Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 7
RITSTJÚRNARGREIIU Evrópsk stefnuskrá um heilbrigði hjartans: Betra er heilt en vel gróið Flest deyjum við af völdum hjarta- og æða- sjúkdóma. Þrátt fyrir gríðarlegar framfarir í með- ferð þessara sjúkdóma eru þeir ennþá orsök 55% dauðsfalla hjá konum og um 43% karla. Það er líklegra að sá sem les þessar línur deyi úr hjarta- og æðasjúkdómi en af völdum allra tegunda krabba- meina samanlagt. Þrátt fyrir að gríðarlegar fram- farir hafi orðið í meðferð hjarta- og æðasjúkdóma, er stærri hluti þjóðarinnar hjartveikur en var fyrir nokkrum áratugum. Mótsögnin í þessu stafar af því að bætt greining og meðferð hjarta- og æða- sjúkdóma hefur leitt til þess að horfur þeirra sem fá hjartasjúkdóm eru betri en áður var. Af þessu leiðir að fleiri lifa með sjúkdóminn fram á efri ár. Kostnaður samfélagsins vegna hjarta- og æða- sjúkdóma er gríðarlegur. Heildarkostnaður vegna þessara sjúkdóma innan Evrópusambandsins er 169 milljarðar evra á ári. Evrópska stefnuskráin um heilbrigði hjartans (European Heart Health Charter) er samstarfs- verkefni Evrópusamtaka hjartaverndarfélaga (European Heart Network) og Evrópusamtaka hjartalækna (European Society of Cardiology) með stuðningi Evrópusambandsins (ESB) og Evr- ópusvæðis Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Stefnuskráin, sem var formlega sett fram í Brussel 12. júní síðastliðinn, hefur að markmiði að draga úr byrði samfélagsins vegna hjarta- og æðasjúkdóma með því að samræma og sameina aðgerðir fagfélaga, heilbrigðisstétta, heilbrigð- isyfirvalda og almennings í forvarnarmálum. Fyrir Islands hönd hafa Hjartavernd, Hjartasjúkdóma- félag íslenskra lækna og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið sameinast í því að framfylgja áætl- uninni hér á landi. I stefnuskránni er lögð áhersla á að í aðild- arlöndunum verði fundnar leiðir til að allur al- menningur nái • reykja ekki • tileinka sér heilbrigðar matarvenjur • fá nægjanlega líkamsþjálfun (minnst 30 mínútur á dag) • halda kjörþyngd (lfkamsþyngdarstuðull (BMI) undir25 kg/m2) • blóðþrýstingur sé undir 140/90 mm Hg • heildarkólesteról sé undir 5,0 mmól/L • sykurefnaskipti séu eðlileg • forðast mikið álag Það er skilningur þeirra aðila sem standa að stefnuskránni að þessum markmiðum verði aðeins náð með samstarfi heilbrigðisyfirvalda, heilbrigð- isstarfsfólks, hjartaverndarsamtaka og almenn- ings. Aðkoma þessara aðila er með mismunandi hætti. Til dæmis er það hlutverk stjórnvalda að setja lög um tóbaksvarnir og reglur um nið- urgreiðslur kólesteról- og blóðþrýstingslækkandi lyfja. Heilbrigðisstarfsfólk ber ábyrgð á því að veita ráðgjöf á faglegum grunni og læknar að greina og meðhöndla einstaklinga í áhættuhópum þannig að meðferðarmarkmið náist. Að lokum er það hlutverk einstaklingsins að bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin heilsu með því að temja sér heilbrigðan lífsstíl. Sérstaklega er lögð áhersla á að vinna með bættan lífsstíl barna og unglinga. Það er fagnaðarefni að Hjartavernd, Hjarta- sjúkdómafélag íslenskra lækna og heilbrigðisyf- irvöld hafa nú staðfest vilja sinn til að sameinast um að framfylgja evrópsku stefnuskránni um heii- brigði hjartans hér á landi. Með því hefur ísland fyrst Norðurlandaþjóða stigið fram fyrir skjöldu með nýja nálgun og áherslur í forvörnum hjarta- og Karl Andersen European Heart Health Charter implementcd in lceland Læknablaðið 2007/93 591 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.