Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNINGAR HÉRAÐSLÆKNIS frá Gilsbakka í Austurdal, næsta bæ við Merkigil. Hann var á litlum Willys-jeppa með tvöföldum keðjum á öllum hjólum. Var nú haldið af stað upp Austurdal. Hjörleifur taldi færið varasamt vegna hálku og vonlaust að komast lengra en að Gilsbakka og sagði að ég myndi verða sóttur þangað á hestum. Leiðin upp dalinn liggur í fjallshlíð, sem er í fyrstu aflíðandi, en verður því brattari sem innar dregur og dal- urinn þrengist. Lækjarskorningar ganga allvíða þvert á veginn, og voru lækirnir botnfrostnir og uppbólgnir með svellbunkum, sem virtust sums staðar ná niður í Jökulsárgil, en ég sá glitta í gilið, þegar ofar dró í dalinn. Fór þá umhverfið að verða skuggalegt í augum viðvaningsins. Tunglsljósið, sem var dauft, setti á þetta hálfdraugalegan blæ. Svellglottarnir í lækjaskorningunum og gilinu bættu þar ekki urn. Við mjökuðumst upp dalinn í fyrsta og öðrum gír. Það fóru ónot um mig þegar hann var að skrönglast yfir svellbunkana og ég var alltaf að gefa gilinu gætur. Þegar við vorum komnir milli bæjanna Keldulands og Stekkjarhóls komunt við að læk, sent hafði breitt sérlega mikið úr sér og myndað breiðan kúptan svellbunka, sem lá niður eftir hlíðinni svo langt sem séð varð. Hér nam Hjörleifur staðar og bað mig að fara út og ganga yfir svellið, sagði að ráðlegra væri að einhver yrði til frásagnar ef illa færi. Síðan tók hann lilhlaup og hleypti á svellbunkann á eins mikilli ferð og unnl var. Jeppinn skrensaði til þegar kom yfir undir hinn bakkann og kom hálfflatur upp að bakk- anum. Framhjólin náðu upp á bakkann, en þar staðnæmdist jeppinn og spólaði. Lét Hjörleifur hann spóla á fullri ferð, þar til afturhjólin höfðu grafið sig niður í svellið það langt, að ekki var hætta á, að hann rynni framaf. Stoppaði hann þá jeppann og tókst svo að lempa hann upp á bakk- ann. Ég staulaðist gangandi yfir og gekk það slysa- laust. Hjörleifur lét sér hvergi bregða, var sýnilega vanur slíkum uppákomunt. Var ferðinni nú haldið áfram upp að Gilsbakka, en þá var ekki bílfært lengra. Þar beið ein af systr- unum á Merkigili, Elín að nafni, með hesta. Settist ég nú upp á annað hrossið, en Elín upp á hitt, og var síðan haldið af stað inn að Merkigili. Tók hún læknatöskuna til varðveislu, hefur sennilega talið að þar væri henni betur borgið. Bar nú ekkert til tíðinda þar til við komum að svonefndu Stang- arlækjargili um það bil miðja vegu milli Gilsbakka og Merkigils. Þetta var alldjúpt gil og brattir harð- fennisskaflar í gilsbörmunum beggja megin, þó meira að sunnanverðu og örmjóir troðningar í þeim, rétt að markaði. Elín fór á undan og teymdi hrossið. Þegar hún var komin langleiðina upp á syðri gilbarminn, missti hrossið fótanna. datt á vinstri hliðina og síðan hrygginn og rann skáhalt niður í gilið, lengst af á lendinni, að nokkru uppi- sitjandi. Ferðin var svo mikil að það rann áleiðis upp í hinn gilbarminn en staðnæmdist síðan og kom undir sig fótunum. Mér fannst þessi atburður furðulegur og jafnframt óhugnanlegur þarna í tunglskímunni, ekki síst vegna þess, að ég vissi af Jökulsárgilinu rétt fyrir neðan og fannst að ferðin gæti allt eins vel endað þar niðri. Ekki sá ég Elínu bregða við þetta. Hún fór þegjandi og sótti hrossið, sem einnig tók þessu með jafnaðargeði, og teymdi það aðra ferð upp skaflinn, og gekk þá allt vel. Ég teymdi svo mitt hross á eftir. Hjörleifur á Gilsbakka með hundi sínum árið 1985 á svokölluðum Höfða við Jökulsá. Ljósmyndari óþekktur. Myndin erfengin úr Héraðskjalasafni Skagfirðinga. Fræðsludagur heimilislækna 3. mars 2007 Hinn árlegi fræðslu- og fagnaðardagur heimilislækna verður haldinn á Nordica Hótel fyrsta laugardag í mars. Öldrunarlæknar og endurhæfingarlæknar eru sem fyrr hjartanlega velkomnir. Fræðsludagurinn er sem áður skipulagður af FÍH og styrktur af AstraZeneca. Dagskrá hefst kl. 9.00. Nánari dagskrá verður send læknum sérstaklega. Fræðslunefnd FÍH AstraZeneca Læknablaðið 2007/93 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.