Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2007, Page 39

Læknablaðið - 15.01.2007, Page 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNINGAR HÉRAÐSLÆKNIS frá Gilsbakka í Austurdal, næsta bæ við Merkigil. Hann var á litlum Willys-jeppa með tvöföldum keðjum á öllum hjólum. Var nú haldið af stað upp Austurdal. Hjörleifur taldi færið varasamt vegna hálku og vonlaust að komast lengra en að Gilsbakka og sagði að ég myndi verða sóttur þangað á hestum. Leiðin upp dalinn liggur í fjallshlíð, sem er í fyrstu aflíðandi, en verður því brattari sem innar dregur og dal- urinn þrengist. Lækjarskorningar ganga allvíða þvert á veginn, og voru lækirnir botnfrostnir og uppbólgnir með svellbunkum, sem virtust sums staðar ná niður í Jökulsárgil, en ég sá glitta í gilið, þegar ofar dró í dalinn. Fór þá umhverfið að verða skuggalegt í augum viðvaningsins. Tunglsljósið, sem var dauft, setti á þetta hálfdraugalegan blæ. Svellglottarnir í lækjaskorningunum og gilinu bættu þar ekki urn. Við mjökuðumst upp dalinn í fyrsta og öðrum gír. Það fóru ónot um mig þegar hann var að skrönglast yfir svellbunkana og ég var alltaf að gefa gilinu gætur. Þegar við vorum komnir milli bæjanna Keldulands og Stekkjarhóls komunt við að læk, sent hafði breitt sérlega mikið úr sér og myndað breiðan kúptan svellbunka, sem lá niður eftir hlíðinni svo langt sem séð varð. Hér nam Hjörleifur staðar og bað mig að fara út og ganga yfir svellið, sagði að ráðlegra væri að einhver yrði til frásagnar ef illa færi. Síðan tók hann lilhlaup og hleypti á svellbunkann á eins mikilli ferð og unnl var. Jeppinn skrensaði til þegar kom yfir undir hinn bakkann og kom hálfflatur upp að bakk- anum. Framhjólin náðu upp á bakkann, en þar staðnæmdist jeppinn og spólaði. Lét Hjörleifur hann spóla á fullri ferð, þar til afturhjólin höfðu grafið sig niður í svellið það langt, að ekki var hætta á, að hann rynni framaf. Stoppaði hann þá jeppann og tókst svo að lempa hann upp á bakk- ann. Ég staulaðist gangandi yfir og gekk það slysa- laust. Hjörleifur lét sér hvergi bregða, var sýnilega vanur slíkum uppákomunt. Var ferðinni nú haldið áfram upp að Gilsbakka, en þá var ekki bílfært lengra. Þar beið ein af systr- unum á Merkigili, Elín að nafni, með hesta. Settist ég nú upp á annað hrossið, en Elín upp á hitt, og var síðan haldið af stað inn að Merkigili. Tók hún læknatöskuna til varðveislu, hefur sennilega talið að þar væri henni betur borgið. Bar nú ekkert til tíðinda þar til við komum að svonefndu Stang- arlækjargili um það bil miðja vegu milli Gilsbakka og Merkigils. Þetta var alldjúpt gil og brattir harð- fennisskaflar í gilsbörmunum beggja megin, þó meira að sunnanverðu og örmjóir troðningar í þeim, rétt að markaði. Elín fór á undan og teymdi hrossið. Þegar hún var komin langleiðina upp á syðri gilbarminn, missti hrossið fótanna. datt á vinstri hliðina og síðan hrygginn og rann skáhalt niður í gilið, lengst af á lendinni, að nokkru uppi- sitjandi. Ferðin var svo mikil að það rann áleiðis upp í hinn gilbarminn en staðnæmdist síðan og kom undir sig fótunum. Mér fannst þessi atburður furðulegur og jafnframt óhugnanlegur þarna í tunglskímunni, ekki síst vegna þess, að ég vissi af Jökulsárgilinu rétt fyrir neðan og fannst að ferðin gæti allt eins vel endað þar niðri. Ekki sá ég Elínu bregða við þetta. Hún fór þegjandi og sótti hrossið, sem einnig tók þessu með jafnaðargeði, og teymdi það aðra ferð upp skaflinn, og gekk þá allt vel. Ég teymdi svo mitt hross á eftir. Hjörleifur á Gilsbakka með hundi sínum árið 1985 á svokölluðum Höfða við Jökulsá. Ljósmyndari óþekktur. Myndin erfengin úr Héraðskjalasafni Skagfirðinga. Fræðsludagur heimilislækna 3. mars 2007 Hinn árlegi fræðslu- og fagnaðardagur heimilislækna verður haldinn á Nordica Hótel fyrsta laugardag í mars. Öldrunarlæknar og endurhæfingarlæknar eru sem fyrr hjartanlega velkomnir. Fræðsludagurinn er sem áður skipulagður af FÍH og styrktur af AstraZeneca. Dagskrá hefst kl. 9.00. Nánari dagskrá verður send læknum sérstaklega. Fræðslunefnd FÍH AstraZeneca Læknablaðið 2007/93 39

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.