Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREIN / LUNGNABÓLGA Tafla 1. / rannsókninni, sem var tvíblind og slembiröðuð, var 181 AiDS-sjúktingi með PCP raðað í einn af þremur meðferðarhópum. Síðan var metið hvort sjúklingar svöruðu ekki meðferð nægilega eða hvort þeir þyldu ekki meðferðina vegna aukaverkana. Ónóg svörun var skilgreind sem eitt eða fleiri fjögurra atriða: 1) aukinn A-a mismunur um >20mmHg, 2) þörf á barkaþræðingu eftir að meðferð hófst, 3) meöferðarskipti vegna annarrar ástæðu en aukaverkana , 4) dauði) (17). Lyfjasamsetning Ónóg svörun á degi 0-7 Ónóg svörun á degi 0-21 Meðferöar- hamlandi aukaverkanir á degi 0-7 Meðferðar- hamlandi aukaverkanir á degi 0-21 Helstu aukaverkanir (í algengisröð) Trimetoprim- sulfamethoxazole 8% 9% 8% 36% Útbrot, hækkuð lifrarpróf, hvítfrumufæð, flögufasð, ógleði Dapsone-trimetoprim 7% 12% 7% 24% Útbrot, ógleði Clindamycin-primaquine 5% 7% 5% 33% Útbrot, blóðleysi Greining PCP byggir fyrst og fremst á grun rannsakanda þar sem P. jiroveci ræktast ekki, hvorki úr hráka né blóði og einkenni og mynd- greining eru ósértæk. Á lungnamynd sjást oft dreifðar íferðir með eða án staðbundinna íferða en blöðrumyndun sést sjaldan. Þriðjungur hefur eðlilega lungnamynd við komu á spítala. Tölvusneiðmynd er sértækari og sýnir betur bólgubreytingar í lungnavefnum. Helstu lífeðl- isfræðilegar breytingar eru: lækkun á súrefn- ismettun í blóði, lungnarýmd (Vital Capacity) minnkar, alveolar-arterial (A-a) mismunur eykst, og loftskiptageta (Dilutation of CO) minnkar. Lokagreining PCP byggir á sérlitun P. jiroveci úr lungnaslími eða lungnavef. Helstu sérlitanir sem beitt er eru metenamín-silfurlitun og ónæm- isfræðileg-flúrskinslitun, ýmist önnur hvor eða báðar, og er síðarnefnda sérlitunin talin næmari (10) . Lungnaslím er ýmist fengið með hráka (sput- um) eða með berkjuskoli. Næmi silfurlitunar var í einni rannsókn á HlV-smituðum,55% íhrákasýni, 79% í berkjuskolvökva og 90% í sýni úr lungnavef (11) en þessar tölur eru nokkuð mismunandi milli rannsókna þó almennt virðist berkjuskol eða sýni úr lungnavef vera næmara til greiningar P. jiroveci en hrákasýni (12). HlV-sýktir hafa meira af P. jiroveci í lungunum við sýkingu heldur en þeir sem ekki hafa HIV og er sérlitun fyrir P. jiroveci í berkjuskolvökva >95% næm rannsókn hjá HlV-sýktum en hlutfallið er lægra hjá HlV-ósýktum. Það er því mælt með að vefjasýni sé tekið úr HlV-ósýktum þar sem grunur er um PCP en berkjuskolvökvi er neikvæður (12, 13). Vert er að minnast á nýja rannsóknaraðferð sem er í þróun og gengur út á blóðmælingar beta- D glucans sem er upprunnið í vegg P. jiroveci. Nýlegar japanskar rannsóknir hafa sýnt gagnsemi þessara mælinga, bæði í frumgreiningu PCP og til að meta meðferðarsvörun (14,15). Kjörmeðferð PCP er trimetoprim-sulfamethox- azole, gefið í æð eða um munn. I 20-50% tilfella dugir sú lyfjablanda ekki til, og er slíkur meðferð- arbrestur (treatment failure) oftast vegna ofnæmis eða lyfjaaukaverkana, auk þess sem þekkt ofnæmi fyrir lyfinu kemur oft í veg fyrir ávísun þess í upp- hafi (16, 17, 18). HlV-sýktum virðist hættara við aukaverkunum trimetoprim-sulfamethoxazole en öðrum hópum (19). Aðrir meðferðarmöguleikar eru clindamycin og primaquine saman, um munn eða í æð eða dapsone og trimetoprim saman. Þessar þrjár lyfjasamsetn- ingar eru taldar nokkuð sambærilegar með tilliti til árangurs en allar gjarnar á myndun aukaverkana. í töflu I má sjá niðurstöðu rannsóknar á gjöf þess- ara þriggja lyfjasamsetninga hjá AIDS-sjúklingum með PCP. Pentamidine í æð er annar valkostur í meðferð PCP og hefur annars konar aukaverkanir en of- annefndar samsetningar, til dæmis skaða á nýrum, háan blóðþrýsting og lágan blóðsykur. Ein rann- sókn sýndi þó minni og hægari virkni gagnvart PCP, miðað við trimetoprim-sulfamethoxazole en lyfið er þó almennt talinn annar valkostur í alvar- legri Pneumocystis sýkingu (18). Atovaquone er ekki eins virkt og trimetoprim-sulfamethoxazole en einnig með minni aukaverkanir. HlV-sýktir með PCP þurfa almennt þriggja vikna sýklalyfja- meðferð en fyrir aðra sjúklingahópa er miðað við tvær vikur (19). Trimetoprim-sulfamethoxazole er einnig fyrsta val sem forvarnarlyf gegn PCP. Stærsti áhættu- hópurinn eru HIV sýktir með CD4+ talningu Læknablaðið 2007/93 609
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.