Læknablaðið - 15.01.2007, Blaðsíða 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNINGAR HÉRAÐSLÆKNIS
Læknisferð að Merkigili
Þegar ég var héraðslæknir á Hofsósi á árunum
1954-61 kom það nokkrum sinnum fyrir að ég
sinnti Sauðárkrókshéraði í fjarveru héraðslæknis
ef hann þurfti að bregða sér frá og var það gagn-
kvæmt ef ég þurfti að fara frá. Bæði héruðin voru
þá einmenningshéruð, en óheimilt var að fara
út úr héraði, nema fá mann til að gegna fyrir sig.
Þetta gerðist þó sjaldan og einungis í stuttan tíma
í senn.
Það var eitt sinn síðla vetrar að Friðrik J. Frið-
riksson, sem þá var héraðslæknir á Sauðárkróki,
þurfti að víkja sér frá í tvo daga og bað mig að ansa
fyrir sig á meðan. Ég játaði þessu að sjálfsögðu.
Þegar kom að nefndum degi lauk ég því sem fyrir
lá á Hofsósi fyrri hluta dagsins, en fór að því búnu
yfir á Sauðárkrók og tók þar á rnóti sjúklingum til
kvölds.
Um það bil sem móttökunni var að ljúka eða í
rökkurbyrjun var hringt frá Merkigili í Austurdal.
Var Mónika húsfreyja í símanum og tjáði mér að
dóttir sín væri mikið veik, hefði háan hita og höf-
uðverk, og bað mig að koma í vitjun sem allra fyrst.
Veður var gott, stillt og bjart, en frost og svellalög
mikil. Snjór var ekki mikill, en harðfenni það
sem það var. Þegar kom fram á kvöldið, var dauft
tunglskin, svo að greina mátti útlínur landslags í
grófum dráttum, en ekki í smáatriðum.
Ég var á Willys-jeppa og því einfær um að kom-
ast ferða minna á láglendi þar sem greiðfært var.
Það varð að samkomulagi að kunnugur maður
kæmi á móti mér út á Kjálkann að Norðurá og
æki mér upp Austurdalinn, þar sem til þess þyrfti
kunnugan mann og vel búinn bíl. Þegar ég kom að
Norðurá var þar kominn Hjörleifur Kristinsson
Guðmundur
Helgi Þórðarson
I-A'RRUM HÉRAÐSLÆKNIR
OG HEIMII.ISLÆKNIR
Merkigil. Horft er yfir gilið til suðvesturs ofan úr hlíðinni á móti. Til vinstri sér í klettahlíð Merkidalsins, áframhald Merkigilisins. Vegarslóðin krókar sig
upp suðvesturkinn gilsins og er aðeins reiðgata en ekki bílvegur. Horft er yfir hálsinn norðan við bœinn Merkigil og sér íAusturdalinn en í baksýn er
fjallið milli Austurdals og Vesturdals og er það kollurinn á fjallinu Eltiða sem hœst ber. Mynd: Hjalti Pálsson.
Læknablaðið 2007/93 37