Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2007, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.01.2007, Qupperneq 13
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA örorkustigsins eins sér. Marktækur munur er á milli aldursdreifingarinnar hjá konum og körlum (p<0,0001), bæði hvað varðar hærra örorkustigið eitt sér og bæði stigin samanlögð. Algengi örorku fer stigvaxandi með aldri hjá báðum kynjum og í yngstu aldurshópunum (16 til 19 og 20 til 24 ára) er örorka ífið algengari hjá körlum en konum, en í eldri aldurshópum mun algengari hjá konum. Tafla V sýnir fyrstu (helstu) sjúkdómsgreiningu eftir sjúkdómaflokkum (8) hjá þeim sem metnir höfðu verið til annars vegar hærra örorkustigs- ins og hins vegar annað hvort hærra eða lægra örorkustigsins 1. desember 2005. Þetta er sú sjúkdómsgreining sem tryggingalæknirinn byggir örorkumat sitt öðru fremur á. Marktækur munur er í báðum tilvikum á dreifingu sjúkdómaflokka á milli kvenna og karla (p<0,0001). Geðraskanir og stoðkerfisraskanir voru algengustu sjúkdóma- flokkarnir hjá báðum kynjum (til samans 67,4% tilvika hjá konum og 59,8% hjá körlum meðal þeirra sem metnir voru til hærra örorkustigsins, en til samans 66,4% tilvika hjá konum og 58,1% hjá körlum meðal þeirra sem metnir voru annað- hvort til hærra eða lægra örorkustigsins). Umræða í desember 2005 hafði algengi hærra örorkustigs- ins aukist talsvert frá því sem var í desember árið 2002, eða úr 7,0% í 8,0% hjá konum og úr 4,7% í 5,2% hjá körlum (5). Rannsóknir hafa sýnt að fjölgun nýskráðra öryrkja er mjög breytileg frá einu ári til annars. Sýnt hefur verið að sá breyti- leiki tengist öðru fremur breytingum á atvinnu- leysisstigi (7,11). Atvinnuleysi hafði aukist umtals- vert frá 2002 til 2004, og tíðni örorku með, en á árinu 2005 dró úr atvinnuleysi og þá hægði einnig á fjölgun öryrkja (7). Aðrir þættir stuðla að hægfara fjölgun öryrkja yfir tíma, svo sem hækkun meðalaldurs og auknar kröfur á vinnumarkaði (6), en á síðasta áratug gætti einnig sérstaklega mikillar fjölgunar öryrkja með geðraskanir sem megin ástæðu örorkunnar (7, 12). Slíkrar aukningar hafði ekki gætt áratug- ina á undan og virðist vera um vakningu að ræða á þessu sviði, það er að fólk með geðraskanir sem áður var utan örorkulífeyriskerfisins hafi í aukn- um mæli leitað meðferðar og skráningar, meðal annars vegna bættra greiningaraðferða og meiri vitundar um rétt til örorkulífeyris (13, 14). Þessi þróun virðist hafa verið algeng í öðrum vestrænum löndum áratuginn á undan (7,13). Örorka er sem fyrr marktækt algengari hjá konum en körlum. Sú útkoma er algeng meðal þjóða sem búa við borgararéttindakerfi á sviði almannatrygginga (til dæmis norrænu þjóðirnar og Tafla IV. Algengi* örorku í einstökum atdurshópum á íslandi þann 1. desember 2005 skipt eftir örorkustigi og kyni. Aldur (f árum) Bæði örorkustigin samanlögð Hærra örorku stigið Konur Karlar Konur Karlar 16-19 1,1 1,4 1,1 1,4 20-24 2,3 2,5 2,0 2,3 25-29 4,0 2,8 3,5 2,5 30-34 5,0 3,4 4,6 3,1 35-39 7,0 4,2 6,4 3,9 40-44 9,1 5,6 8,2 5,2 45-49 10,4 6,5 9,6 6,3 50-54 11,9 7,6 11,0 7,2 55-59 15,7 9,3 14,8 8,8 60-64 22,6 13,6 21,4 13,0 65-66 28,9 17,9 27,8 17,4 16-66 8,6 5,5 8,0 5,2 * Hundraðshlutfall af fólki á aldrinum 16-66 ára búsettu á íslandi þann 1. desember 2005. Tafla V. Fyrsta (helsta) sjúkdómsgreining samkvæmt iCD-10 skránni* hjá öryrkjum á íslandi þann 1. desember 2005, skipt eftir örorkustigi og kyni. Bæði örorkustigin samanlögö Hærra örorku- stigið Konur Karlar Konur Karlar Smitsjúkdómar 0,6% 0,8% 0,6% 0,7% lllkynja æxli 2,1% 1,7% 2,1% 1,6% Önnur æxli 0,4% 0,2% 0,3% 0,2% Innkirtla-, næringar- og efnaskiptasjúkdómar 2,4% 2,4% 2,0% 1,8% Geðraskanir 31,3% 40,8% 32,8% 42,6% Sjúkdómar í taugakerfi 7,2% 8,7% 7,4% 8,7% Sjúkdómar í augum og eyrum 2,0% 3,1% 1,7% 2,7% Sjúkdómar í blóðrásarkerfi 4,0% 8,5% 4,1% 8,6% Sjúkdómar í öndunarfærum 2,8% 1,7% 2,9% 1,6% Sjúkdómar f meltingarfærum 1,0% 0,5% 1,0% 0,5% Húðsjúkdómar 1,0% 0,4% 1,0% 0,4% Stoökerfisraskanir 35,1% 17,3% 34,6% 17,2% Sjúkdómar í þvag- og kynfærum 0,6% 0,4% 0,6% 0,4% Meðfeeddar vanskapanir, aflaganir og litningafrávik 2,3% 3,4% 2,2% 3,3% Áverkar 5,3% 8,8% 4,8% 8,5% Aðrar greiningar 1,9% 1,3% 1,9% 1,2% Samtals 100% 100% 100% 100% * Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (International classification of diseases) (8) Bretland), sem og þar sem lífeyrisréttur er rýmri og bætur örlátari. Hjá þjóðunum á meginlandi Evrópu (Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Portúgal, Ítalíu og Belgíu), þar sem réttur til örorkulífeyris er einkum bundinn starfsferli, er tíðni örorku jafn- ari meðal kynjanna (13, 15). Á heildina litið var tíðni örorku meðal karla í OECD-ríkjunum um Læknablaðið 2007/93 13 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.