Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA Algengi örorku á íslandi 1. desember 2005 Sigurður Thorlacius SÉRFRÆÐINGUR í HEILA- OG TAUGASJÚKDÓMUM' Sigurjón B. Stefánsson SÉRFRÆÐINGUR í GEÐ- LÆKNINGUM OG KLÍNÍSKRI TAUGALÍFEÐLISFRÆÐI1-2’3 Stefán Ólafsson SÉRFRÆÐINGUR í VINNUMARKAÐS- OG LÍFS- KJARARANNSÓKNUM4 'Læknadeild HÍ, Tryggingastofnun rík- isins, 3taugasjúkdómadeild Landspítala, 4félagsvísinda- deild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sigurður Thorlacius, læknadeild Háskóla íslands, Læknagörðum, Vatnsmýrarvegi 16,101 Reykjavík. Sími 5254072, sigurdth@hi.is Lykilorö: örorka, algengi örorku, almannatryggingar. Ágrip Tilgangur: Að kanna algengi örorku á íslandi í des- ember 2005 og dreifingu öryrkja með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og helstu sjúkdómsgreininga. Efniviður og aðferðir: Unnar voru upplýsingar úr örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins um kyn, aldur, búsetu, örorkumat og helstu sjúkdóms- greiningu öryrkja búsettra á íslandi 1. desember 2005 og aflað var upplýsinga frá Hagstofu íslands um fjölda íslendinga á aldrinum 16-66 ára á sama tíma og dreifingu þeirra eftir kyni, aldri og búsetu. Reiknað var algengi örorku. Niðurstöður: Þann 1. desember 2005 var algengi örorku hjá konum 8,6% (vegna hærra örorkustigs- ins 8,0%, vegna þess lægra 0,6%) og hjá körlum 5,5% (vegna hærra örorkustigsins 5,2%, vegna þess lægra 0,3%). Hjá konum var örorka algeng- ari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, en svo var ekki hjá körlum. Þegar horft er á ein- staka landshluta var örorka hjá konum algengust á Reykjanesi og fátíðust á Vestfjörðum, en hjá körlum var örorka algengust á Norðurlandi og Suðurlandi og fátíðust á Austurlandi. Algengi ör- orku óx með aldri og í heildina var örorka algeng- ari hjá konum en körlum. Geðraskanir og stoð- kerfisraskanir voru algengustu orsakir örorku. Alyktun: Áframhald hefur orðið á þeirri þróun síðustu ára að öryrkjum fjölgi á íslandi. Mikil tæki- færi eru til að draga úr þessari þróun með eflingu starfsendurhæfingar og virkniaukandi aðgerða á vinnumarkaði, enda minna í slík úrræði lagt hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Inngangur Örorka er metin á grundvelli almannatrygginga- laganna (1). Samkvæmt 12. grein laganna er hærra stig örorku (að minnsta kosti 75% örorka) metið þeim sem eru á aldrinum 16 til 66 ára og hafa verulega og langvarandi skerðingu á starfsgetu, en samkvæmt 13. grein laganna er lægra örorkustigið (örorka að minnsta kosti 50% en lægri en 75%) metið þeim sem hafa minna skerta starfsgetu eða verða fyrir umtalsverðum aukakostnaði vegna ör- orku sinnar. Fram til 1. september 1999 var hærra örorkustigið metið á grundvelli læknisfræðilegra, fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna, en eftir ENGLISH SUMMARY Thorlacius S, Stefánsson SB, Olafsson S Prevalence of disability in lceland in December 2005 Læknablaðið 2007; 93:11-4 Objective: To determine the size and main medical and social characteristics of the group of individuals receiving disability benefits in lceland in December 2005. Material and methods: The study includes all those receiving disabiiity benefits in lceland on December 1st 2005 as ascertained by the disability register at the State Social Security Institute of lceland classified by gender, age and place of residence. Similar information was obtained on the lcelandic population. The prevalence of disability pension was calculated. Results: On December 1st 2005 the prevalence of disability pension was 8.6% for females (8.0% for the higher and 0.6% for the lower pension level) and 5.5% for males (5.2% for the higher and 0.3% for the lower pension level). For females the prevalence of disability was lower in the capital region than in other regions, but this was not the case for males. The prevalence of disability increased with age. On the whole disability was more common among females than males. Mental and behavioural disorders and diseases of the musculoskeletal system and connective tissue were the most prevalent causes of disability. Conclusion: The prevailing trend over the last decade of increasing disability in lceland has continued. Iceland appears to lag behind the other Nordic countries in the use of vocational rehabilitation and labour marked activation to prevent disability. Ample opportunities to slow down this trend are therefore available by greater emphasis on such measures. Keywords: disability, prevalence of disability pension, benefits, social security. Correspondence: SigurðurThorlacius, sigurdth@hi.is Læknablaðið 2007/93 11 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.