Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / ASTMI Ekki er allt astmi sem hvæsir Sjúkratilfelli Björn Logi Þórarinsson1 NÁMSLÆKNIR Lárus Jónasson2 SÉRFRÆÐINGUR í LIFFÆRAMEINAFRÆÐI Birna Jónsdóttir3 SÉRFRÆÐINGUR í MYNDGREININGU Gunnar Guðmundsson1,4 SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM, LUNGNA- OG GJÖRGÆSLULÆKNINGUM ‘Lungnadeild Landspítala, 2rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala 3Röntgen Domus í Mjódd, 4rannsóknastofu í lyfja- og eit- urefnafræði, læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Gunnar Guðmundsson, lungnadeild Landspítala E-7 Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími 543-6876, fax 543-6568. ggudmimd@landspitali.is Lyldlorð; sjúkratilfelli, astmi, loftvegaþrenging, öndunarmœling. Útdráttur Fimmtíu og sex ára gömul kona með sögu um astma leitaði til lungnalæknis. Hún hafði verið greind með astma á heilsugæslustöð rúmu ári áður. Hún var meðhöndluð með innúðalyfjum án þess að ná góðum bata. Lungnalæknir greindi þrengingu á barka vegna skjaldkirtilsstækkunar sem þrýsti barkanum saman. Hún var læknuð með aðgerð á skjaldkirtli. Ræddar eru mismunagrein- ingar við astma og orsakir þrenginga í loftvegum og mikilvægi öndunarmælinga við greiningu lungnasjúkdóma. Sjúkratilfelli Fimmtíu og sex ára gömul kona leitaði til lungna- læknis með sögu um astma. Hún hafði verið greind með astma á heilsugæslustöð rúmlega einu ári fyrir komu. Um var að ræða klíníska greiningu byggða á sögu og líkamsskoðun. Einkenni konunnar voru erfiðleikar við öndun en henni leið oft eins og hún væri að kafna, sérstaklega við áreynslu og út- afliggjandi. Það kraumaði ofan í henni við öndun. Það var margra ára saga um kitlandi tilfinningu í hálsi og þrálátan þurran hósta. Hún gat áður synt 500 metra í sundi en nú gat hún aðeins synt 100 metra vegna hamlandi andnauðar. Hún var almennt hraust og ekki með þekkt ofnæmi. Konan hafði hætt að reykja 15 árum fyrir komu en átti alls að baki 20-30 pakkaár í reykingum. Hún starfaði í mötuneyti. Hún var meðhöndluð með innúðalyfjum með samsetningu langvirkra berkjuvíkkandi lyfja og innúðastera. Þrátt fyrir þetta hafði hún áfram stöðug einkenni sem voru talin orsakast af astma. Þremur mánuðum fyrir komu fékk hún sýklalyfja- og sterameðferð um munn vegna kvefs, aukinnar mæði, hósta og grænleits uppgangs án hita. Á sama tíma voru teknar röntgenmyndir af lungum og hálsi sem voru eðlilegar. Einkenni héldu áfram að vera til staðar og því var henni vísað til lungnalæknis. Við komu til lungnalæknis heyrðust soghljóð (stridor), bæði í inn og útöndun án hlustpípu, og það sást að hálsinn var áberandi útstæður að framanverðu. Við þreifingu á hálsi var skjaldkirt- ill mjög stækkaður jafnt hægra sem vinstra megin, hann var mjúkur og laus frá undirliggjandi vefjum. Engar eitlastækkanir voru á hálsi. Við lungna- hlustun var útöndun lengd og önghljóð heyrðust dreift í báðum lungum. Með hlustpípu heyrðust soghljóð yfir barka. Almenn líkamsskoðun var eðlileg að öðru leyti. Öndunarmæling sýndi teppu með FVC 2,88 L (99% af áætluðu), FEVl 1,55 L (66% af áætluðu) og hlutfall FEVl/FVC 54% og kassalaga (flata) flæðilykkju eins og sýnt er á mynd 1. Tölvusneiðmynd var gerð af hálsi og efri hluta brjóstkassa og sýndi hún mikla og dreifða stækkun á skjaldkirtli sem náði niður í brjóstkassa hægra megin (myndir 2). Skjaldkirtillinn þrýsti á bark- ann og var þvermál barkans aðeins 5,6 mm í stað 25 mm eins og eðlilegt er. Hliðrun var á aðlægum mjúkpörtum. Einnig var til staðar þindarslit. Almennar blóðrannsóknir voru innan eðlilegra marka. Hún fékk stera í háum skömmtum í æð og síðan ENGLISH SUMMARY Þórarinsson BL, Jónasson L, Jónsdóttir B, Guömundsson G Not all wheezing is astma. Case report Læknablaðið 2007; 93:17-20 A fifty six year old woman with history of asthma visited a respiratory specialist. She had been diagnosed with asthma more than a year previously in a primary care clinic. She was treated with inhaled medications without good response. A respiratory specialist diagnosed tracheal narrowing secondary to thyroid enlargement that was pushing the trachea together. She was cured with a thyroid operation. Discussed are differential diagnosis of asthma and causes of airway narrowing and the importance of spirometry in diagnosing asthma. Keywords: case report, asthma, airway narrowing, spirometry. Correspondence: Gunnar Guðmundsson, ggudmund@ landspitali.is Læknablaðið 2007/93 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.