Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 29
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SÉRFRÆÐILEYFI Best að taka dönsku reglugerðina til fyrirmyndar Reynir Tómas Geirsson prófessor og yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans hefur um árabil talað fyrir endurskoðun reglugerðarinnar um lækninga- og sérfræðileyfi. „Síðastliðin 6-7 ár hefur Læknadeildin verið að reyna fá reglugerðinni breytt. Eg var þá varadeild- arforseti og síðar deildarforseti og kom talsvert að þessum málum. í fyrsta lagi er brýnt að aðskilja umfjöllun um lækningaleyfi frá sérfræðileyfum. Lækningaleyfið veitir mikilsverð starfsréttindi sem ekki er sjálfgefið að menn fái eða haldi til æviloka, fremur en flugstjórar haldi sínu flughæf- isskírteini. Hér byrja konur og karlar að stunda lækningar í ókláruðu námi og án þess að reynt hafi á kunnáttu þeirra ef þau koma erlendis frá eins og nú er að verða mun algengara. Pað þarf að koma á takmörkuðu lækningaleyfi til eins árs í senn, bæði til læknanema, Islendinga og útlendinga sem eru að vinna hér án þess að hafa lokið kandídatsári. Að loknu kandídatsári ætti að gefa út almennt lækningaleyfi til til dæmis fimm ára í byrjun. Hverfi viðkomandi af landinu ættu slík leyfi að falla úr gildi. Bretland hefur slíka takmörkun (limited registrationj.Takmarkað leyfi á að tengjast útgáfu svokallaðs „læknanúmers” sem læknanemar fá á fjórða námsári. Það er of frjálslega farið með þetta „númer” sem notað er til að lögmæta lyfseðla, rannsóknarbeiðnir og fleira. Hugsanlegt er að einhver fái svona „númer” og Ijúki svo ekki námi, en geti til dæmis haldið áfram að skrifa lyfseðla um skeið án þes að hafa lokið prófi. Þetta er sér- íslenskt fyrirbrigði, gert til að manna læknisstöður til afleysinga og til að mæta skorti á læknunt. Þetta þarf að endurskoða.” Gangast undir reglulegt hæfnispróf „Spurningin um víðtæki lækningaleyfis er líka mikilsverð,” segir Reynir. „A Islandi er lækn- ingaleyfið nánast ótakmarkað og mætti ég, kven- sjúkdóma- og fæðingarlæknirinn, gera heilaskurð ef ég á annað borð treysti mér til þess. Það þarf að gera lækningaleyfið sérhæfðara og ganga úr skugga um að menn viðhaldi hæfni sinni. I lönd- unum í kringum okkur er verið að skoða hvort læknar eigi að gangast undir hæfnispróf eða sanna framhaldsmenntun og framhaldsþjálfun sína með reglulegu millibili.” Reynir segir mjög auðvelt fyrir lækna hvar sem er innan Evrópusambandsins eða Evrópska efna- hagssvæðisins að fá íslenskt lækningaleyfi. „Ekki þarf annað en senda viðeigandi pappíra til íslenska heilbrigðisráðuneytisins með réttum stimplum og vatnsmerkjum og ef ráðuneytinu finnst ekkert við þau plögg að athuga færðu lækningaleyfið sent til baka í póstinum. I Bretlandi er þess krafist að við- komandi mæti í eigin persónu til að sækja leyfið. Umsækjandi verður að færa sönnur á að hann sé sá sem hann segist vera vegna þess hve fölsun skjala er raunverulegt vandamál. Greiða þarf tals- vert hátt gjald fyrir leyfið, einkum sérfræðileyfi, en hér er gjaldið rnjög lágt og stendur engan veginn undir þeirri vinnu sem ætti að fara í meðal annars að sannreyna menntunina með því að fá upplýs- ingar beint frá erlendum háskólum og meta nám að gæðum. Reglur um þetta þarf nauðsynlega að endurskoða.” Reglur um próf hjá læknadeild HÍ fyrir þá sem koma annars staðar frá voru hins vegar bættar verulega fyrir fjórum árum og nú verða umsækj- endur að standast próf í öllum megin sérgreinum sem lúta að klínísku starfi auk heilbrigðisfræða og laga- og regluverks lækninga á íslandi. Reynir Tómas Geirsson. Læknablaðið 2007/93 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.