Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 24
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SÉRFRÆÐILEYFI Hávar Sigurjónsson Innihald sérfræðinámsins skiptir mestu máli. Ólafur Baldursson lungnalæknir hefur setið sem fulltrúi læknadeildar HI í nefnd sem skipuð var af heilbrigðisráðherra og skyldi endurskoða reglugerð urn veitingu sérfræðileyfa. „Þessi nefnd héll nokkra fundi en hefur ekki verið kölluð saman í nokkuð marga mánuði,” segir Ólafur. Hann gegn- ir stöðu sviðsstjóra á Skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar á Landspítala og gegnir til áramóta stöðu framkvæmdastjóra framhaldsmenntunar- ráðs læknadeildar. „Það eru því ýmsar breytingar á mínum starfshögum sem gætu valdið því að annar yrði skipaður fulltrúi læknadeildar í minn stað á nýju ári.” „Framhaldsmenntunarráð læknadeiidar lagði á það áherslu fyrir nokkrum árum að hefja þyrfti endurskoðun reglugerðar um útgáfu sérfræðileyfa, fyrst og fremst vegna þess að eina viðmiðið sem þar er stuðst við er tímaákvæðið, þ.e. hvort við- komandi hefur starfað nógu lengi á ákveðinni deild til að geta talist sérfræðingur. Það er hins vegar lítið sem ekkert minnst á innihaldið og við höfum haft áhyggjur af þessu í framhaldsmennt- unarráði, ekki síst vegna þess að ráðið stóð fyrir gerð marklýsinga í hverri grein og því er heilmikið af lýsingum til fyrir ýmsar greinar, s.s. lyflækn- ingar, skurðlækningar, geðlækningar, bráðalækn- ingar og heimilislækningar og við höfum áhuga á því að skilgreina sérfræðileyfin mun nánar útfrá innihaldi starfsnámsins. í löndunum í kringum okkur eru menn talsvert lengra komnir í þessu og Bandaríkjamenn einna lengst. Við höfum haft til hliðsjónar marklýsingar frá Danmörku og Svíþjóð og læknadeild hefur ákveðið að láta þýða og stað- færa dönsku reglugerðina um veitingu sérfræði- leyfa og í framhaldi af því má leyfa sér að vona að einhver skriður komist á þetta brýna mál.” Ólafur segir að fulltrúar lækna hafi lagt til ákveðið vinnulag í nefndinni sem felur í sér að forsvarsmenn hverrar fræðigreinar séu kallaðir til ásamt fulltrúa hvers sérgreinafélags og þannig sé hægt að samræma sjónarmið fræðigreinarinnar og fagfélagsins. „Nefndin hefur kallað fyrir fulltrúa tveggja greina nú þegar, lyflækninga og heimilis- lækninga, þannig að vinnan við þetta er komin af stað, en nefndin hefur ekki verið kölluð saman um nokkurt skeið og forræðið fyrir nefndinni liggur í heilbrigðisráðuneytinu.” Ólafur segir að auðvitað sé ekki hægt að bjóða Íslendíngar og útlendingar sem fengið hafa almennt lækningaleyfi á íslandi 2001 - 1. nóv 2006 íslendlngar KK KVK Alls 2001 19 14 33 2002 23 19 42 2003 32 12 44 2004 21 13 34 2005 23 18 41 2006 til 1. nóv 26 20 46 Erlent ríkisfang* KK KVK Alls 2001 14 5 19 2002 9 2 11 2003 13 11 24 2004 17 7 24 2005 23 6 29 2006 til 1. nóv 23 9 32 *Þó nokkuð er um aö erlendir ríkisborgarar, sérstaklega Norðmenn, fái lækningaleyfi á íslandi án þess að eiga hér búsetu. Sem dæmi má nefna voru þrír af 32 erlendum ríkisborgurum sem hafa fengið almennt lækninga leyfi á árinu 2006 með lögheimili á íslandi Hjá heilbrigðisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að staöfesting á almennum læknaleyfum til erlendra ríkisborgara hefðu verið samtals 108 tímabiliö 2001-2005. Af þeim eru ríflega helmingur Norðmenn, eða 59 talsins. Tölurnar um almenn lækningaleyfi og útgefin sérfræðileyfi til erlendra ríkisborgara haldast síðan nokkurn veginn í hendur þar sem hið fyrra er forsenda hins síðara. Það er ekki óeðlilegt að spurt sé hvort um einhverja gloppu í íslenska kerfinu sé að ræða úr því erlendir ríkisþorgarar sem ekki hyggja á ástundun lækninga hér- lendis skuli sækja viðurkenningu á menntun sinni hingaö í þeim tilgangi að stunda síöan lækningar í heimalandi sínu. Á hinn bóginn má líka spyrja hvort það megi ekki einu gilda fyrir okkur hvar lækn- irinn ætlar að starfa; ef hann fullnægir íslenskum skilyrðum er ekk- ert sem mælir á móti því að viöurkenna menntun hans. Hvort aukin fyrirhöfn sérfræðinefndar lækna og starfsmanna heilbrigðisráðu- neytisins vegna þessarar ásóknar er nægileg ástæða til reglugerð- arbreytinga eða hvort aðrar ástæður vega þyngra til breytinga er spurning sem Læknablaðið lagði fyrir nokkra viðmælendur. 24 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.