Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 12
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURKÖFNUN vs 6,8% (p<0,001), fæðingartangar 6,3% vs 1,03% (p<0,001) og fæðing með bráðakeisaraskurði 19,7% vs 11,4% (p=0,008). Alyktun: Nýgengi fósturköfnunar á Landspítala er í efri viðmiðunarmörkum. Óeðlilegt FHR og tíðni fæðingarinngripa er algengt.Til er hópur fóstra þar sem ekki finnast merki um fósturstreitu í fæðingu með þeim aðferðum sem nú eru notaðar við eftirlit í fæðingu. Alvarlegir sjúkdómar móður tengjast ekki hærri tíðni fósturköfnunar, líklega vegna auk- ins eftirlits á meðgöngu og að lægri þröskuldur er fyrir inngrip í fæðingu. Meðal kvenna án áhættu- þátta á meðgöngu vantar aðferðir, með háu næmi og sértæki, til að greina fósturköfnun í fæðingu. Inngangur Þrátt fyrir tækniframfarir í læknisfræði síðustu áratugi hefur ekki tekist að útrýma með öllu fóst- urköfnun við burðarmál (asphyxia perinatalis). Börn deyja af þessum orsökum og önnur bera langvarandi afleiðingar heilaskaða. Fósturköfnun myndast þegar súrefnisþurrð hjá fóstri verður svo mikil að frumur þurfa að skipta yfir í loftfirrtan bruna á glúkósu, mjólkursýra hleðst upp og fóstr- ið súrnar í kjölfarið. Ef súrefnisþurrðin verður nægilega mikil getur hún skaðað mikilvæg líffæri eins og hjarta og heila. í alvarlegustu tilfellum kemur fram heilakvilli tengdur súrefnisþurrð (hypoxic ischemic encephalopathy, HIE). Ástæða þess að ekki hefur tekist að koma alveg í veg fyrir skaða er að greining þessa ástands á meðgöngu og í fæðingu er erfið. Fóstur eru misviðkvæm fyrir súrefnisþurrð og oft er óljóst hvenær atburðir sem leiða til súrefnisþurrðar eiga sér stað. Þá er einnig misjafnt hversu langvarandi súrefnisþurrð þarf að vera til að leiða til vefjaskemmda. Viðkvæmustu fóstrin eru þau sem eru vaxtarskert, þau sem verða fyrir fylgjuþurrð, til dæmis samfara fylgjulosi, og fullmeðgengin fóstur mæðra með alvarlegan und- irliggjandi sjúkdóm, til dæmis sykursýki eða há- Tafla 1. Skilgreining á hjartsláttarmynstri við úrlestur fósturhjartsláttarrita (FHR) (9). Skilgreining Hjartsláttur Hraöur hjartsiáttur >170 slög á mínútu >2 mínútur Hægur hjartsláttur <100 slög á mínútu >2 mínútur Breytileiki Skammtíma breytileiki >5 slög/mínútu. Hröðun um 15-25 slög/mínútu í 15 sekúndur, 2x / 20 mínútur Snemmkomnar hjartsláttardýfur Hægir á hjartslætti fósturs meöan á samdrætti legs stendur Seinar hjartsláttardýfur Hægir á hjartslætti fósturs að minnsta kosti 30 sekúndum eftir að samdráttur legs nær hámarki Breytilegar hjartsláttardýfur Breytilegar í lögun, stærð og tímalengd óháðar samdrætti legs þrýsting (1,2). Sýkingar í móðurkviði auka á þenn- an vanda og þær getur einnig verið erfitt að greina (3). Mat á ástandi barns með óbeinum aðferðum eins og fósturhjartsláttarritum eða ómskoðunum fyrir og við fæðingu hefur fyrst og fremst verið notað til að meta hvort súrefnisþurrð sé til staðar eða hafi átt sér stað. Sjúkdómsgreiningin fóst- urköfnun er einkum byggð á tveim þáttum: Apgar stigun nýbura við eins og fimm mínútna aldur og mælingum á sýrustigi blóðs (pH) úr naflastrengs- slagæð strax eftir fæðingu (4). Við eftirlit í meðgöngu og fæðingu hefur síðast- liðin 30 ár verið stuðst við fósturhjartsláttarritun (FHR) og ýmis teikn í riti eru talin til merkis um fósturstreitu. Þótt viðurkennt sé að minnkaður breytileiki í fósturhjartsláttarriti, seinar dýfur eða dýfur sem standa í langan tíma í fæðingunni gefi sterklega til kynna súrefnisþurrð hjá fóstri (5), er falskt jákvæð greining í ritum algeng. Mörg börn sem hafa þessi teikn í riti reynast hafa eðlilegt sýrustig eftir fæðinguna og fá góða Apgar einkunn (6). Spurning er því hvort aðferðin (FHR) hafi leitt til aukinnar tíðni inngripa í fæðingu sem eftir á að hyggja voru óþörf (7). Þannig er nokkrum börnum bjargað frá raunverulegri súrefnisþurrð en önnur fæðast með inngripi sem reyndist ónauðsynlegt. Til að auka á sértæki úrlesturs fósturhjartsláttarrita má styðjast við sýrustigsmælingar úr háræðablóð- sýni frá kolli barns þegar teikn um fósturstreitu koma fram í hjartsláttarriti fósturs í fæðingu. Þannig er greint hvort um byrjandi blóðsýringu sé að ræða og hægt er að stýra betur hvenær þörf er á að flýta fæðingunni. Árangur af þessum aðferðum saman til að draga úr dánartíðni og fækka tilfellum HIE hefur hins vegar ekki verið fullnægjandi (8). Engar rannsóknir hafa birst hérlendis um tíðni, áhættuþætti og afleiðingar fósturköfnunar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna far- aldsfræði fósturköfnunar og HIE á Landspítala. Sérstaklega var leitað að þáttum í meðgöngu og í fæðingu sem gætu haft forspárgildi um hvaða fóst- ur eru útsett fyrir fósturköfnun við burðarmál. Efniviður og aðferðir Mæður barna sem urðu fyrir fósturköfnun og fæddust á Kvennadeild Landspítala á árunum 1997-2001 mynduðu markhópinn. Gerður var samanburður á meðgöngu- og fæðingartengd- um þáttum hjá fóstum sem greindust með HIE og hinum sem aðeins fengu fósturköfnun. Rannsóknarhópurinn var einnig borinn saman við allar aðrar fæðingar á Kvennadeild Landspítala á sama tímabili. Rannsóknarliópurinn Inntökuskilyrði voru meðganga >37 vikur, metið 596 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.