Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 35
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SMITSJÚKDÓMAR Magnús Gottfreðsson yftrlæknir smitsjúkdóma- deildar Landspítala. sem hefur engan ávinning í för með, heldur getur þvert á móti valdið aukaverkunum og vaxandi ónæmi. Það sem hægt er að gera í þessu er að upp- lýsa almenning og heilbrigðistarfsfólk um hvenær rétt sé að gefa lyf og hvenær ekki og fólk hætti að líta á sýklalyf sem töfralausn við öllum tilfellum. Með því að draga úr notkuninni og hafa hana markvissari getum við notað lyfin lengur í barátt- unni við sýkingar. Við erum að missa fjöldamörg lyf vegna þess að bakteríurnar eru orðnar ónæmar fyrir þeim. Þetta er orðið rnjög mikið vandamál í Evrópu og Bandaríkjunum. Að sumu leyti stönd- um við ennþá betur að vígi hér. Andstaðan við bólusetningar er í mínum huga blanda af sértrúarskoðunum og lúxusvandamáli í þeim skilningi að þeir sem eru á móti bólusetning- um eru af kynslóð sem hefur aldrei þurft að horfa upp á börn deyja úr þeim hræðilegu sjúkdómum sem verið er að bólusetja gegn. Það er ekki að ástæðulausu sem okkur hefur orðið svona ágengt í baráttunni gegn mörgum sjúkdómum sem sumir lögðu jafnvel börn í gröfina áður fyrr. Það er vegna bólusetninganna. Það er rétt að bóluefni getur haft aukaverkanir en um leið er það staðreynd að fá lyf hafa verið rannsökuð jafn ítarlega og bóluefni. Þau eru ekki sett á markað nema menn séu vissir um gagnsemi þeirra, - einfaldlega að ávinningurinn af bólusetningum sé svo margfalt meiri en áhættan. Þegar upp hafa komið múgsefj- anir um að bólusetningar séu af hinu vonda og fólk hefur neitað að láta bólusetja sig eða börnin sín, þá hafa nánast undantekningarlaust blossað upp faraldrar í kjölfarið. Nærtækasta dæmið er mislingafaraldur í London fyrir rúmu ári síðan. Afleiðing af slíku er að við horfum upp á ung og hraust börn deyja að þarflausu vegna þess að fólk nýtti sér ekki þá sjálfsögðu vörn sem bólusetning- ar eru. Þetta er lúxusvandamál. Ungir foreldrar í dag hafa aldrei séð eða heyrt af barni deyja úr barnaveiki, kíghósta, skarlatssótt eða mislingum í okkar samfélagi. Það er ekki nema hálf öld síðan þetta var hluti af daglegri tilveru fólks.” Spænska veikin er heillandi rannsóknarefni Magnús hefur á undanförnum árum unnið að athyglisverðri rannsókn á spænsku veikinni hér á landi 1918 og er hún unnin í samvinnu Landspítalans og íslenskrar erfðagreiningar með styrk frá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna, (National Institute of Health). „Hugmyndin að því að áhugavert gæti verið að rannsaka spænsku veikina hér á Islandi kviknaði hjá mér fyrir allmörgum árum. Hegðun veik- innar hér á landi var um margt nokkuð sérstök en spænska veikin var eins og menn vita mann- Læknablaðið 2007/93 619
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.