
sjá að skilgreiningar á hagsmunatengslum eru
fremur stuttaralegar. Til þess liggja tvær ástæður:
í fyrsta lagi verður aldrei unnt að gera ráð fyrir
öllum hugsanlegum atvikum, þannig að blaðið
gæti setið eftir með kringumstæður, sem engan
hefði órað fyrir. í öðru lagi hafa alþjóðasamtök
ritstjóra læknablaða (International Committe of
Medical Journal Editors, ICMJE) sett fram reglur
um hagsmunatengsl, sem eru víðar, en þó nægilega
nákæmar til þess að flest hugsanleg atvik gætu
fundið samsvörun þar.
Það er að sjálfsögðu gott og blessað að setja
saman reglur af því tagi sem að ofan var lýst.
Þess háttar löggjöf getur þó aldrei skilgreint, og
er reyndar alls ekki ætlað að skilgreina hvernig
blað Læknablaðið skuli vera. Það er sannfær-
ing þess, sem þetta ritar, að styrkur og sérstaða
Læknablaðsins felist í fræðilegum hluta þess.
Fræðigreinar eru burðarás blaðsins og sá hluti
þess, sem afmarkar sérstöðu þess, gerir það að
tákni og séreign íslenzkra lækna. Fræðigreinar eru
líka sá hluti blaðsins sem mesta vinnu útheimtir,
sem viðkvæmastur er fyrir áföllum af ýmsu tagi
en um leið sá þáttur sem kemur á framfæri við
umheiminn vinnu íslenzkra lækna, oftast unninni
á íslandi og birtri í íslenzku læknablaði. Þegar
er Ijóst að erlendir læknar sýna fræðigreinum
okkar áhuga þar sem þeir hafa fundið greinar í
gagnagrunni Bandaríska læknisfræðibókasafnsins
(National Library of Medicine, NLM). Það er vert
að við, íslenzkir læknar, höfum þetta í huga þegar
við ritum fræðigreinar sem við ella hefðum birt
í erlendum tímaritum. Núverandi ritstjórn hefur
reyndar skerpt verulega á ritrýniferlinu með hlið-
sjón af leiðbeiningum NLM, þannig að sambæri-
legt sé erlendum fræðiritum. Nú er enda korninn
tími til þess að fræðigreinar birtar í Læknablaðinu
frá og með árslokum 2005 vegi jafnþungt í mati á
vísindavinnu og rannsóknir birtar erlendis. Hér er
sérstaklega höfðað til matsvinnu íslenzkra dóm-
nefnda og stigagjafar Kjaranefndar, en til þessa
hafa rannsóknir birtar í Læknablaðinu verið léttar
vegnar en aðrar.
Hvað hinn svokallaða félagslega hluta áhrærir,
er hann að sjálfsögðu allra góðra gjalda verður.
Hann er hins vegar um fátt sérstakur fyrir íslenzka
lækna. Það er vissulega áhugavert að lesa um tóm-
stundaiðju lækna, hvort sem þeir hlaupa eða ganga
á fjöll, eru hallari undir Stravinski eða Sjostakovits,
fylgja Liverpool eða Manchester United, taka
Beaujolais fram yfir Bordeaux o.s.frv. Þessar upp-
lýsingar og fréttir, jafn áhugaverðar og þær eru,
eru að engu leyti sérstæðar fyrir íslenzka lækna og
gætu jafn vel átt heima í almennum prentmiðlum,
þar sem þær birtast reyndar oft. Ekki hvarflar
að neinum að leggja af þessi skrif. Sérstaklega
á beinlínis heima í Læknablaðinu umfjöllun um
heilbrigðismál og sögu læknisfræðinnar, svo eitt-
hvað sé nefnt. Það er engu að síður ástæða fyrir
alla íslenzka lækna að hugleiða, nú sem endra-
nær, óskir okkar til handa Læknablaðinu og til
hvers við ætlumst af því. Ritstjórn Læknablaðsins
þakkar lesendum sínum góðan stuðning og ábend-
ingar og óskar þeim gleðilegs árs.
Jóhannes
Björnsson
johbj@landspitali. is
A new year for
The Icelandic
Medical Journal
Jóhannes is Professor and
Chairman, Department
of Pathology, Landspítali
University Hospital,
and Editor-in-Chief of The
Icelandic Medical Journal.
Höfundur er meinafræöingur
og ábyrgðarmaður
Læknablaðsins.
Læknablaðið 2007/93 9