Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA
örorkustigsins eins sér. Marktækur munur er á
milli aldursdreifingarinnar hjá konum og körlum
(p<0,0001), bæði hvað varðar hærra örorkustigið
eitt sér og bæði stigin samanlögð. Algengi örorku
fer stigvaxandi með aldri hjá báðum kynjum og í
yngstu aldurshópunum (16 til 19 og 20 til 24 ára)
er örorka ífið algengari hjá körlum en konum, en í
eldri aldurshópum mun algengari hjá konum.
Tafla V sýnir fyrstu (helstu) sjúkdómsgreiningu
eftir sjúkdómaflokkum (8) hjá þeim sem metnir
höfðu verið til annars vegar hærra örorkustigs-
ins og hins vegar annað hvort hærra eða lægra
örorkustigsins 1. desember 2005. Þetta er sú
sjúkdómsgreining sem tryggingalæknirinn byggir
örorkumat sitt öðru fremur á. Marktækur munur
er í báðum tilvikum á dreifingu sjúkdómaflokka
á milli kvenna og karla (p<0,0001). Geðraskanir
og stoðkerfisraskanir voru algengustu sjúkdóma-
flokkarnir hjá báðum kynjum (til samans 67,4%
tilvika hjá konum og 59,8% hjá körlum meðal
þeirra sem metnir voru til hærra örorkustigsins,
en til samans 66,4% tilvika hjá konum og 58,1%
hjá körlum meðal þeirra sem metnir voru annað-
hvort til hærra eða lægra örorkustigsins).
Umræða
í desember 2005 hafði algengi hærra örorkustigs-
ins aukist talsvert frá því sem var í desember árið
2002, eða úr 7,0% í 8,0% hjá konum og úr 4,7%
í 5,2% hjá körlum (5). Rannsóknir hafa sýnt að
fjölgun nýskráðra öryrkja er mjög breytileg frá
einu ári til annars. Sýnt hefur verið að sá breyti-
leiki tengist öðru fremur breytingum á atvinnu-
leysisstigi (7,11). Atvinnuleysi hafði aukist umtals-
vert frá 2002 til 2004, og tíðni örorku með, en á
árinu 2005 dró úr atvinnuleysi og þá hægði einnig
á fjölgun öryrkja (7).
Aðrir þættir stuðla að hægfara fjölgun öryrkja
yfir tíma, svo sem hækkun meðalaldurs og auknar
kröfur á vinnumarkaði (6), en á síðasta áratug
gætti einnig sérstaklega mikillar fjölgunar öryrkja
með geðraskanir sem megin ástæðu örorkunnar
(7, 12). Slíkrar aukningar hafði ekki gætt áratug-
ina á undan og virðist vera um vakningu að ræða
á þessu sviði, það er að fólk með geðraskanir sem
áður var utan örorkulífeyriskerfisins hafi í aukn-
um mæli leitað meðferðar og skráningar, meðal
annars vegna bættra greiningaraðferða og meiri
vitundar um rétt til örorkulífeyris (13, 14). Þessi
þróun virðist hafa verið algeng í öðrum vestrænum
löndum áratuginn á undan (7,13).
Örorka er sem fyrr marktækt algengari hjá
konum en körlum. Sú útkoma er algeng meðal
þjóða sem búa við borgararéttindakerfi á sviði
almannatrygginga (til dæmis norrænu þjóðirnar og
Tafla IV. Algengi* örorku í einstökum atdurshópum á íslandi þann 1. desember 2005 skipt eftir örorkustigi og kyni.
Aldur (f árum) Bæði örorkustigin samanlögð Hærra örorku stigið
Konur Karlar Konur Karlar
16-19 1,1 1,4 1,1 1,4
20-24 2,3 2,5 2,0 2,3
25-29 4,0 2,8 3,5 2,5
30-34 5,0 3,4 4,6 3,1
35-39 7,0 4,2 6,4 3,9
40-44 9,1 5,6 8,2 5,2
45-49 10,4 6,5 9,6 6,3
50-54 11,9 7,6 11,0 7,2
55-59 15,7 9,3 14,8 8,8
60-64 22,6 13,6 21,4 13,0
65-66 28,9 17,9 27,8 17,4
16-66 8,6 5,5 8,0 5,2
* Hundraðshlutfall af fólki á aldrinum 16-66 ára búsettu á íslandi þann 1. desember 2005.
Tafla V. Fyrsta (helsta) sjúkdómsgreining samkvæmt iCD-10 skránni* hjá öryrkjum á íslandi þann 1. desember 2005, skipt eftir örorkustigi og kyni.
Bæði örorkustigin samanlögö Hærra örorku- stigið
Konur Karlar Konur Karlar
Smitsjúkdómar 0,6% 0,8% 0,6% 0,7%
lllkynja æxli 2,1% 1,7% 2,1% 1,6%
Önnur æxli 0,4% 0,2% 0,3% 0,2%
Innkirtla-, næringar- og efnaskiptasjúkdómar 2,4% 2,4% 2,0% 1,8%
Geðraskanir 31,3% 40,8% 32,8% 42,6%
Sjúkdómar í taugakerfi 7,2% 8,7% 7,4% 8,7%
Sjúkdómar í augum og eyrum 2,0% 3,1% 1,7% 2,7%
Sjúkdómar í blóðrásarkerfi 4,0% 8,5% 4,1% 8,6%
Sjúkdómar í öndunarfærum 2,8% 1,7% 2,9% 1,6%
Sjúkdómar f meltingarfærum 1,0% 0,5% 1,0% 0,5%
Húðsjúkdómar 1,0% 0,4% 1,0% 0,4%
Stoökerfisraskanir 35,1% 17,3% 34,6% 17,2%
Sjúkdómar í þvag- og kynfærum 0,6% 0,4% 0,6% 0,4%
Meðfeeddar vanskapanir, aflaganir og litningafrávik 2,3% 3,4% 2,2% 3,3%
Áverkar 5,3% 8,8% 4,8% 8,5%
Aðrar greiningar 1,9% 1,3% 1,9% 1,2%
Samtals 100% 100% 100% 100%
* Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (International classification of diseases) (8)
Bretland), sem og þar sem lífeyrisréttur er rýmri
og bætur örlátari. Hjá þjóðunum á meginlandi
Evrópu (Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Portúgal,
Ítalíu og Belgíu), þar sem réttur til örorkulífeyris
er einkum bundinn starfsferli, er tíðni örorku jafn-
ari meðal kynjanna (13, 15). Á heildina litið var
tíðni örorku meðal karla í OECD-ríkjunum um
Læknablaðið 2007/93 13
L