Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 27

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 27
FRÆÐIGREIN /LUNGNABÓLGA aukaverkun lágskammta metótrexatmeðferðar. 2. Samhliða barksteranotkun getur aukið hættuna áPCP. 3. Jafnvel væg öndunarfæraeinkenni hjá sjúklingi á lágskammta metótrexatmeðferð ætti að meta með tilliti til möguleika á PCP. 4. Eðlileg hvítfrumutalning útilokar ekki mögu- leikann á tækifærissýkingu svo sem PCP. Hvað varðar fyrsta atriðið þá skal þess getið að komin er málsgrein um áhættu á myndun PCP í lyfjatexta metótrexat taflna í Sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar Islands (32). Áfengismisnotkun og Pneumocystis Lyfið metótrexat er vel þekkt að ónæmisbælandi áhrifum sínum, enda markaðssett sem slíkt, en hið sama verður ekki sagt um etanól, þó ónæm- isfræðileg áhrif þess séu töluverð. Áhrif etanóls á lífverur hafa verið rannsökuð ítarlega, allt frá áhrifum á frumdýr og frumur í rækt til stórra hópa fólks í lýðfræðilegum rannsóknum. Einn angi þeirra rannsókna eru áhrif skammrar og lang- vinnrar neyslu áfengis á ónæmiskerfi rnanna og annarra spendýra. Lýðfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að sýkingar eru algengasta orsök dauða hjá áfengissjúkling- um. Vannæring, vítamínskortur, lifrarskemmdir og bágar félagsaðstæður eiga hlut í skýringunni en einnig ónæmisbælandi áhrif etanóls (45,46). Allmargar rannsóknir eru til þar að lútandi, til dæmis hefur verið sýnt fram á fækkun neutrófíla í blóði (47), rýrnun milta og hóstarkirtils, (40, 42) skerðingu reticuloendothelial-kerfisins (RES), (48) skerðingu sýnifrumna (antigen presenting cells) svo sem makrófaga (49) og síðast en ekki síst, áhrif á eitilfrumur. Rottutilraunir hafa sýnt að myndun inn- anfrumuboðefnisins mikilvæga cyclic-AMP í eit- ilfrumum er skert í réttu hlutfalli við magn etanóls í blóði, þar sem etanól hemur myndun þess beint með fleiri en einum hætti (50). Slík röskun á inn- anfrumuboðkerfi getur haft gríðarleg áhrif á alla virkni frumu, allt frá genatjáningu til frumuskipt- inga og á líklega einhvern þátt í þeim fjölþættu breytingum sem verða á eitilfrumum áfengissjúk- linga. Rottutilraunir hafa einnig sýnt heildarfækk- un eitilfrumna í milta eftir langvinna áfengisgjöf; B-frumum og CD4+ T-frumum fækkar en fjöldi CD8+ frumna breytist ekki (40). Rannsókn á músum frá 1998 sýndi minnkaða færslu eitilfrumna í lungu músa í tengslum við langvinna áfengisgjöf. Mýsnar voru smitaðar með P. jiroveci og helming- ur þeirra síðan alinn á alkóhólblöndu og reyndist sá hópur hafa mun færri CD4+ og CD8+ frumur í lungunum en viðmið þremur vikum eftir smit (7). Áfengissjúklingar sem leggjast á spítala vegna áfengislifrarbólgu hafa færri T-eitilfrumur í blóði (51) en viðmið og 6,7% þeirra hafa CD4+ gildi undir 300/pl (52) en ljóst er að vannæring á þar einnig hlut að máli. In vitro rannsóknir á manna- frumum hafa sýnt hemjandi áhrif etanóls á mynd- un IL-2 og vaxtarhvetjandi (mitogenic) frumuboð- efni í T-eitilfrumum (53). Tilraun, þar sem rottum var skammtað etanólfæði sem olli fíkn, sýndi fram á verulega minnkaða svörun T- og B-eitilfrumna við vaxtarhvetjandi frumuboðefnum og olli það marktækri eitilfrumufæð sem lagaðist fjótlega er etanólneyslu lauk þótt eitilfrumuvirknin væri skert lengur (42). Sýnt hefur verið fram á tengsl milli etanóls og P. jiroveci lungnabólgu í músum, en höfundar hafa ekki fundið heimildir þar sem etanól er talið beinn áhrifavaldur í myndun Pneumocystis sýk- ingar í mönnum og einungis fáar þar sem etanól er talið hluti orsakarinnar (54,55). Árið 1998 var birt rannsókn þar sem mýs fengu etanólfæði og P. jiroveci var síðan komið fyrir í öndunarvegi. Fjórum vikum seinna voru 2/3 músanna með PCP á fremur vægu stigi, en engin músanna í viðmið- unarhópnum, sem ekki fékk áfengisfæði. Mýs sem gerðar voru CD4+ eitilfrumusnauðar fengu svæsna sýkingu hvort sem þær voru á áfengisfæði eða ekki sem undirstrikar enn á ný mikilvægi CD4+ frumna í P. jiroveci ónæmissvörun. í sömu rannsókn var sýnt fram á tengsl milli etanóls og minnkaðrar framleiðslu CD4+ frumna á IFN-y, sem virkjar makrófaga og tengist Thl-boðleiðinni (6). Nýlegar rannsóknir hafa haldið fram þeim möguleika að langvarandi áfengisneysla ýti ónæmissvari T- frumna frá Thl-boðleiðinni (frumubundið svar) að Th2-boðleiðinni (vessabundið svar) (56). Auk áhrifa á eitilfrumur hefur etanól áhrif á TNF-myndun lungna-makrófaga sem svar við lípópólýsakkaríði (LPS), en TNFoc er eitt grunn- boðefna ósértæka ónæmissvarsins. Etanól bælir einnig nituroxíð (NO) og súrefnisróttæklinginn 02-. Bæling þessara þriggja efna myndi að lík- indum hafa veruleg áhrif á ósértækt ónæmissvar lungnavefs gegn bakteríum og ef til vill öðrum sýklum (57). Enn fleiri áhrif etanóls á sértækt og ósértækt ónæmissvar hafa verið greind, meðal annars bæl- ing á frumuáti makrófaga (58) og myndun NFkB í makrófögum (59), bæling á aðdráttarboðefnum (chemoattractants) sem verka á neutrófíla (60) og bæling á viðloðun neutrófíla við æðaþel (61) auk bælingar á drápvirkni neutrófíla gagnvart bakteríum (62). Þá eru ótalin áhrif lifrarskemmda og/eða lifrarbilunar á ónæmiskerfið í heild. Af framansögðu er ljóst að áfengissjúklingar eru Læknablaðið 2007/93 611

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.