Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 81
SERLYFJATEXTAR
rannsókna sýna að lamótrigín ýtir ekki öðrum flogaveiki-
lyfjum úr próteinbindistöðum. í rannsókn hjá heilbrigð-
um fullorðnum sjálfboðaliðum sem notuðu 200 mg
skammta af lamótrigíni á dag og 1200 mg/dag af
oxkarbazepíni, leiddu niðurstöður í Ijós að í samanburði
við lyfleysu voru meðalgildi fyrir Cmax og AUC(0-24) við
jafnvægi lækkuð um annars vegar 2% og hins vegar 8%.
90% öryggismörk bentu til að mismunurinn væri á milli
-22% og +8% fyrir AUC(0-24) og -15% og +15% fyrir C^.
Oftar var greint frá aukaverkunum fyrir oxkarbazepín
og lamótrigín en við meðferð með hvoru lyfi um sig.
Þegar 20 heilbrigðum sjálfboðaliðum voru gefin 2 g af
vatnsfríu litíumglúkonati 2svar á dag í 6 daga, breyttust
lyfjahvörf litíums ekki við samhliða gjöf 100 mg/dag
af lamótrigíni. Þessi skammtur af lamótrigíni er lægri
en hæsti ráðlagði skammtur gegn geðhvarfasjúkdómi
en ekki er talið líklegt að marktæk áhrif á lyfjahvörf
komi fram við hærri skammta af litíum þar sem ekki eru
lyfjahvarfafræðilegar forsendurfyrir slíkri milliverkun.
Endurteknir búprópíón skammtar til inntöku höfðu
engin tölfræðilega martæk áhrif á lyfjahvörf stakra lamó-
trigín skammta hjá 12 einstaklingum og ollu aðeins
vægri aukningu á AUC fyrir lamótrigínglúkúróníð. í
rannsókn á heilbrigðum fullorðnum sjálfboðaliðum,
lækkuðu 15 mg af olanzapíni AUC og Cmax fýrir lamó-
trigín um að meðaltali annars vegar 24% og hins vegar
20%. Yfirleitt er ekki gert ráð fyrir að áhrif af þessari
stærðargráðu hafi klíníska þýðingu. Lamótrigín 200
mg hafði ekki áhrif á lyfjahvörf olanzapíns. Rannsóknir
in vitroá hömlun bentu til aðáhrif á myndun megin-
umbrotsefnis lamótrigíns, 2-N-glúkúróníðs, væru
mjög lítil þegar amitriptýlín, búprópíón, klónasepam,
halóperídóleöa lórazepam voru höfð með. Niðurstöður
rannsókna á búfúralól umbroti í lifrarmíkrósómum úr
mönnum bentu til þess að lamótrigín dragi ekki úr
úthreinsun lyfja sem fyrst og fremst umbrotna fyrir
tilstilli CYP2D6. Niðurstöður in vitro rannsókna benda
einnig til þess að ólíklegt sé að clózapín, flúoxetín,
fenelzín, risperídón, sertralín og trasódón hafi áhrif á
úthreinsun lamótrigíns. Hins vegar hefur verið greint frá
því að sertralín geti aukið eituráhrif lamótrigíns með því
að hækka þéttni þess í plasma. í rannsókn á 10 karlkyns
sjálfboðaliðum, jók rlfampicín úthreinsun lamótrigíns og
stytti t1/2þess vegna örvunar lifrarensímanna er stjórna
glúkúróníðtengingu. Hjá sjúklingum sem fá samhliða
meðferð með rífampicíni, er ráðlögð meðferðaráætlun
fyrir lamótrigín og samhliða notkun lyfja er virkja
glúkúróníðtengingu. Parasetamól getur aukið brotthvarf
lamótrigíns. Sýnt hefur verið fram á að samhliða notkun
etínýlestradíol/levónorgestrel (30 pg/150 pg) u.þ.b.
tvöfaldi úthreinsun lamótrigíns og leiði til lækkunar
á þéttni þess. Viðhaldsskammtar lamótrigíns, í kjölfar
skammtaaðlögunar, gætu því þurft að vera allt að
tvöfaldir til að fá fram fullnægjandi svörun. Hjá konum
sem ekki taka lyf sem virkja glúkúróníðtengingu
lamótrigíns og taka hormónagetnaðarvarnarlyf sem
fela í sér lyfjalausa viku, kemur fram stigvaxandi
þéttni lamótrigíns meðan á lyfjalausu vikunni stendur.
Þessi hækkun verður meiri þegar skammtaaukning
lamótrigíns á sér stað dagana fyrir eða í þessari
lyfjalausu viku. Læknar skulu framkvæma viðeigandi
klínískt eftirlit hjá konum sem eru að hefja eða
Ijúka notkun hormónagetnaðarvamarlyfja meðan á
meðferð með lamótrigíni stendur og skammtaaðlögun
getur verið nauðsynleg. Ekki hafa farið fram rann-
sóknir á notkun annarra getnaðarvarnarlyfja til
inntöku eða annarra hormónalyfja, þó þau geti haft
svipuð áhrif á lyfjahvörf lamótrigíns. Rannsókn á
milliverkunum hjá 16 heilbrigðum sjálfboðaliðum
hefur sýnt fram á að við samhliða notkun lamótrigíns
og hormónagetnaðarvamarlyfja (etínýlestradíol/
levónorgestrel) kemurfram svolítil aukning í úthreinsun
levónorgestrel og breytingará þéttni FSH og LH í
sermi. Áhrif þessara breytinga á virkni eggjastokka
við egglos eru ekki þekkt. Hins vegar er ekki hægt að
útiloka að þessar breytingar dragi úr virkni getnaðar-
varnarlyfjanna hjá sumum sjúklingum sem taka
hormónagetnaðarvarnarlyf samhliða lamótrigíni.
Því skal ráðleggja sjúklingum að láta strax vita af
breytingum á blæðingamynstri. Áhrif annarra skammta
lamótrigíns en 300 mg/dag hafa ekki verið rannsökuð
og ekki hafa farið fram rannsóknir með notkun annarra
kvenhormónalyfja. Milliverkanir við umbrot fólínsýru:
Engin marktæk áhrif komu fram við langtíma notkun
hjá mönnum, í þéttni hemóglóbíns, MCV eða þéttni
fólínsýru í sermi eða rauðum blóðkornum í allt að 1
ár eða þéttni fólínsýru í rauðum blóðkornum í allt að
5 ár. Meðganga og brjóstagjöf: Eftir að lyfið kom á
markað hafa verið skráðar þunganiryfir 1000 kvenna er
fengu meðferð með lamótrigíni einu sér á 1. þriðjungi
meðgöngu. Gögnin benda ekki til hærri tíðni alvarlegra
fæðingargalla en almennt gerist. Gögn varðandi notkun
lamótrigíns ásamt öðrum virkum efnum gegn flogaveiki
nægja ekki til að meta hvort hættan á vansköpun
aukist. Það er því mikilvægt að þungaðar konur og
konur á barneignaaldri séu meðhöndlaðar með 1 lyfi
þegar kostur er. Engin fósturskemmandi áhrif hafa
komið fram í dýratilraunum. Lamótrigín gæti fræðilega
leitt til hækkaðrar tíðni fósturskemmda með lækkun
fólatgilda. íhuga má inntöku fólínsýru þegar þungun
er áætluð og á fyrri hluta meðgöngu. Eins og á við um
önnur lyf skal aðeins nota lamótrigín á meðgöngu sé
mögulegur ávinningur meiri en hugsanleg áhætta.
Lífeðlisfræðilegar breytingar á meðgöngu geta haft
áhrif á þéttni lamótrigíns og/eða áhrif meðferðar.
Greint hefur verið frá lækkaðri lamótrigínþéttni á
meðgöngu.Tryggja skal viðeigandi klínískt eftirlit með
þunguðum konum á lamótrigínmeðferð. Ekki liggja
fyrir nægilegar upplýsingar varðandi áhrif lamótrigíns
á vöxt, þroska og vitsmunalega virkni hjá börnum.
Lamótrigín er skilið út í brjóstamjólk og getur náð
þéttni í sermi hjá barni sem samsvarar þéttni hjá móður
við venjulega skammta. Mæður ættu því aðeins að
hafa börn á brjósti að undangengnu vandlegu mati
á ávinningi og áhættu fyrir ungbarnið eða hætta
brjóstagjöf. Ef barn er haft á brjósti skal fylgjast með
hugsanlegum áhrifum hjá því. Akstur og notkun
véla: Lamótrigín hefur mjög lítil eða væg áhrif á hæfni
til aksturs og notkunar véla. Greint hefur verið frá
aukaverkunum á taugakerfið, s.s. svima og tvísýni í
klínískum rannsóknum. Aukaverkanir: Mjög algengar
(>1/10): Höfuðverkur, svimi, tvísýni, sjóntruflanir,
útbrot. Algengar (> 1/100, < 1/10): Pirringur, svefnleysi,
þreyta, syfja, svimi, skjálfti, augntin, hreyfiglöp, ógleði,
uppköst og niðurgangur, óróleiki, liðverkir, verkir,
bakverkir. Sjaldgæfar (> 1/1.000, < 1/100): Árásargirni.
Mjög sjaldgæfar (> 1/10.000, < 1/1.000): Hreyfiglöp,
æsingur, óstöðugleiki, hreyfitruflanir, versnun Parkinson
sjúkdóms, utanstrýtueinkenni, fettu- og brettuástand,
aukin tíðni floga, tárubólga, Stevens Johnson heilkenni.
Örsjaldan koma fyrir (< 1/10.000, þ.m.t. einstök tilvik):
Vöðvakippir, ofskynjanir, rugl, ofnæmisheilkenni
(þ.m.t. einkenni eins og hiti, eitlastækkanir, bjúgur í
andliti og breytingar á niðurstöðum blóðrannsókna og
óeðlileg lifrarpróf, blóðstorkusótt og fjöllífærabilun).
Breytingar á blóðmynd, þ.m.t. daufkyrningafæð, hvít-
kornafæð, blóðleysi, blóðflagnafæð, blóðfrumnafæð,
vanmyndunarblóðleysi og kyrningahrap. Ekki hefur
verið sýnt fram á hvort breytingar á blóðmynd tengjast
ofnæmisheilkenni. Hækkuð gildi á lifrarprófum, skert
lifrarstarfsemi, lifrarbilun. Skert lifrarstarfsemi kemur
yfirleitt fram í tengslum við ofnæmisviðbrögð en
greint hefur verið frá einstökum tilvikum án einkenna
um ofnæmi. Drep í húðþekju. Viðbrögð sem líkjast
rauðum úlfum. Ofskömmtun: Ofskömmtun hefur
leitt til augntins, hreyfiglapa, skertrar meðvitundar og
meðvitundarleysis. Breytingará hjartalínuriti geta komið
fram. Eigi ofskömmtun sér stað skal leggja sjúklinginn
inn á spítala og beita viðeigandi stuðningsmeðferð.
Framkvæma skal magaskolun og meðferð með lyfja-
kolum sé grunur um eitrun, þegar það á við. Engin
reynsla er af blóðskilun. Pakkningar og hámarksverð
í smásölu 1. janúar 2006: Dreifitöflur 25 mg, 56 stk.:
3.203 kr. 50 mg, 56 stk.: 5.073 kr. 100 mg, 56 stk.: 8.407
kr. 200 mg, 56 stk.: 13.792 kr. Afgreiðslutilhögun: R.
Greiðsluþátttaka: E. Markaðsleyfishafi: Actavis hf.
Desember 2005.
hagur í heilsu
Læknablaðið 2007/93 81