Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR /SAGNFRÆÐI Þeir félagarnir, Oddur og Pétur, sendu 13. sept- ember 1785 frá sér yfirlýsingu, þar sem þetta má lesa: Vér vitum ei né heyrum um getiö, að nokkur maöur í landinu hafi afliðna eldtíö meira liðið eður lagt á sig, sem hann með óþreytanlegu stöðuglyndi að blífa hér við og halda sem flestum við lífið upp á sinn eigin kostnað, því þá hann kom hingað með það, sem þau góðu landsyfirvöld lögðu honum, því annað hafði hann lítið, þá seldi hann í fyrrahaust jarðarpart, er hann átti, fyrir 25 rd., ei allraeinasta handa sér, heldur til þess ..., að vesa- lingar hér í sókn kynnu sem lengst við líf og jarðir að haldast, sem þeirra vitnisburðir ... sýna bezt. Það er og að segja um þá, er hér dóu, að hann lagði á sig stóra mæðu, jafnan fótgangandi, að þeir skyldu komast í guðs bama reit, því þann eina hest, sem hann átti eftir tórandi, léði hann að bera þá dauðu til kirkju, en gekk sjálfur; gaf og svo 5 ef ekki fleiri kistu um sig. Hér hafðu og orðið færri við jarðir en em, hefði hann ei í svoddan háska og neyð, er þá yfir gekk og á stóð, bjargað bændum hér um peninga af þeim sjóð, hverninn sem hans misunnarar, ef nokkrir eru, hafa kunnað að útleggja það.... (1) Læknisdómur við næringarkröm Jón Steingrímsson heldur uppteknum hætti við lækningarnar og hér verða tilfærðar nokkrar frásagnir, sem varpa ljósi á nýjan vanda, sem nú var við að etja. Kona á Núpsstað segir: Var eg þá svo aum af sinakreppu, að eg skreið af rúminu á höndum og fótum, þegar eg gat komizt það. Mín þrjú piltbörn voru svo upp þrungin af vatnsbjúg, að sér gátu enga björg veitt. Bjó hann þá til handa okkur graut úr fíflalaufum og lét okkur neyta hans mest matar... (1). Maður á Fossi segir síra Jón hafa lagt „allan hug og dug að bjarga mér við einni harðri sinakreppu ...” og hann bætir við: „Keypti hann undir sjálfs síns nafni hest handa mér, svo ef eg hefði ei hann fengið, svo hefði eg ei við búskap getað haldið” (1). Annar maður segir, að hann tvfli að eg og böm mín hefðu nokkurn tíma í þessu lífi til heilsu komizt, ef [minn fyrrverandi sóknarprestur] hefði ei svo nákvæmlega og við okkur leitazt með innvortis og innvortis meðulum við þeirri vatnsuppþembingu og sinakreppu, sem við lágum, sérdeilislega eg, í rúma 7 mánuði, sem eg hef ekki getað honum borgað (1). Að lokum þessi vitnisburður Odds Bjarnasonar, þess er áður var getið: Hér með geri eg augljóst, að það hélt mér og mínum mörgu börnum við lífið, með guðs hjálp, að eg eftir prófastsins ráð- leggingum brúkaði í fyrra sumar með öllum hvítumat fíflarót- arblöðin (1). Það sem hér er tekið með, er aðeins brot af því sem er í sjálfsævisögu eldklerksins, en það sem vekur athygli hér, er að þarna er lýst sjúkdóms- heilkenni og lækningu á því. Þar með er hægt að kanna hvort saman eigi kvillinn og meðalið og sé svo, þá má í beinu framhaldi spyrja: Hvað var það í túnfíflinum, sem olli umskiptunum og gat síra Jón haft þekkingu þar um úr lækningabókum? Næringarkröm af völdum langvarandi hung- urs kemur þannig fram, að fyrst hverfur fitan úr líkamanum, en síðan fer að ganga á prótínin. Skaftáreldahraun. Sér til Af því leiðir aftur að aukinn vökvi safnast milli Sveinstinds sem kenndur frumna líkamans og verður þegar fram í sækir er v‘& Svein Pálsson lœkni. merkjanlegur sem bólgulopi, bjúgur, vatnssýki. í textanum hér að ofan kemur fyrir heitið „vatns- uppþembing”. Það heiti má túlka sem sambland vatnssýki og uppblásins kviðar af spennuleysi innyflavöðva vegna skorts á kalíni. Þegar kalínið hverfur úr frumunum veldur það einnig máttleysi í útlimavöðvum. Máttleysið er einnig eitt einkenna í skyrbjúg, sem er af völdum hörguls á askorbínsýru. Þeim skorti fylgja einnig verkir í ganglimum og gæti þar verið skýringin á kreppunni, sem lýst er. Fífill - túnfífill, sem síra Jón beitir með svo góðum árangri, heitir á nútímalatínu: Taraxacum officinale. Heitið er komið úr miðaldalatínu og mun dregið af tarakshaqún í arabísku, þar sem það merkir villt kaffijurt eða einfaldlega beizk jurt, því það er hún svo sannarlega (18). Aður var hún nefnd Leontodon taraxacum (18,19). Á ensku heitir hún dandelion, sem er afbökun á dens Ieonis, tönn Ijónsins, á þýzku: Löwenzahn. Franska heitið er hins vegar pissenlit (18, 20) - eiginlega „væta rúmið”. Þetta heiti endurspeglar það, að jurtin hefir virk þvagræsiáhrif, þó ekki sé vitað á hverju sú verkun byggist. I jurtinni er auki mikið magn kalínsalta og skýrir það verkunina að hluta. Þar að auki eru í henni öll mikilvægustu bætiefnin (A, B, CogD) (20). Fíflinum er fyrst lýst í kínverskri læknisfræði um 656 e. Kr. og í evrópskri læknisfræði um 1485 e. Kr. Arabískir læknar mæltu með henni á 11. öld, hún var notuð í Wales á 13. öld og á 16. öld hlaut jurtin fulla viðurkenningu og var tekin upp í lyfjaskrár (18) og hlaut þar með viðheitið offic- Læknablaðið 2007/93 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.