Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Áning í Hítardal í sum- arferðinni 2006. metra vandræðalaust. Það var ákveðið að ég skyldi prófa hann aftur daginn eftir og ef það gengi vel þá skyldi ég fá hann. „En þá fylgir annar með sem þú verður að kaupa líka,“ sögðu þeir. Og þetta end- aði þannig að ég keypti klárinn dýru verði og fékk annan með, sjálfgefinn og sjálfþægan. Þegar upp var staðið mörgum árum síðar var það sá spaki sem var gæðingurinn. Hann var mikill stólpagripur en hinn var alla tíð stórvarasamur en kenndi mér þó flest af því sem ég kann í dag.” Hvernig var hann erfiður? „Hann varði sig alltaf á allan hátt, klárhelvítið. Hann hætti aldrei rokunr og var svo fjári skynsam- ur en notaði skynsemina bara í óþverraháttinn. Þetta var mikil og hörð barátta okkar á milli í tvö ár, hvor okkar yrði ofan á. Hvort ég þyrði að halda áfram að fara á bak eða gæfist upp. Hann henti mér af sér margoft og slasaði mig illa en kjark- urinn og dugnaðurinn var svo algjörlega óbilandi að það bætti gallana upp. í dag teldist svona hestur tæplega gæðingur en þetta var mikill hestur. En oft hef ég hugsað um hvað ég myndi fara öðruvísi að honum í dag en ég gerði þá. Maður kunni ekkert nema sitja á baki og berja fótastokkinn. Á þessum árum, uppúr 1950, var ekki mikið verið að tala um gang í hestum. Ef hestur hafði mjúkt og yfirferð- armikið brokk var hann góður. Töltið, eða hýru- sporið eins og kallarnir nefndu það, var almennt ekki laðað fram í hestum. Það var einn og einn hestamaður sem hafði áhuga á því. Og skeiðlullið sem kallað er í dag var talið ágætur gangur. Ætli það hafi nú ekki verið lull þetta þegar menn sögð- ust hafa riðið heilu þingmannaleiðirnar á skeiði.” Gott brokk fer nú betur með mann og hest en töltið í löngum ferðum. „Já, ekkert að því. Þetta er grunngangur hjá hverjum hesti og ef brokkið er ekki hreint og gott þá kalla ég þá ekkert góða. Brokkið er algjör und- irstaða. Nú eru menn að þvinga hross á tölt við allar aðstæður, rífa þau upp með pískinn á lofti. Þetta er ekkert annað en vitleysa og mont, þó auðvitað sé gaman að setja á tölt þegar gatan er mjúk og góð.” Bálið í brjóstinu Og ertu búinn að vera með hross samfellt frá þess- um kaupum áAkureyri sœllar minningar? „Já, þetta hefur bara smávaxið ár frá ári. Ég var nú lengi bara með tvo en svo urðu þeir þrír og síðan fjórir og svo æxluðust hlutirnir þannig að ég var kominn til Reykjavíkur og vann á slysavarðstof- unni, stefndi á framhaldsnám til Bandaríkjanna. Þá hittist svo á að Hvammstangahérað var laust og ég hafði alltaf haft taugar til Vestur-Húnavatns- sýslu eftir öll vegavinnusumrin og fyrir atbeina landlæknis féllst ég á að fara norður til nokkurra mánaða. Ég ílentist svo þarna slatta af árum. Ég setti eitt skilyrði þegar pressað var á mig að taka héraðið, að ég þyrfti pláss fyrir fjóra hesta. Það var nú ekkert búið að gera ráðstafanir í þá veru þegar ég kom en ég dreif í því að innrétta hesthús í göml- Læknablaðið 2007/93 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.